Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Qupperneq 2

Fréttatíminn - 05.12.2014, Qupperneq 2
Komdu inn úr kuldanum www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af öruggri vetrarumferð Forgangur ráðherra í heilbrigðiskerfinu Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sent heilbrigðisráðherra fyrir- spurn um forgang ráðherra og þing- manna í heilbrigðiskerfinu. Tilefni fyrir- spurnarinnar er viðtal við fyrrverandi landlækni, Ólaf Ólafsson, í Fréttatím- anum í síðustu viku um heilbrigðismál þar sem Ólafur lét eftirfarandi orð falla: „Einhvern veginn er það líka þannig að ráðherrar og þingmenn lenda ekki á biðlistum.“ Jón Þór spyr heilbrigðis- ráðherra hvort hann viti til þess að ráð- herrar og þingmenn njóti forgangs og ef svo sé, í hverju hann sé fólginn. Ef ráð- herra viti ekki til þess, þá spyr Jón Þór hvor hann muni láta rannsaka hvort svo sé. Ef það aftur á móti reynist rétt að ráðherrar og þingmenn njóti forgangs, þá spyr Jón Þór hvort ráðherra muni þá sjá til þess að hann verði lagður af. Jón Þór óskar eftir skriflegu svari. -hh  Heilbrigðismál Óformleg könnun meðal íslenskra sérfræðinga Meiriháttar hrun lækna- stéttarinnar fram undan Ríflega helmingur íslenskra sérfræðinga er tilbúinn eða ákveðinn að yfirgefa landið. Ásættanleg kjarabót kæmi í veg fyrir það. Ó formleg könnun meðal ís-lenskra sérfræðinga sem lögð var fyrir þá í október síðastliðnum sýnir að 52% þeirra sérfræðinga sem starfa á Íslandi eru tilbúnir eða eru ákveðnir í að yfirgefa landið. Af þeim myndu 92% hætta við flutning ef ásættan- leg kjarabót fengist. Könnunin var lögð fyrir íslenska lækna bæði hér á landi sem og ytra. Hún var send út á hóp íslenskra lækna á póstlista Læknafélags Íslands og Facebook hóp og var úrtakið um 1250 manns, allt læknar sem eru tengdir á ein- hvern hátt íslenska heilbrigðiskerf- inu. 833 svör fengust frá læknum á öllum stigum, lokastigi læknanáms til sérfræðinga. „Ef heldur fram sem horfir í íslenska heilbrigðis- kerfinu og laun lækna og aðstaða verði ekki bætt blasir hræðileg staða við. Eftir uppsagnir þriggja meltingarlækna LSH er aðgengi að inngripum, eins og t.d. maga- og ristilspeglun, ekki möguleg með auðveldum hætti. Fyrir um 40 árum síðan dóu sjúklingar úr blæðandi magasárum, nú gætum við farið að sjá þau tilfelli aftur. Sérhæfð inngrip í gallveg og bris verða varla framkvæmanleg lengur á Íslandi því að enginn er eftir til að gera þau. Það sama gildir um MS- og Parkinsonlækningar, þar er staðan vægast sagt hörmuleg vegna brottfalls taugalækna sem hafa gefist upp,“ segir Davíð Þóris- son, læknir á bráðamóttökunni í Fossvogi. Tvær mikilvægar spurningar voru skoðaðar þar sem annars vegar var kannaður vilji lækna er- lendis til að snúa aftur til Íslands eftir sérnám og hins vegar hvort læknar sem eru að starfa á Íslandi hafi íhugað að hætta og flytja utan. Niðurstöður fyrri spurningar- innar eru mjög svipaðar og í sam- bærilegri könnun sem gerð var árið 2012 þar sem mikill meiri- hluti lækna erlendis sagðist ekki vilja snúa aftur heim að loknu sér- námi. Um 25% lækna hafa ákveð- ið að snúa aftur en fæstir þeirra á næstu árum, 30% telja ólíklegt að þeir snúi aftur og 45% er óákveð- inn. 94% þeirra myndu sterklega íhuga að flytjast heim ef grunnlaun hækkuðu ríflega. 52% sérfræðinga vilja fara Niðurstöður seinni spurningarinn- ar eru ekki síður sláandi en ef tekin eru út svör 349 sérfræðinga þá hafa 45% sterklega íhugað að flytja til útlanda á næstu árum og 7% þeg- ar ákveðið að flytja. Það þýðir að 52% sérfræðinga sem nú starfa á Íslandi eru mjög líklega að flytja utan innan eins árs. Þetta gerir 181 sérfræðing sem mun hverfa af landi brott. „Könnunin endurspeglar að stóru leyti það sem við höfum áhyggjur af – í vændum er meiri- háttar hrun læknastéttarinnar á Íslandi. Ofangreindar tölur end- urspegla það sem ég nú heyri nú sífellt oftar á göngum spítalans. Læknar eru farnir að hugsa næstu skref og eru tilbúnir að taka þessa stóru ákvörðun. Nýlega heyrði ég af morgunfundi á gjörgæsludeild LSH þar sem allir viðstaddir sér- fræðingar sögðust tilbúnir að segja upp og flytja til útlanda. Eitthvað þarf að breytast – stuðn- ingur almennings er almennur en skilningur ráðamanna er lítill og þeir sjást ekki á biðstofu bráðamót- tökunnar og hafa því ekki skilning á því hversu illa er komið fyrir heil- brigðiskerfinu,“ segir Davíð. Eva Magnúsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Davíð Þórisson, læknir á bráðamót- tökunni í Fossvogi. 