Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 66

Læknablaðið - 15.11.2004, Page 66
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SKRÁNING SÉRLYFJA Lyfsölulög. I. Lafli. — Almonn ákvæði. — 1. ffr. Lyf eru samkvæmt lögum þessum hvers konar efni eða efnasambönd, lifræn eða ólífræn, sem ætluð eru til lækninga, fróunar eða varnar gegn sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum í mönnum eða dýrum, svo og efni eða efna- sambönd, sem notuð eru til sjúkdómsgrein- inga (diagnostica).") — Ákvæði laga þess- ara taka einnig til umbúða og áhalda, sem inni- haida lyf. — Efni teljast þó ekki lyf, ef þau eru notuð til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma, svo sem til sótthreinsunar á vcrk- færum, áhöldum, sængurfatnaði, húsgögnum, herbergjum, baðvatnl, andrúmsloftl í húsum og þ. u. 1. og til sýklaeyðingar í uppgangi, þvagi, saur og hvcrs konar útfcrð frá sjúkl- ingum. Sama gildir um efni, sem notuð eru til annarra hrcinlætiuráðstafana. — Land- læknir hefur umsjá með rekstri lyfjaverzl- ana og öðrum lyfsöiumálum, svo og þar tii heyrandi störfum lyfsala, lyfjafræðinga og aðstoðarlyfjafræðinga, undir yfirstjórn ráð- herra þess, er fer með heilbrigðismál. — 2. gr. Setja skaJ lyfjaskrá (pharmacopoea) með tii- skipun, er íorseti fslands staðfestir. í lyfja- skrá skal greina einkenni lyfja og segja fyr- ir um hreinleika þeirra, gerð, meðferð og geymslu. Ráðherra löggildir lyfseðlasöfn (di- spensatoria), lyfjaforskríftir og sérlyfjaskrá með auglýsingu. — Lyfjaskrárnefnd, skipuð sex mönnum tll sex ára i senn, gerir tillögur um lyíjaskrá, lyfseðlasöfn, svo og lyfjafor- skriftir. Skal einn nefndarmanna vera pró- fessor í lyfjafræði (pharmakologi), annar dósent (prófessor) í lyfjafræði lyfsala (phar- maci), hinn þriðji prófessor í lyflæknisfræði við háskólann, cn hina þrjá skipar ráðhcrra samkvæmt tillögu landlæknis, einn úr hópi lyfsala. annan úr hópi starfandi lyfjafræð- inga og hinn þriðja úr hópi starfandi Jækna. Ráðherra skipar formann nefndarinnar. Róð- herra skipar varamenn til jafnlangs tíma eftir tillögu landlæknis. Kostnaður við störf lyfjaskrárnefndar greiðist úr rikissjóði, þar á mcðal þóknun til nefndarmanna, er sé á- kveðin árlega. Nánari ákvæði um starfssvið og starfshætti lyfjaskrárnefndar skal setja i reglugerð. — 3. gr. Ráðherra getur, að fengn- um tillögum landlæknis, bannað sölu lyfja: a. ef ranglega eða á villaiidi liátl er greiut frá samsetningu þeirra, b. ef liklcgt þykir, að þau hafi ckki þær vcrkanir, sem framleiðendur telja þau hafa, eða skaðlegar aukaverkanir, e. ef ckki er hægt að ganga úr skugga um not- hæfni þeirra, d. ef verð þeirra er óhæfilega hátt. — 4. gr. Bannaðar eru hvers konar aug- lýsingar lyfja, lyfjavöru, læknis- og lækninga- áhalda nema sérstaklega fyrir læknum (tann- læknum, dýralæknum) og lyfjafræðingum og þá á þann hátt, að ekki sé líklegt, að auglýs- Mynd 4. Myndin sýnir fjórar fyrstu greinar lyfsölulaga nr. 30 29. apríl 1963 sem tóku gildi 1. júlíþað ár. Fyrsta greinin fjallar um lyfjahugtakið og undanþágur frá því. Í2. grein rœðir um lyfjaskrár og skipun lyfjaskrárnefndar. í 3. grein erfjallað um ástœður þess að banna megi sölu lyfja, þar á meðal (d liður): „ef verð þeirra er óhœfilega hátt“. Loks er í 4. gr. fjallað um hinar ströngu reglur er gilda um auglýsingu lyfja (tekið eftir Lagasafni 19651). að sinni. Varð úr að Kristinn fékk mér allnokkurt fyllingarverkefni og svo landlæknir annað. Varð hvort- tveggja þessara verkefna mér minnisstætt. Vegna starfa sinna í Lyfjaverslun ríkisins skyldi Kristinn fara yfir og skrá niður allar færslur á eftirrit- unarskyld lyf. Fékk hann mér því sex mánaða færslur úr Reykjavíkur apóteki. Var það mikill bunki. Einn læknir skar sig mjög úr. Hann var geðlæknir og ávísaði þeim ókjörum af amfetamíni, dexamfetamíni, metýl- fenídati (Ritalin®) og nokkrum fleiri líkum lyfjum að það skilur enginn