Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2005, Side 37

Læknablaðið - 15.04.2005, Side 37
FRÆÐIGREINAR / KLÍNÍSKAR LEIÐBEININGAR LANDSP TALA Klínískar leiðbeiningar Landspítala um greiningu og meðferð bráðaversnunar á astma í janúar 2003 voru gefnar út á vegum Scottish Intercollegiate Guidelines (SIGN) og The British Thoracic Society vandaðar leiðbeiningar um grein- ingu og meðferð bráðrar versnunar á astma. Birt- ust leiðbeiningarnar í Thorax 2003; 58 (Suppl 1) og eru aðgengilegar á pdf-formi á slóðinni: www.sign.ac.uk/guidelines/fulltext/63/index. html Ástæða þess að talið var æskilegt að þýða og staðfæra hluta leiðbeininganna hér á landi var að um algengt bráðavandamál er að ræða sem læknar þurfa að vera færir um að bregðast við. Því er til mikilla bóta ef hægt er að nálgast einfaldar og skýrar leiðbeiningar um greiningu og meðferð þessara sjúklinga. Rétt er að benda á að heildar- leiðbeiningarnar frá SIGN eru mjög ítarlegar og taka meðal annars til astma í börnum, astma á meðgöngu auk almenns fróðleiks um greiningu og meðferð sjúkdómsins. Vinnuhópurinn sem tók að sér að þýða og staðfæra þessar leiðbeiningar um bráðaversnun á astrna var skipaður eftirtöldunr; Hjalti Már Björnsson, deildarlæknir Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir Jón Steinar Jónsson, heilsugæslulæknir Unnur Steina Björnsdóttir, ofnæmislæknir Inga Sif Ólafsdóttir, deildarlæknir Ari J. Jóhannesson, formaður nefndar um klín- ískar leiðbeiningar á Landspítala. Þar sem um er að ræða gagnreynda (evidence based) ferla voru óverulegar breytingar gerðar á þeim við þýðingu. Nánari sundurliðun á öllum breytingum sem gerðar voru má finna á vefsvæði kínískra leiðbeininga á www.landspilali.is Uppsetning ferlanna miðast við að auðvelt sé að prenta þá út og hafa á veggspjöldum þar sem þeirra er þörf. Hámarks útöndunarflæði heilbrigóra fullorðinna Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Gunnar Guðmundsson ggudmund@landspitali. is Læknablaðið 2005/91 353

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.