Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚTLENDINGAR f HEILBRIGÐISKERFINU Hvernig reiðir innflytjendum af í heilbrigðiskerfínu? Rætt við Ástríði Stefánsdóttur og Þorstein Blöndal um samskipti lækna og innflytjenda Þröstur Haraldsson Það hefur ekki farið framhjá neinum að erlendum ríkisborgurum sem búsettir eru hér á landi hefur fjölgað mikið og ört á síðustu árum. Fjöldinn hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum, úr tæplega 5000 árið 1995 í liðlega 10.000 manns í árslok 2004. Þeir hafa sest að um allt land þótt sumir landshlutar séu vinsælli en aðrir. Til dæmis eru 11,4% karla á Austurlandi af erlendum uppruna og 4,2% kvenna. Á Tálknafirði búa nú 325 manns, þar af um 60 út- lendingar, flestir af pólsku bergi brotnir. Því er verið að tíunda þessar tölur að þessir er- lendu ríkisborgarar þurfa rétt eins og innfæddir að notfæra sér þjónustu heilbrigðiskerfisins. Eflaust hafa flestir læknar átt samskipti við sjúklinga frá öðrum löndum. Umræður um samskipti heilbrigð- isstarfsfólks við erlenda ríkisborgara fara vaxandi og ýmsir láta sig þau varða. Til dæmis var nýlega haldinn fyrirlestur í Mannfræðafélagi íslands þar sem ungur mannfræðingur, Þórana Elín Dietz, kynnti mastersritgerð sína en hún fjallar um menn- ingarlegan margbreytileika og íslenska heilbrigðis- kerfið. Eftir fyrirlesturinn urðu líflegar umræður þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar greindu frá reynslu sinni af samskiptum við útlenda ríkisborg- ara í störfum sínum. Meðal fundarmanna voru þau Þorstein Blöndal og Ástríði Stefánsdóttur sem starfa á Lungna- og berklavarnadeildinni á Heilsuverndarstöðinni. Þau hafa töluverða reynslu af samskiptum við innflytjendur því til þeirra koma allir þeir sem þurfa á því að halda að fara í læknisskoðun og fá heilbrigðisvottorð sem er eitt þeirra skilyrða sem sett eru fyrir veitingu dvalar- og atvinnuleyfa hér á landi. Þorsteinn fjallaði raunar nokkuð um það á Læknadögum í vetur hvernig heilbrigðiskerfið tekur við nýjum Islendingum. Læknablaðið tók þau Þorstein og Ástríði tali og bað þau að segja frá reynslu sinni af því að eiga samskipti við inn- flytjendur. Mikilvægt að byggja upp traust Þau taka það fram í upphafi að staða þeirra í samskiptum við innflytjendur sé nokkuð sérstök að því leyti að fólk leitar ekki til þeirra af fúsum og frjálsum vilja heldur vegna þess að það þarf á læknisskoðun og heilbrigðisvottorði að halda til að fá dvalar- eða atvinnuleyfi. Ástríður: „Þetta mótar að sjálfsögðu samskiptin en auðvitað verðum við vör við ýmiss konar af- stöðu til heilbrigðiskerfisins. Margir bera ekki það traust til heilbrigðiskerfisins sem við erum vön að fólk geri. Við finnum líka að þegar við tökum fólk í lengri meðferð þá lærir fólk smám saman að hafa traust á kerfinu og okkur. Okkur finnst mikilvægt að halda í hefðbundið samband læknis og sjúklings til þess að geta gripið til meðferðar eða annarra úrræða sem skoðunin leiðir í ljós að þörf er á. Þetta snýst ekki um að finna út hverjir eigi að fá að dvelja í landinu og hverjir ekki heldur er meiningin að finna sjúkdóma svo hægt sé að meðhöndla þá og að fólk geti hagað sínu lífi þannig að sjúkdómarnir breiðist ekki út.“ Þorsteinn: „I stóru löndunum fyrir vestan okkur, Bandaríkjunum og Kanada, hefur niður- staða heilbrigðisskoðunar áhrif á það hverjir fá leyfi til að setjast að og hverjir ekki. Þess vegna er reynt að láta skoðunina fara fram í heimalandi við- komandi áður en hann leggur af stað. En hér hefur þetta frá upphafi verið þannig að ef eitthvað finnst þá er reynt að greiða fólki leið til bestu úrræða sem völ er á hér á landi. Þetta á einkum við um smitsjúkdómana en ef vel ætti að vera þyrftum við að hafa vel útbúnar stöðvar, til dæmis innan geð- læknisfræði eða kvensjúkdómafræði, til að taka við innflytjendum. Konurnar eru oft barnshafandi eða verða það meðan þær eru í fyrirbyggjandi meðferð hjá okkur við berklum.“ Misjafnir hópar - Hvaða væntingar hafa innflytjendur til heilbrigð- iskerfisins? Þorsteinn: „Fyrstu viðbrögðin geta verið þau að fólk vill ekkert með okkur hafa og svarar öllum spurningum neitandi. Það sýnir að fólk býst ekki við neinu góðu, vill ekki játa neitt upp á sig og reynir að losna sem fyrst frá okkur. En það þarf vottorðið til þess að geta farið að vinna. Þeir halda oft að afgreiðsla umsóknar um dvalarleyfi sé háð því að ekkert finnist við læknisskoðun þótt svo sé alls ekki. Sú túlkun er ekkert óeðlileg en það þyrfti að upplýsa fólk um að læknisskoðunin snúist eingöngu um að finna sem fyrst sjúkdóma og veita hjálp við þeim. Við vísum fólki til annarra lækna eða deilda ef eitthvað kemur í ljós. Hóparnir sem til okkar koma eru býsna mis- munandi. Við sjáum enga ferðamenn því þeir sem 376 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.