Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2005, Page 62

Læknablaðið - 15.04.2005, Page 62
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚTLENDINGAR í HEILBRIGÐISKERFINU Þorsteinn: „Þetta á ekki síst við fólk frá Aust- urlöndum fjær, Tælandi, Víetnam, Kína og Japan. Menning þeirra er svo ólík okkar.“ Ástríður: „En þegar þau komast inn í málin hér á landi er oft eins og þau treysti okkur betur en kollegum okkar í heimalandi þeirra. Þau fara oft að spyrja okkur ráða í vandamálum ættingja sinna heimafyrir." - Á fundinum í Reykjavíkurakademíunni var- aðir þú við því að túlkarnir væru látnir túlka of mikið, Ástríður. Hvað áttirðu við með því? Ástríður: „Það sem ég átti við var að túlkar eiga það til að túlka ekki bara það sem sagt er heldur líka það sem meint er. Þá er sú hætta fyrir hendi að túlkurinn myndi eins konar ntúr á milli menningar- heima. Eg vil fá að vita hvað manneskjan segir og reyna svo að setja mig nógu vel inn í menningar- heim hennar til þess að skilja það sem hún á við.“ Reynslan að verða til - Hvernig eru innflytjendur sem þið fáið til ykkar upplýstir um réttindi sín í íslenska heilbrigðiskerf- inu? Þorsteinn: „Það er allur gangur á því. Mig grun- ar að upplýsingar um tryggingar innflytjenda fari nokkuð leynt. Stundum er fólk í kerfinu heldur ekki nógu vel upplýst. Til dæmis á skoðunin sem við gerum að vera innflytjendum að kostnaðar- lausu, í það minnsta það sem lýtur að smitsjúk- dómunum, en það hefur viljað bregða við að stofn- anir sem við þurfum að eiga samskipti við reyni að rukka fólkið. Þá eru nienn kannski að blanda saman leit að smitsjúkdómum og svo öðrum tilfall- andi sjúkdómum sem koma í ljós við skoðun. Þetta getur verið erfitt fyrir innflytjendur, einkum ef þeir koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Reglurnar eru þannig að fólk utan EES nýtur ekki trygginga í íslenska heilbrigð- iskerfinu fyrr en eftir hálfs árs dvöl hér á landi. Á þessu hálfa ári verður fólk að kaupa sér tryggingu sem kostar á bilinu 30.000-60.000 krónur með mis- mikilli sjálfsábyrgð. Við getum því staðið frammi fyrir því að stofna til mikilla útgjalda fyrir viðkorn- andi ef við sendum hann í meðferð strax eins og við erum vön. Við reynum því að fresta meðferð ef hægt er þangað til fólkið er komið inn í kerfið.“ - Hvernig er háttað upplýsingum til heilbrigðis- starfsfólks um þessi mál? Ástríður: „Þetta er svo nýtt að þekkingin og reynslan er að verða til. Auk þess er löggjöfin að breytast. En ég held að heilbrigðisstarfsfólk sé að verða meira meðvitað.“ Heilsufarið er hluti af aðlöguninni - En er nógu vel staðið að heilbrigðisþjónustu við innflytjendur? Þorsteinn: „Það er erfitt fyrir okkur að segja um. En öll tölfræði segir okkur að það borgi sig að gera vel við þá sem hingað vilja koma, það skilar sér fljótt. Þetta er upp til hópa vinnusamt fólk sem vill komast áfram í samfélaginu.“ Ástríður: „Ég held að það þurfi að gera átak bæði í mennta- og heilbrigðismálum innflytj- enda. Ég er hrædd um að málefni innflytjenda vilji verða úti milli ráðuneyta. Þau heyra undir félagsmálaráðuneytið en ýmis þjónusta sem innflytjendur þurfa heyrir undir önnur ráðuneyti, til að mynda menntamála- og heilbrigðisráðuneyti. Hættan er sú að við gerum mistök og missum af miklum mannauði. Ástandið í heilsugæslunni hér í höfuðborginni hjálpar heldur ekki til. Sennilega er mikilvægara fyrir innflytjendur en innfædda að hafa fastan heimilislækni en á þeim er hörgull hér í borginni. Við fáum fólk til okkar sem hvergi kemst að í kerfinu. Oft endar fólk á bráðamóttöku með vandamál sem ekki eiga þar heima og þurfa að borga meira fyrir en í heilsugæslunni.“ - Á fundinum var því haldið fram að heilbrigð- isþjónuslan þyrfti að velja sér markhópa í röðum innflytjenda, fólks sem ástæða væri til að sinna betur en öðrum. Þar voru nefndar til konur á aldr- inum 20-30 ára. Hvers vegna? Ástríður: „Já, ég held að þetta sé rétt. Það er víðar en hér á Islandi sem konur bera ábyrgð á heilbrigðismálum fjölskyldunnar. Þess vegna þarf að auðvelda þeim aðgang að þjónustunni. I gegn- um þær náum við betur til barnanna og jafnvel eiginmannanna.“ Þorsteinn: „Það er líka hlutverk heilbrigðis- starfsmanna að einskorða sig ekki við heilsufar innflytjenda heldur að setja sig inn í þann ntenn- ingarmun sem er til staðar og reyna að brúa bilið. Með því móti hjálpa þeir til við aðlögun innflytj- enda sem þarf að ganga vel fyrir sig.“ Ástríður: „Aðlögunin hlýtur að vera í því fólgin að fólk geti notið sín í samfélaginu og að samfé- lagið njóti krafta þess. Það næst ekki bara með því að kenna fólki íslensku þótt það sé mikilvægt. Heilsufarið er hluti af aðlöguninni." Þannig lauk spjallinu við þau Þorstein og Ástríði. Það væri hins vegar ástæða til að heyra frá fleiri læknum sem hafa öðruvísi reynslu af sam- skiptum við nýja íslendinga. Meira um það síðar. 378 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.