Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÍÐORÐ 180 Faraldsfræði Fyrir milligöngu íslenskrar málstöðvar barst fyrirspurn um þýðingu á heitinu epidemiology. Fyrirspyrjandi vildi gera greinarmun á faralds- fræði, sem hann taldi almennt notað um útbreiðslu sjúkdóma, og faraldursfræði, sem ætti sérstaklega við um útbreiðslu farsótta. Undirritaður kannaðist ekki við þessa aðgreiningu og lýsir nú eftir athuga- semdum frá lesendum um málið. Bæði heitin voru tilgreind í 42. pistli (Fréttabréf lækna 1993; 11: 6). Tilefnið var stutt bréf frá Ólafi Ólafssyni, landlækni, þar sem hann sagði frá því að heitið faraldsfræði hefði orðið til í starfshópi sem vann að undirbúningi á hóprannsókn Hjartaverndar árin 1967-1968. Naut hann meðal annars aðstoðar Vilmundar Jónssonar, fyrrum landlæknis. Farald - faraldur Gaman er að skoða upprunann. í ritmálssafni Orðabókar Háskólans finnast dæmi um: 1. hvorug- kynsnafnorðið farald (4 dæmi, það elsta frá miðri 19. öld), 2. hvorugkynsnafnorðið faraldur (34 dæmi, það elsta frá síðari hluta 16. aldar) og 3. karlkynsnafnorðið faraldur (19 dæmi, það elsta einnig frá síðari hluta 16. aldar). Ekki verður sagt að eitt þeirra sé „réttara” en annað, en sum dæmin eru lýsandi: 1. - kom þá dœmalaust farald á hunda og ketti. 2. Kom faraldur þetta á aðra bœi, efhestar þeirra átu átfóður eður moð á Hömrum. 3. - géck mikill hundafaraldur í Svíaríki. Óhætt er að fullyrða að nú sé eingöngu karl- kynsnafnorðið faraldur (faraldurinn) í almennri notkun. íslensk orðabók Eddu tilgreinir engu að síður bæði orðin farald og faraldur. Faraldsfræði - faraldursfræði íðorðasafn lækna birtir eingöngu heitið faralds- fræði og þá sem einu íslensku þýðinguna á epidemi- ology. í Orðabanka íslenskrar málstöðvar má hins vegar finna heitið faraldursfræði í Líforðasafninu og í heitum úr landafræði. Ekki kemur neitt annað fram en að þau séu jafngild samheiti. Læknisfræðiorðbók Dorlands lýsir því að epidemi- ology sé frœðigrein sem fáist við þá þœtti sem ákvarða og hafa áhrif á tíðni og útbreiðslu sjúk- dóma, áverka og annarra heilsutengdra atburða. Aðgreining farsótta og annarra sjúkdóma fær því ekki stuðning í þessum gögnum. Einföld leit á netinu leiðir í ljós að heitið far- aldsfræði (1794 síður) er þar mun oftar notað en faraldursfræði (52 síður). Faraldssaga Að lokum vill undirritaður vekja athygli á orðinu far- aldurssaga, sem kom í ljós við uppflettingar í Orðabók Háskólans. Það (eða nýyrðið faraldssaga) má hæg- lega nota í stað heitisins faraldsfræði þegar sagt er: Epidemiologian erþannig að.... Er ekki miklu betra að segja: Faraldssaga sjúkdómsins erþannigað... ? Blokki - blokkari Þorkell Jóhannesson, prófessor emeritus, er einn af þeim sem alltaf lesa íðorðapistlana vandlega. Hann sendir óhikað kveðju í tölvupósti þegar honum finnst ástæða til, hvort heldur er til að lýsa samþykki sínu á einhverri tillögunni eða annarri skoðun. Skal það hér með þakkað. í 176. pistli var meðal annars sagt frá heitinu blokki, sem hefur verið notað um efni sem hindra verkun annarra efna um viðtaka. Þorkell sagðist í áratugi hafa notað heitið blokkari í lyfjafræðikennslu sinni. Hann gat þess að það beygðist eins og brokkari, enda hestamaður góður. Jóhann Heiðar Jóhannsson johannhj@landspitali. is Number needed to treat Bjarni Þjóðleifsson, yfirlæknir, sendi beiðni um leit að heiti til að tákna þann fjölda sjúklinga sem meðhöndla þarf (number needed to treat, NNT) til að tiltekinn árangur náist. Þetta hugtak er notað í gagnreyndri læknisfræði þegar verið er að lýsa fyr- irbyggjandi meðferð. Dæmið sem oft er tekið er að sex börn þurfi að bólusetja með inflúensubóluefni til að koma í veg fyrir hvert tilfelli af inflúensu (NNT=6). Annað dæmi er að meðhöndla þurfi 42 sjúklinga, sem fengið hafa hjartadrep, í tvö ár með betablokkurum til að koma í veg fyrir eitt tilfelli af skyndidauða (NNT=42). Lítil hugljómun hefur orðið og undirritaður ákvað að byrja á því Jóhann Heiðar er læknir á Landspítala Hringbraut. einfaldasta, nauðsynleg- ur mcðfcrðafjöldi. Hugs- anlega má líka búa til samsett nafnorð, svo sem árangursskil eða árang- ursskilafjöldi. Lýsa má árangri þannig: Sex bólu- setningar koma í vegfyrir eitt tilfelli af inflúensu. Árangursskilin eru því 1/6 (einn á móti sex) og árangursskilafjöldinn 6. Hér með er óskað eftir athugasemdum eða fleiri tillögum. Case manager Að lokum skal tekin upp gömul beiðni frá Sigurði Guðmundssyni, landlækni. Hann var að leita að góðum íslenskum heitum til að nota um hugtökin case management og case manager. Hann lýsti því að síðara heitið næði til heilbrigðisstarfsmanns sem væri nokkurs konar leiðsögumaður sjúklings um völundarhús greiningar og meðferðar og gæti átt við utan stofnana sem innan. Hlutverk hans getur einnig verið að reka á eftir og sjá til þess að staðið sé við allar áætlanir. Á einfaldasta hátt má segja að heitið meðferðarfulltrúi geti skilað því sem þarf. Tengill og tengiliður koma einnig til greina. Lýst er eftir tillögum lesenda. Læknablaðið 2005/91 781
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.