Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Side 17

Fréttatíminn - 05.12.2014, Side 17
 AkrAnes TAugArnAr eru sTerkAr hjá úTvArpsmAnninum ÓlA pAllA Óli Palli gerir upp fornfrægt hús á Akranesi ú tvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson hefur látið gamlan draum rætast og keypt gamalt hús í heimabæ sínum, Akranesi. Húsið er 100 ára gamalt og ætlar Óli Palli að taka tíma í það gera það upp. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir um ári þegar ég var að vinna við árlegt útvarp Akraness, sem var sent út í næsta húsi við þetta hús,“ segir Óli Palli. Húsið heitir Sunnu- hvoll og stendur við Akratorg, í hjarta bæjarins. „Það hafa marg- ir góðir Skagamenn búið í þessu húsi og þarna var lengi skraddari góður með saumastofu, sem m.a saumaði fyrstu hljómsveitarbún- inga Dúmbó og Steina,“ segir Óli Palli. „Þetta hús var búið að vera lengi til vandræða og var búið að standa autt í einhverja 18 mánuði. Ég fékk þá flugu í höfuðið að taka það í gegn og við fjölskyldan réð- umst bara í það.“ Óli Palli er handlaginn maður og finnst fátt skemmtilegra en að taka til hendinni. „Pabbi er smið- ur og ég hef oft hjálpað honum og hef gaman af því að smíða. Það er ákveðin innri íhugun sem felst í því, hálfgert jóga,“ segir Óli. Óli hefur lengi gengið með þann draum að flytja í heimabæinn en segir það ekki vera á teikniborð- inu, þó margt geti breyst. „Taug- arnar eru sterkar,“ segir Óli. „Það er þó ekkert á stefnuskránni, þann- ig. Það er samt aldrei að vita þeg- ar ríkið tekur göngin yfir. Þá er kannski von til þess að veggjaldið leggist af. Það er stutt á milli Akra- nes og Reykjavíkur og mér finnst gaman að keyra. Ég fæ bestu hug- myndirnar í bílnum og sé aldrei á eftir tímanum sem fer í það að keyra á milli staða,“ segir Óli. Hann er ekki búinn að ákveða hvaða tilgang Sunnuhvoll fær, en segir tækifærin mörg. „Hugmynd- irnar eru stutt á veg komnar en það væri gaman að halda úti einhvers- konar ferðamannagistingu af ein- hverju tagi. Það er almenn bjart- sýni í bænum svo möguleikarnir eru miklir.“ -hf Óli Palli við Sunnuhvol á Akranesi. Ég hef fulla trú að þetta takist, þó ég sér svolítið kvíðinn líka, segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sem ætlar í hot- jóga tíma í jólapeysunn sinni. Mynd/Hari  jÓlApeysAn gunnAr einArsson, bæjArsTjÓri í gArðAbæ Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, lætur ekki sitt eftir liggja í jólapeysukeppni Barna- heilla í ár og tekur þátt með mjög svo óvenjulegri áskorun. Gunnar, sem er íþróttamaður mikill, ætlar að fara í hot-jóga tíma, íklæddur jólapeysu úr lopa. Þ að er mjög góð spurning, hvað mér gengur til, en fyrst og fremst er ég að styðja málefnið, segir Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri í Garðabæ, um jólapeysuáskorunina, en í ár safna Barnaheill fyrir Vináttu, forvarn- arverkefni gegn einelti í skólum. Gunnar ætlar að fara í hot-jóga í lopapeysu af þessu tilefni. „Ég er alvanur hot-jóga og hef stundað það síðan í ágúst og fer þrisvar sinnum í viku. Ég þekki hit- ann en þetta er erfitt sport svo þetta er um leið mikið áhættuatriði.“ Gunnar spilaði handknattleik í fjölda ára og spilaði lengst af með FH. Einnig spilaði hann erlendis og á að baki landsleiki í greininni. „Hitinn í þessum tímum er í kring- um 30-40 gráður og alla jafna er maður mjög léttklæddur í þess- um tímum. Það er því ekki vitað hvernig mér muni reiða af en ég hef fulla trú á að þetta takist, þó ég sé svolítið kvíðinn líka.