Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Síða 61

Læknablaðið - 15.04.2005, Síða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚTLENDINGAR í HEILBRIGÐISKERFINU dvelja skemur en í þrjá mánuði þurfa ekki að fara í skoðun. Þeir sem koma geta verið venjulegir innflytjendur, námsmenn, flóttamenn eða farand- verkamenn." Starf þeirra Þorsteins og Ástríðar er fólgið í því að gera almenna læknisskoðun og kynna sér sjúkrasögu innflytjenda. Þau gera berklapróf á öllum sem eru yngri en 35 ára og skima blóð fyrir smitsjúkdómum, einkum HIV, lifrarbólgu B og sárasótt. En fer það ekki að einhverju leyti eftir því hvaðan menn koma fyrir hverju er skimað? Ástríður: „Jú, það fer dálítið eftir því. Við fylgjum leiðbeiningum frá Haraldi Briem en metum það í hverju tilviki að hverju þarf að leita. Þegar fólk kemur frá Bandaríkjunum er kannski ekki ástæða til að skoða sömu hluti og í fólki frá Filippseyjum, svo dæmi sé tekið.“ - Koma ekki upp siðferðileg álitamál varðandi þessa skimun? Þorsteinn: „Jú, þau geta komið upp, ekki síst spurningin um HIV. Mitt sjónarmið er að það sé gott að finna sjúkdóma áður en þeir breiðast út og því er rétt að skima fyrir öllum algengustu smitsjúkdómum. Feluleikurinn sem viðhafður er í kringum alnæmi í Afríku hefur ekki leitt neitt gott af sér og það er engin ástæða fyrir okkur að halda honum áfram. En við viljum ekki fá á okkur þá ímynd að við stundum eitthvert lögreglustarf. Þá gæti orðið erfitt að sinna þessu starfi.“ Túlkar eru nauðsynlegir Þeir sem þurfa að sinna innflytjendum reka sig strax á stærstu hindrunina sem er tungumálið. Hvernig gengur læknum að eiga samskipti við fólk sem ekki skilur íslensku og talar ekkert tungumál sem þeir skilja? Ástríður: „Við höfum lagt mikið upp úr því að nýta okkur þá túlkaþjónustu sem er fyrir hendi og nota viðurkennda túlka en ekki að hafa samskipti í gegnum fjölskyldumeðlimi og alls ekki börn. Það er ekki góð reynsla af því að nota vinnufélaga eða vinnuveitendur sem túlka, þeir þurfa að vera fag- legir og hlutlausir. En að sjálfsögðu er ekki alltaf hægt að fylgja þessari reglu. Það er mikilvægt að túlkarnir njóti trausts. Stundum vill fólk ekki hafa þann túlk sem við höfum útvegað heldur vill sjálft hafa vin eða ættingja með sér og þá er ekki annað að gera en virða það.“ - Eru alltaf tiltækir túlkar? Þorsteinn: „Það er ekki alltaf en af því við stund- um ekki bráðalækningar þá eigum við hægara með að fá fólk til okkar á þeint tíma sem túlkar eru til taks. Ef sú staða kemur upp að ekki næst í túlk verð- um við að gefa fólki nýjan tíma því ef ekkert samtal getur farið fram þá er ekkert vit í starfseminni.“ Ástríður: „Það eru líka mannréttindi innflytj- Þorsteinn Blöndal og enda að fá túlk, geta tjáð sig og átt öruggt samtal Ástríður Siefánsdóuir. við lækni. Það er hvorki boðlegt fyrir lækni né sjúkling að samtalið fari fram með bendingum og ágiskunum.“ Menningarmunur En það er ekki bara tungumálið sem skapar sam- skiptaerfiðleika. Oft gerir menningarmunur, trúar- viðhorf og jafnvel hégiljur og hindurvitni fólki erfitt fyrir. Hver er reynsla ykkar af því? Ástríður: „Jú, þótt við sjáum kannski ekki eins mikið af slfku og þar seni farið er dýpra í líf einstak- lingsins. Það sem er mikilvægast fyrir okkur hér er að ávinna okkur traust innflytjenda. Stundum þurf- um við að framfylgja meðferð í hálft eða jafnvel heilt ár og þá reynir oft á þennan menningarmun. Það sem hjálpar til er að í flestum tilvikum eiga menn einhverja að, vini eða ættingja sem hafa dvalið hér á landi og geta aðstoðað þá og frætt. Vissulega höfum við rekið okkur á það að samtal sem við töldum vera í gangi var það ekki því það sem við sögðum skilaði sér ekki. Á þessu er erfitt að átta sig og þetta kemur manni alltaf jafnmikið á óvart.“ Læknablaðið 2005/91 377

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.