80 60 40 20 0 < 35 ára 36-40 ára 41-45 ára 46-50 ára 51-55 ára 56-60 ára 61-65 ára >65 ára Ætla að flytja innan 5 ára Hef sterklega íhugað það Ætla ekki að flytja Alls afstaða sérfræðinga á íslandi til flutninga til útlanda 100 75 50 25 0 < 30 ára 31-35 ára 36-40 ára 41-45 ára 46-50 ára 51-55 ára 56-60 ára 61-65 ára >65 ára Hef ekki tekið ákvörðun Mun flytja innan 10 ára Mun mjög ólíklega flytja Alls afstaða íslenskra lækna erlendis til flutninga Heim Karlmaður sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisvistar fyrir nauðgun í Héraðs- dómi Reykjaness hyggst áfrýja dómnum.  dÓmsmál karlmaður sakfelldur fyrir að Hafa munnmök við sofandi mann Áfrýjar tveggja ára nauðgunardómi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi mann í tveggja ára fangelsi í síð- ustu viku fyrir nauðgun. Sá ákærði var sakfelldur fyrir að hafa haft munnmök við sofandi mann. Guð- bjarni Eggertsson, verjandi manns- ins, segir ákærða ætla að áfrýja dómnum. „Miðað við það hvernig dómurinn er og rökin þá tel ég til- efni til þess að áfrýja og hygg að sá ákærði geri það,“ segir Guðbjarni sem vildi ekki tjá sig frekar um málið. Í dómnum kemur fram að brot- ið hafi verið framið aðfaranótt laugardagsins 7. apríl, í eftirpartíi í Reykjavík, þar sem hópur fólks hafi verið samankominn. Brotaþoli fékk leyfi húsráðanda til að gista en vaknaði síðar upp við það að sá ákærði, sem var gestur í húsinu, var að hafa við hann munnmök gegn hans vilja, og nýtti sér þann- ig, að því er segir í dómnum, ölvun hans og svefndrunga til að brjóta á honum. Sá ákærði segist hafa haft löngun til að eiga kynferðisleg samskipti við ákæranda og síðar hafi málin þróast með þeim hætt að hann hafi haft munnmök við brotaþola, með samþykki hans. Í dómnum kemur fram að brota- þoli hafi reynt að gleyma mál inu en ákveðið að kæra atvikið ári síð- ar, eft ir að hafa séð mann inn með bróður sín um. Hinn ákærði var auk tveggja ára fangelsisdóms dæmd- ur til að greiða brotaþola 800.000 krónur í miskabætur, 627.500 krón- ur til verjanda síns, Guðbjarna Egg- ertssonar hæstaréttarlögmanns, og þóknun lögmanns brotaþola, Brynjólfs Eyvindssonar, 188.250 krónur. -hh Reykjavík ódýrust Ódýrast er fyrir barnafjölskyldur að búa í Reykjavík miðað við mismunandi fjöl- skyldustærðir, aðstæður þeirra og tekjur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjár- málaskrifstofu borgarinnar. Í kynningunni eru sýnd svokölluð fjölskyldudæmi, en í þeim eru reiknuð útgjöld ákveðinna fjölskyldustærða miðað við gildandi gjald- skrár borgarinnar og þau borin saman við útgjöld hjá öðrum sveitarfélögum. Þær forsendur sem gefnar eru í hverju dæmi eru fjölskyldustærð, tekjur, stærð húsnæðis, fjöldi barna og aldur þeirra. Dæmin eru sex talsins og sýna samanburð á fjölskyldum með 1, 2 og 3 börn, þar sem foreldrar eru annars vegar í sambúð og hins vegar einstæðir. Í dæmunum er miðað við fyrirliggjandi gjaldskrártillögur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 en fyrir önnur sveitarfélög en Reykjavík er miðað við gjaldskrár ársins 2014, þar sem gjaldskrártillögur þeirra hafa ekki verið samþykktar af bæjarráðum og liggja ekki fyrir. - hh Íslandsbanki selur risahús Íslandsbanki hefur selt Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Byggingin er um 14.500 fermetrar og með um 9.000 fermetra bílakjallara. Íslandsbanki eignaðist fast- eignina árið 2011 eftir skuldauppgjör við fyrri eiganda. Fasteignin var auglýst til sölu í byrjun árs 2012. Kaupendur eru félög í eigu Pálmars Harðarsonar, Skúla Gunnars Sigfússonar og Hilmars Þórs Kristinssonar. Kaupverð er trúnaðar- mál. Vímulaus æska fagnar nýju húsnæði Samtökin Vímulaus æska-Foreldra- hús, fögnuðu nýjum húsakynnum að Suðurlandsbraut 50 (í Skeifunni) í gær, fimmtudag. Samtökin voru með mót- töku fyrir vini og velunnara síðdegis og fögnuðu áfanganum. Þau eiga 28 ára starfsafmæli í vetur. 2 fréttir Helgin 5.-7. desember 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.