“ Tímarnir í hot-jóga eru annað- hvort 75 eða 90 mínútur en bæjar- stjórinn ætlar að láta styttri tím- ann duga, í ár. „Það er aldrei að vita ef vel tekst til að maður láti sig hafa 90 mínúturnar á næsta ári,“ segir Gunnar. „Ég vona að þetta verði til þess að einhverjir sjái sér fært að styðja verkefnið með því að heita á mig í þessu verkefni. Til þess er nú leikurinn gerður. Ég er ekki með neitt markmið í þeim efnum og er sáttur með allt sem kemur inn,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segir hreyfingu mikil- væga og stundar alla þá hreyfingu sem hann hefur tíma til þess að stunda. Hann mælir þó sérstak- lega með hot-jóga. „Þetta er frábær hreyfing og gerir manni mjög gott. Maður á auðveldara með svefn og hugarfarið verður svo jákvætt. Þetta bætir öndunina mikið og maður verður allur léttari, þetta er bara gott á allan hátt,“ segir Gunn- ar Einarsson bæjarstjóri. Aðrar áskoranir í jólapeysu- keppni Barnaheilla eru m.a þær að Vilborg pólfari ætlar að labba afturábak upp Esjuna, Pollapönk mun spila á tónleikum í jólapeys- um og Már Guðmundsson seðla- bankastjóri mun tilkynna vaxta- ákvörðun íklæddur jólapeysu. Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á www.jolapeysan.is Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Fer í hot-jóga þrisvar í viku Bo og Bubbi berjast um Þorláksmessuhlustun Menningarfélag Hafnafjarðar stendur fyrir tónleikum í Bæjarbíói í Hafnarfirði á Þorláksmessu. Björgvin Hall- dórsson mun ásamt hljómsveit flytja öll sín bestu lög á tónleikunum og til stendur að senda tónleikana út beint á Rás 2. Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens munu því fá harða samkeppni um hlustun landsmanna, því Bylgjan sendir út tónleika hans, sem fara fram í Hörpu. Jimmy Carr mætir í Hörpu Jimmy Carr er breskur uppistandari, sjón- varpsmaður og leikari sem er þekktastur fyrir óviðjafnanlegan hlátur, hárfínan, kolsvartan húmor og vafasama brandara. Carr geystist inn á grínvöllinn árið 2000 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Jimmy hefur selt yfir milljón DVD diska og verið gestgjafi í ótal sjónvarpsþáttum en uppi- stand fyrir framan áhorfendur er tvímæla- laust hans sérgrein. Uppistandið verður í Hörpu 22. mars og hefst miðasalan 18. desember. Syngjum saman Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur í dag, föstudag. Sérstök hátíðar- dagskrá er haldin í Hörpu klukkan 11 þar sem tilnefningar til íslensku tónlistarverð- launanna verða kynntar og veitt verða verðlaun til fjölmiðlamanns sem þykir hafa skarað fram úr í stuðningi við íslenska tón- list. Einnig er mælt með því að landsmenn kveiki á útvarpinu klukkan 11.15 og syngi með þjóðinni. Hárstíll á Gunna og Villa Þeir Gunnar Helgason og Vilhelm Anton Jónsson verma til skiptis tvö efstu sæti flestra metsölulista sem birtast nú í hverri viku. Gunnar með Gula spjaldið í Gautaborg, og Villi með Vísindabókina. Eina bókin sem er eitthvað að blanda sér í baráttuna er hárgreiðslubók Frozen myndarinnar. Umræða skapaðist á milli höfundanna á facebook í vikunni þar sem þeir íhuguðu að bjóða upp á Frozen hár- greiðslur á skemmtun sem þeir koma fram á í Smáralind á laugardaginn klukkan 14. fridaskart.is Strandgötu 43 Hafnarrði íslensk hönnun í gulli og silfri 106 dægurmál Helgin 5.-7. desember 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.