nema séð hafi. Fór ekkert á milli mála að þessi maður hlaut að „rækta“ amfetamínista! Einir 2-3 læknar, aldnir að árum og ef til vill peninga- litlir, voru að mjatla út amfetamínlyfseðlum og því líku. Varð þetta að síðustu nokkuð alvarlegt mál fyrir einn þeirra. Þá fann ég þarna einar tvær konur sem voru klassískir, gamaldags ópíumistar. Mér fannst þetta vera lærdómsríkt. Hitt verkefnið var úr allt annarri átt. Vilmundur Jónsson, landlæknir, hafði með hjálp ívars Daníelssonar og væntanlega einnig Kristins Stefánssonar samið og látið staðfesta lyfjareglugerð handa tannlæknum. Var þessi reglugerð vægast sagt íhaldssöm. Þegar Sigurður Sigurðsson var tekinn við embætti landlæknis lagðist lyfjanefnd Tannlæknafé- lags íslands með Geir Tómasson (f. 1916), tannlækni, í fararbroddi á hann með þeim þunga að hann fór í vörn. Ég man eftir fundi með Sigurði landlækni og fleirum þar sem einkum ívar lagðist eindregið gegn því að rýmka rétt tannlækna til þess að ávísa lyfjum. Ég sagðist skyldi líta á málið. Fór svo að ég fékk stuðning Kristins til þess að rýmka rétt tannlækna til þess að ávísa lyfjum. ívar var enn eindregið á móti og Jón Sigtryggsson (1908-1992), þá eini prófessorinn í tannlæknisfræði, var tvístígandi. Hljóp nú harka í mál- ið. Mér sýndist samt vænlegast til sátta að taka undir kröfur lyfjanefndarinnar sem víðast ef rök væru fyrir. Með því móti var ég svo í betri stöðu að bægja frá ýmsu í tillögum þeirra sem síðra væri. Gat ég þannig á endanum gengið frá reglugerð sem var meira í takt við þarfir tannlækna en eldri reglugerð. Þetta var svo upphaf að vináttu okkar Geirs sem enn helst. Síðar hélt ég ein tvö afar vel sótt námskeið um lyfjafræði fyrir tannlækna. Þeir buðu okkur hjónum á árshátíð sína 1966 og gáfu mér fagran pappírshníf úr silfri. Fannst mér þetta veglegur gripur fyrir lítið handarvik, en þó til afbrigða fyrir skammir eða hnýfl sem oft hefur verið mitt hlutskipti fyrir unnin verk. Frummerking í orðinu prófessor mun vera sá sem fer út á götu og segir sannleikann og því fylgja einmitt ekki oft silfurhnífar! Fyrsta skráning sérlyfja Þegar ég kom til íslands aftur í árslok 1964 var ég svo ráðinn í hlutastarf ásamt Vilhjálmi Skúlasyni (f. 1927), síðar prófessor, á vegum lyfjaskrárnefndar. Hvfldi mjög á okkur vinna við undirbúning fyrstu sérlyfjaskrárinnar sem kom út 30. september 1965 á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Ég tel að með þessari útgáfu hafi verið unnið umtalsvert brautryðjendastarf. Andstaða lækna gegn skráningu sérlyfja var áfram ótrúlega sterk. Þetta kom meðal annars berlega fram á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur: „Almennur fund- ur í Læknafélagi Reykjavíkur haldinn 26. janúar 1966 skorar á heilbrigðismálaráðherra, að hann beiti sér fyrir því að felldur verði niður X. kafli lyfsölulaga frá 29. apríl 1963 um sérlyf, og að frestað verði fram- kvæmd ákvæða laganna um sérlyfjaskrá og lögin ver- ði endurskoðuð að þessu leyti ...” (úr fundargerð- arbók Læknafélags Reykjavíkur). - Þessi afstaða var afar sérkennileg í ljósi þess að með skráningu sérlyfja sem þá var vissulega nýmæli var stefnt að því að meta gildi lyfjanna hlutlægt læknum til stuðnings í starfi, en ekki til hrellingar. Fundarmenn töldu þó einmitt að sá væri tilgangurinn! Forsendur þessarar afstöðu voru því miður lítt málefnalegar, en það er önnur saga. Síð- an þetta var hefur sem betur fer mikið vatn runnið til sjávar og enginn í læknastétt deilir væntanlega lengur um gildi þess að meta lyf hlutlægt og setja á skrár. I gerðabókum Apótekarafélagsins frá þessum tíma virðist ekki vera að finna neina samþykkt ámóta þeirri sem að framan greinir og er í fundagerðarbók- um Læknafélags Reykjavíkur. Mér er hins vegar vel kunnugt um að fyrri hluta árs 1966 fór apótekari, sem var nákominn þáverandi ráðherra heilbrigðismála, af 794 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.