Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRETTIR / FARALDSFRÆÐI 44 Faraldsfræði í dag Mælingar á gæðum Vaxandi áhersla er lögð á skipulega gæðaþróun og gæðaeftirlit í heilbrigðiskerfinu. Beitt er ýmsum aðferðum við þetta starf en allar fela þær í sér ein- hvers konar mælingar á gæðum. Gæði í heilbrigðis- kerfinu má skilgreina og nálgast með margvíslegum hætti, til dæmis talaði Avidis Donabedian um hinar sjö meginstoðir gæða (gagnsemi, afköst, áhrif, skil- virkni, ásættanleiki, réttmæti og sanngirni) (1). Vegna margbreytileika gæða í heilbrigðisþjónustu hafa menn skilgreint svokallaða gæðavísa (qual- ity indicators). Gæðavísar eru einfaldar tölulegar upplýsingar, gjarnan í formi talninga eða hlutfalls, sem gefa vísbendingu um gæði skilgreindra verk- ferla eða útkoma í heilbrigðisþjónustu. Ástæða er til að leggja áherslu á að gæðavísir er ekki sönnun um að gæðabrestur sé til staðar heldur eingöngu vísbending. Ef gæðavísir „slær út“, það er fer yfir eða undir þau mörk sem skilgreind eru sem eðlileg fyrir viðkomandi gæðavísi, er það ekki sönnun um að eitthvað hafi farið úrskeiðis, heldur þarf að afla frekari gagna og fara ofan í saumana á málinu til að ganga úr skugga um hvort allt sé með felldu. Gæðavísar eru nýttir á margvíslegan hátt í gæðaþróun, svo sem til að mæla útkomu, árang- ur, aðgengi, nýtingu og kostnað. Þannig má meta gagnsemi og árangur af heilbrigðisþjónustu og heilbrigðispólitík. Gæðavísa má nota til stefnu- mótunar og til samanburðar yfir tíma, milli staða, stofnana og svo framvegis. Gæðavísar eru notaðir fyrst og fremst við þrenns konar aðstæður. I fyrsta lagi eru þeir nýttir til að fylgjast með gæðum jafnt og þétt (surveill- ance) og eru þannig hluti af stöðugri gæðaþróun. Dæmi um slíka gæðavísa eru fjöldi sársýkinga eftir aðgerð eða fjöldi legusára. í öðru lagi eru þeir hluti af úttekt á þjónustu (audit) þar sem farið er yfir ákveðna flokka þjónustu með tilteknu millibili (til dæmis mánaðarleg uppgjör á nýtingu skurð- stofa). Loks eru gæðavísar iðulega nýttir ásamt öðrum gögnum í útkomurannsóknum (outcomes research) og við mælingar á árangri (til dæmis hlut- fall sjúklinga sem útskrifast heim eftir heilablóðfall eða dánartíðni eftir kransæðastíflu) en einnig við gerð einkunnaspjalda (report cards) fyrir heil- brigðisstofnanir (til dæmis dánartíðni, sýkingar eftir aðgerð, legulengd). En hvað á að mæla? Albert Einstein sagði „Not everything that counts can be counted; not everything that can be counted counts.“ Þetta á mjög vel við í heilbrigðisþjónustunni - þar er til nóg af gögnum til að mæla en sumt af því gefur ekki gagnlegar upplýsingar. Á hinn bóginn er það sem við viljum raunverulega afla vitneskju um ekki alltaf mælanlegt. Við verðum því að velja og skilgreina gæðavísana mjög vandlega, það er betra að hafa fáa en góða vísa. Oftast byggir val gæðavísa á fyrirliggjandi upplýsingum til dæmis frá öðrum stofnunum eða á áliti sérfræðinga. í sumum tilfellum eru notuð fyrirliggjandi gögn til að bera kennsl á þá þætti er hafa forspárgildi hvað varðar gæði (data driven approach) og vísar valdir út frá því. Við val gæðavísa má ekki einblína á það sem er auðvelt að mæla en auðvitað þurfa þeir að vera mælanlegir. Oftast er valið fleira en eitt atriði og búið til sett af gæðavísum sem gefur þá þokka- lega heildarmynd af ferlinu sem verið er að skoða. Gæðavísir verður að standa fyrir þau atriði sem hægt er að hafa áhrif á, að öðrum kosti gagnast hann ekki til gæðaþróunar þó svo að gögnin geti í sjálfu sér nýst til annarra verkefna. í stefnumiðuðu árangursmati (e. balanced scorecard) er talað um velgengnisþætti (critical success factors) en það eru þau atriði sem endurspegla árangur og gefa til kynna hvort markmiðum hafi verið náð. Til að gæðavísir nýtist til gæðaþróunar þarf hann að end- urspegla það sem skiptir máli í ferlinu sem skoða á, hann þarf að tengjast einhverri orsök sem við viljum hafa áhrif á og tengjast afleiðingu/útkomu sem skiptir máli. Góður gæðavísir endurspeglar breytingar á verkferlum, ástand og árangur af um- bótum. Dánartíðni, sýkingar og fæmi til athafna daglegs lífs geta þannig verið gæðavísar fyrir með- ferð á sjúkrastofnunum. Ánægja sjúklinga og fjöldi ónýttra tíma gætu verið gæðavísar á göngudeild eða einkastofu. Legulengd og sjúkrahúskostnaður endurspegla rekstrarleg gæði og geta því verið gæðavísar sjúkrahúsrekstrar. Eðli gæðavísa getur því verið bæði klínískt og rekstrarlegt og oft er myndin blönduð, til dæmis hvað varðar legu- lengd. Gæðavísar heilbrigðisþjónustu geta einnig litast af þáttum utan hennar, svo vem félagslegum aðstæðum og gildum (tíðni þungana meðal ung- lingsstúlkna) og félagslegri aðstoð (tíðni innlagna meðal aldraðra). Næst verður fjallað um gæðavísa sem mæli- kvarða og þá eiginleika sem slíkir kvarðar verða að uppfylla. Heimild 1. Donabcdian A. The seven pillars of quality. Arch Pathol Lab Med 1990; 114:1115-8. María Heimisdóttir mariahei@landspitali.is María er faraldsfræðingur á Landspítala. Læknablaðið 2005/91 383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.