Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Síða 47

Læknablaðið - 15.04.2005, Síða 47
UMRÆÐA & FRÉTTiR / NORRÆNT SAMSTARF Öflug læknafélög heimsótt LÍ gerði út leiðangur til að kynna sér kjarasamninga og starfsemi læknafélaga í Noregi og Svíþjóð í lok febrúar gerði Læknafélag íslands út þriggja manna sendinefnd til að kynna sér kjaramál og starfsemi læknafélaganna í Noregi og Svíþjóð. Þar voru á ferð Sigurður E. Sigurðsson stjórnarmaður í LÍ og formaður samninganefndar sjúkrahúss- lækna, Gunnar Armannsson framkvæmdastjóri og Guðbjartur Ellert Jónsson hagfræðingur lækna- samtakanna. Læknablaðið náði tali af Sigurði og spurði hann hvað honum hefði þótt athyglisverð- ast af því sem fyrir augu og eyru bar í ferðinni. „Það sem helst blasti við var stærðarmunurinn því félögin sem við heimsóttum hafa tugi þúsunda lækna innan sinna vébanda og á annað hundrað manns í vinnu, hvort félag. Læknafélögin eru öflug fyrirtæki eða stofnanir og í Noregi rekur félagið umfangsmikla fjármálastarfsemi til viðbótar við hefðbundna starfsemi stéttarfélags. Það kemur raunar til af því að umsjón með námsleyfum norskra lækna er samkvæmt kjarasamningum í höndum félagsins en ekki stjórnenda á vinnustöðum lækna eins og hér er raunin. Mér finnst umhugsunarvert hvort við ættum ekki að taka upp samskonar kerfi því það tryggir meira réttlæti og samræmi í réttindum lækna en þegar námsleyfi eru ákveðin á hverjum vinnustað. Norrænu félögin hafa nýtl þennan styrk sinn til að koma sér upp liópi atvinnumanna í gerð kjara- samninga. Hún fer þannig fram að samninganefnd lækna er einskonar baknefnd en atvinnumennirnir, hagfræðingar og lögfræðingar, sjá um samnings- gerðina. Þetta hefur ýmsa kosti, svo sem að nteð þessu skapast meiri festa og samfella í samnings- ferlið, það þarf ekki að byrja á byrjuninni í hvert sinn sem skipt er um menn í samninganefndinni. Auk þess verður samningsgerðin öll faglegri. Það má segja að við séum komin með vísi að þessu fyr- irkomulagi nteð því að hafa þá Gunnar og Bjart í vinnu,“ sagði Sigurður. Velheppnuð kerfisbreyting Margt er ólíkt í kjarasamningum lækna hér á landi og á Norðurlöndum enda uppbygging heilbrigðis- kerfisins hvergi eins. „Norðmenn eru nýbúnir að ganga í gegnum mikla uppstokkun á kerfinu eftir að þeir komu á því sem þeir kalla „fastlægeordn- ing“ árið 2001. Breytingin virðist hafa gengið vel því viðvarandi skortur á læknum, einkum heimilis- læknum, er að heita má úr sögunni. Auk þess hefur kerfið dregið verulega úr óhóflegu vaktaálagi sem ríkir víða meðal lækna. Mér finnst ástæða til þess að við horfum til þeirra hvað uppbyggingu heil- brigðiskerfisins varðar en það er ljóst að það þarf rnikinn pólitískan styrk til að gera svona umfangs- rniklar kerfisbreytingar. Ýmis vandamál eru þó svipuð hjá okkur og þeint. Það á til dæmis við um vinnutímatilskipun Evrópusambandsins en um alla álfuna hafa læknar verið að glíma við að endurskoða vinnutilhögun sína í ljósi hennar. Norðmenn eru komnir lengra í því en við og þeir virðast hafa reynt að forðast miðlægar fyrirskipanir um vinnutímann. Þess í stað er mönnunt gefinn kostur á að leysa málin staðbundið og heilbrigðisstjórnin hefur engin af- skipti af samningum nema allt fari í hnút. Þeir eru hins vegar búnir að fella unglækna undir vinnu- tímatilskipunina en eins og kunnugt er eru þeir undanþegnir henni hér á landi. Það er okkur til skammar en vonandi tekst að leysa þau mál í næstu Þröstur kjarasamningum. Haraldsson Læknablaðið 2005/91 363 Ljósm. Oivind Larsen/Tidsskrift for Den norske lægeforening

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.