Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2005, Page 5

Læknablaðið - 15.04.2005, Page 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS II M R Æ Ð A 0 G F R É T T I R 360 Af sjónarhóli stjórnar LÍ: í takt við tímann. Breytt landslag heilbrigðis á íslandi Ófeigur T. Þorgeirsson 362 Er gagnagrunnurinn endanlega úr sögunni? Þröstur Haraldsson 363 Öflug læknafélög heimsótt LÍ gerði út leiðangur til að kynna sér kjarasamninga og starfsemi læknafélaga í Noregi og Svíþjóð Þröstur Haraldsson 364 Úrskurður Samkeppnisráðs. Rannsóknaþjónusta „ekki í frjálsri samkeppni“ 365 Öll heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt Ákvörðun um að færa stöðvarnar í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ undir Heilsugæsluna í Reykjavík mælist misjafnlega fyrir Þröstur Haraldsson 367 Heiðursfélagar í Félagi íslenskra lyflækna Runólfur Pálsson 369 Povl Riis í 49. íslandsheimsókn sinni Védís Skarphéðinsdóttir 370 Verða alþjóðleg læknaþing árviss viðburður? Arnór Víkingsson um framtíð Fræðslustofnunar lækna Þröstur Haraldsson 372 Verður byggt yfir lækningaminjasafnið? Skiptar skoðanir eru á því hverjum beri að reisa hús svo hægt sé að sýna muni safnsins Þröstur Haraldsson Bréf Jóns Steffensen til menntamálaráðherra 374 Hægt að byrja að byggja strax 376 Hvernig reiðir innflytjendum af í heilbrigðiskerfinu? Rætt við Ástríði Stefánsdóttur og Þorstein Blöndal um samskipti lækna og innflytjenda Þröstur Haraldsson 379 Aftur í læknisbústaðnum Brimnesi - Ijóð Sigurbjörn Sveinsson F A S T I R P I S T L A R 381 íðorð 175: Meira nöldur Jóhann Heiðar Jóhannsson 383 Faraldsfræði 44: Mælingar á gæðum María Heimisdóttir 385 Broshorn 57: Af góðum fréttum og nærfötum Bjarni Jónasson 386 Þing/styrkir/lausar stöður 388 Okkar á milli 389 Sérlyfjatextar 395 Minnisblaðið Haraldur Jónsson sem fæddur er 1961 er dæmi um listamann sem ekki hefur bundist einum miðli fremur en öðrum. Fyrir vikið gæti verið flóknara en ella að fylgja honum eftir og ná yfirsýn yfir hvað hann er að fara í verkum sínum en í raun er athyglisvert hvað ólíkir miðlar geta einmitt endurspeglað markvissa og tæra hugmyndafræði. Sem rithöfund- ur hefur hann sent frá sér þrjár bækur og á myndlistarferlinum hefur hann ótal sýningar að baki. Framundan er þátttaka í Listahátíð Reykjavíkur í maí þar sem hann sýnir í Hafnarhúsi Ijósmyndaseríuna Heimskautaávextir sem hann byrjaði að vinna um árþúsunda- mótin. Eins og dæmið á forsíðu blaðs- ins sýnir er um að ræða myndir af jólaljósum í einkagörðum og með titlinum breytast þessi Ijós í sérkennilega rökkurávexti sem springa út einu sinni á ári í miðju vetrarmykrinu. Þótt ávextir á trjám séu ekki algengir hérlendis þá bera þeir alltaf með sér næringu og flest könnumst við við þá upp- lyftingu sem Ijósin á trjánum færa okkur í skammdeginu. Fólk lætur þau jafnvel lýsa langt fram eftir vetri og þannig er myndaserían ekkert frekar tengd jólum enda verður hún til sýnis þegar sól er tekin að hækka á lofti nú í vor. Haraldur hefur með ýmsum leiðum unnið með skammdegi og birtu. Þannig rifjast upp sýning hans á Ijósmyndum af búðargluggum lampaverslana og á strýtulöguðum skúlptúrum úr einangrunarefni. í gegnum gægjugat mátti líta inn í dimma innviðina. Nátengd áhuga hans á Ijósi og myrkri eru verk um þögnina, þar sem áhorfandinn er settur í aðstæður þar sem einungis niður eigin blóðflæðis heyrist. Blóð er þannig hluti verka á ferli Haraldar og sem dæmi bauð hann eitt sinn gestum á sýningu að læknir drægi úr þeim blóð og þeir máttu síðan hafa blóðhylkið með sér heim. Úr hugleiðingum um þögn og myrkur er stutt í melankólíu og aðrar tilfinn- ingar. Hægt er til dæmis að nálgast verk eftir Harald í formi veggfóðurs þar sem á eru letraðar með rauðum stöfum allar hugsanlegar tilfinn- ingar. Einnig hefur hann gert seríu teikninga af ýmsum tilfinningum. Hin ólíkustu verk listamannsins tengjast rauðum þræði sem ekki verður lýst með fáum orðum en hægt er að skynja þegar þau eru skoðuð í samhengi. Frekari upp- lýsingar má finna á heimasíðunni this.is/comet Markús Þór Andrésson Læknablaðid 2005/91 321

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.