Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 34
FRÆÐIGREINAR / TAUGASÁLFRÆÐI Tafla I. Þau svæði þar sem kom fram minnkað blóðflæði þegar staða markáreitis var endurtekin (óháð því í hvaða sjónsviði markáreitið var). Svæöi í heila Staösetningarhnit x y z t-gildi p-gildi Vinstri hvirfilbleölaskor -30 -60 40 6.71 .000 Hægri hvirfilbleðlaskor 24 -66 48 3.87 .001 Fremri ennisskor (vinstri) -32 -12 54 4.47 .000 Fremri ennisskor (hægri) 28 -8 56 4.61 .000 Hægri miðennisgári 28 26 22 6.30 .000 Vinstri miðennisgári -34 36 18 4.13 .001 Rákabörkur hnakkablaðs 14 -68 20 5.66 .000 (hægri) Taflan sýnir t-gildi og p-gildið sem tengist þvf úr SPM niðurstööunum. Hvert svæði er sfðan merkt með x, y og z staðsetningarhnitum og taugalíffærafræöilegu nafni svæðisins. Mynd 6. Svœði sem sýndu martœka minnkun ú blóð- flœði þegar litarýfmg átti sérstað. Svœðin þar sem t-prófá mun eftir því hvort markáreiti var afa sama lit og í umferðinni á undan eða ekki, sýndi marktœka lœkkun á blóðflœði (úr SPM niðurstöðum) eru sýnd í svörtu. Þarna má meðal annars sjá svœði í efri hluta hvirfilblaðs og í framheila sem oftast hafa verið tahn gegna lykilhlut- verki við eftirtekt. Marktæk minnkun á blóðflæði tengd endur- tekningu litar markáreitisins (mynd 6 og töflu II) kom fram í hvirfilblaði og ennisblaði; svæðum sem hafa verið tengd verkan eftirtektar (27). Jafnframt kom fram minnkun á blóðflæði með endurtekn- ingu á svæðum í gagnaugablaði sem talin eru tengj- ast litaúrvinnslu (29,30), nánar tiltekið í spólugára gagnaugablaðs (fusiform gyrus) og hliðlægum hnakkaflóka (lateral occipital complex). Jafnframt sáust áhrif tengd endurtekningu litar markáreitis og stöðu þess á svæðum í sjónberki í hnakkablaði, og er það áhugavert að sjá að þessi áhrif geti komið fram þelta snemma í skynferlinu. í heildina sýndu niðurstöðurnar að endurtekning litar eða stöðu áreitis kom fram sem minnkað blóðflæði til ákveðinna svæða í heilanum líkt og áður hefur komið fram í rannsóknum þar sem áreiti eru endurtekin7 (22-24). Umræða Pað er ljóst að við erum að jafnaði líklegri til að taka eftir eða tökum fyrr eftir áreitum sem við höfum séð nýverið. í þeim rannsóknum sem er lýst hér var athugað hvernig þessi ýfingaráhrif (prim- ing effects) endurspeglast í virkni heilans. Niðurstöðurnar á ýfingaráhrifum hjá sjúkling- um með taugakerfisbilunina gaumstol (7) sýndu að þessi ýfingaráhrif eru að miklu leyti til staðar þrátt 7 Hér er rétt að taka fram að í rannsókninni var lengri tími á milli endurtekningar áreita (3 til 5 sekúndur) en í þeim rann- sóknum sem höfðu sýnt fram á minnkað blóðflæði vegna endurtekningar (oftast um 400 millisekúndur). fyrir eftirtektartruflun. Petta sýnir að ýfing getur hjálpað sjúklingum að finna áreiti í vinstra sjón- sviði þar sem einkenni koma fram. Jafnframt kom í ljós að ýfingaráhrif á áreiti í vinstra sjónsviði koma fram vegna áreita í hægra sjónsviði, og jafnframt verða ýfingaráhrif frá áreitum vinstra megin í sjón- sviði til áreita í hægra sjónsviði. I seinni tilrauninni á gaumstolssjúklingunum voru áreitin einungis birt í 200 millisekúndur. Þetta varð til þess að þátttak- endur misstu af um 50% áreita í vinstra sjónsviði. Þó þeir hefðu misst af þessum markáreitum varð samt sem áður töluverð ýfing vegna litar markáreit- is frá áreitum sem þeir höfðu misst af, en hins vegar kom ekki fram nein ýfing vegna staðsetningar. Staðarýfing virðist krefjast þess að þátttakendur taki eftir markáreiti, en litaýfing virðist ekki gera það. Því má leiða að því getum að skemmdirnar á hægra heilahveli hjá þessum sjúklingum leiði af sér mun sterkari truflun á úrvinnslu á staðsetningu áreitis, en á hinn bóginn er úrvinnsla litar nokkur og veldur ýfingaráhrifum á næstu umferð, þó að áreitið nái aldrei að komast inn í meðvitað hugar- starf. Að litaýfing eigi sér stað vegna áreita sem misst var af samræmist vel niðurstöðum rannsókna þar sem sýnt hefur verið fram á að áreiti sem gaum- stols-sjúklingar „missa-af" leiða samt til áhrifa á það hvað þátttakendur skynja (16, 31). Niðurstöður úr segulómunarrannsókninni (8) sýndu að taugakerfi sem tengdust ýfingaráhrifum, og birtust sem minnkuð virkni þegar annaðhvort staða eða litur markáreitis var endurtekin, komu fram í svæðum sem hafa oftast verið tengd verkan eftirtektarinnar eins og til dæmis hvirfilbleðlaskor í hvirfilblaði og í fremri ennisskor. Jafnframt komu fram áhrif tengd staðarýfingu í hægra heilahveli á mótum gagnauga- og hvirfilblaðs og hliðlægt í enn- isblaði. Það komu hins vegar ekki fram nein áhrif tengd litaýfingu á þessum svæðum. Þessi niðurstaða kemur heim og saman við rannsóknirnar á gaum- stolssjúklingunum vegna þess að truflanir á stað- arýfingu komu fram hjá gaumstolssjúklingunum sem einmitt hafa skemmdir á mótum gagnauga- og hvirfilblaðs. Litaýfing tengdist síðan áhrifum í spólu- gára gagnaugablaðs og hliðlægum hnakkaflóka á svæðum sem hafa oft verið tengd við úrvinnslu litar áreita (29, 30). Það má vera að þetta geti að hluta til útskýrt af hverju litaýfingaráhrifin eru mikið til ósködduð hjá gaumstolssjúklingum. Að síðustu má nefna að við sáum áhrif tengd ýfingu litar og stað- setningar í sjónberki hnakkablaðs og hlýtur það að teljast athyglisvert að við sjáum ýfingaráhrif svona snemma í skynferlinu. Samantekt Yfingaráhrif í sjónskynjun virðast tengjast sérstak- 350 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.