Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Side 33

Fréttatíminn - 05.12.2014, Side 33
Train Smarter with the Kinetic inRide and inRide App. Learn more about power training at: kurtkinetic.com/inride KRÍA HJÓL - GRANDAGARÐUR 7 - 101 REYKJAVÍK s.5349164 INFO@KRIAHJOL.IS KINETIC ROAD MACHINE + inRIDE WATT METER Smart-phone* based costing hundreds more. Kinetic2015_inRide_100x100.indd 2 10/22/14 1:10 PM * Works with Apple™ iOS devices with Bluetooth Smart® Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár! Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. Fæst einnig í Hagkaupi Smáralind, Skeifunni og Garðabæ. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Falleg jólatré M ig langaði upphaflega að gera mynd með kómísku ívafi og þessi mynd verður það en með alvarlegri undirtóni en ég bjóst við í upphafi,“ segir Anna Gunn- dís Guðmundsdóttir, leikkona og verðandi kvikmyndaleikstjóri. Anna Gunndís stendur fyrir söfnun á KarolinaFund til að fjármagna sína fyrstu stuttmynd og ef allt gengur eftir óskum munu tökur hefjast í janúar. Myndin mun fjalla um slys sem Anna Gunndís lenti sjálf í þegar hún var átta ára. Kökubaksturinn endaði með hryllingi „Skúffukaka er í minningunni eitthvað sem var alltaf til á heimilinu,“ segir Anna Gunndís sem ólst upp á Akureyri í hópi sjö systkina. „Þegar ég var átta ára þá ákváðum við systurnar að baka eina slíka því pabbi átti afmæli. Ég var með hár niður á axlir og systir mín sendi mig inn í herbergi til að ná í teygju í hárið á mér áður en ég fengi að snerta á handþeytaranum. Ég man að ég taldi upp að fimm, nennti ekki að leita að teygju, sagðist ekki finna neina og hún afhenti mér þeytarann sem endaði með því að deigið slettist upp um alla veggi, ég snerist í hringi á gólfinu á meðan þeytarinn tætti af mér hárið. Handþeyt- arinn var gamall og stoppaði ekki strax þó að honum væri kippt úr sambandi þannig að á endanum reif ég hann af höfðinu á mér og sat eftir hálfsköllótt,“ segir Anna Gunndís og bætir því við hugsandi að þeytarinn sé líklegast ennþá til á æskuheimilinu. Slysið er einskonar táknmynd í mínu lífi Tvær litlar systur ákveða að baka köku í tilefni afmælis pabba þeirra. Hár yngri systurinnar festist í hrærivélinni með þeim afleiðingum að helmingur þess tætist af. Önnur þessara systra er leikkonan Anna Gunndís Guðmundsdóttir sem nú stundar meistaranám í kvikmyndagerð í New York. Hún segir atvikið hafa haft mikil áhrif á líf sitt og þegar kom að því að velja efni í fyrstu stuttmyndina kom ekki önnur saga til greina. Anna Gunndís safnar nú fyrir kostnaði á KarolinaFund og ef allt gengur að óskum hefjast tökur í janúar. Óttinn við að fá ekki hár Eftir að gert hafði verið að sárum Önnu Gunndísar á spítalanum var lítið annað hægt að gera en að fara aftur heim. „Þegar heim var komið fékk ég sjokk í kjölfar slyssins sem endaði með annarri ferð í sjúkrabíl upp á spítala þar sem ég var sett í allskyns rannsóknir. Það fannst þó ekkert, en eftirköstin komu fram í sífelldum höfuðverkjum og mamma segir að ég hafi ekki talað um slysið fyrr en sex mánuðum síðar,“ segir Anna Gunndís sem man hvað sterkast eftir óttanum við að fá kannski ekki aftur hár. „Slysið hefur ekki verið neinn dragbítur í mínu lífi en það hefur orðið að eins- konar táknmynd fyrir þá veggi sem maður lendir í á lífsleiðinni, sem hefur áhrif á mann og fólkið í kringum mann. Áföll og slys sem þessi geta haft misalvarleg áhrif á börn sem maður gerir sér ekki grein fyrir fyrr en síðar, eins og mar- traðir, reiðiköst og svefn- leysi. Sum börn þróa með sér nýjan ótta eða verki sem eiga sér engar raunveru- legar orsakir. Mamma segir að ég hafi þjáðst af höfuð- verkjum í kjölfar slyssins sem ég man lítið eftir. Ég reyndar gerði ég mér upp ótta við lyftur og brýr þegar ég var lítil en ég man ekkert hvort það var fyrir eða eftir slysið. Ég gerði mikið úr þessu en man að ég var bara að ljúga,“ segir Anna Gunndís og hlær að minn- ingunni. Langaði að skoða systrasambandið Hluti af námi Önnu Gunndísar er að skila af sér einni stuttmynd og í upphafi komu nokkrar sögur til greina. Hún var þó fljót að sjá að það var þessi saga sem stóð hjarta hennar næst. „Mig langaði að skrifa fyrir tvær stelpur, mig langaði að vinna með börnum og mig langaði að skoða kjarnann í sambandi systra,“ segir Anna Gunndís sem upplifði aftur ótt- ann við hárlos meðan á handrita- skrifunum stóð. „Þegar maður sest niður og skrifar þá kemur stundum eitthvað til manns og maður skilur ekki endilega hvers vegna, svo fattar maður tenginguna eftir á. Undanfarna mánuði hef ég verið með ótrúlega mikið hárlos sem er hluti af því að vera undir miklu álagi, það er ekki alltaf tími til að sofa heila nótt út af skólanum auk þess sem ég er með PCOS (Polycystic ovary syndrome) og hárlos er eitt af einkennum þess. Ég var því mikið með hugann við hár og óttann við að verða sköllótt þegar ég byrjaði að skrifa.“ Vildi alltaf verða leikkona „Ég hef alltaf verið heilluð bæði af leikhúsi og kvikmyndum,“ segir Anna Gunndís sem ákvað mjög ung að hún vildi verða leikkona. Henni datt þó aldrei í hug að hún yrði kvikmyndaleikstjóri. „Ég lærði leiklist í Listaháskólanum og vann sem leikkona í nokkur ár eftir útskrift en ég fór í raun fyrst að njóta þess að leika þegar ég byrjaði að leika í kvikmyndum og sjónvarpi. Það er einhvernveginn svo mikið frelsi til að mistakast, ferlið er svo áhugavert og flókið og formið krefst samvinnu svo margra aðila sem mér finnst svo heillandi. En þegar ég var yngri þá sá ég ekki fyrir mér að ég yrði kvikmyndaleikstjóri enda voru engar fyrirmyndir til staðar til að ég gæti fengið þá flugu í höfuðið.“ Komin með hugmynd að næstu mynd Anna Gunndís er bjartsýn á fram- tíð íslenskrar kvikmyndagerðar. „Ég sé óþrjótandi möguleika. Við eigum fjöldann allan af hæfileika- ríku og metnaðarfullu kvikmynda- gerðarfólki og við höfum sögur að segja, oft með svörtum húmor og fallegu hjarta. Það eru bjartir tímar fram undan, það getur bara ekki annað verið,“ segir Anna Gunndís sem er nú þegar komin með hugmynd að útskriftarverk- efni sínu sem er kvikmynd í fullri lengd. Núna beinist þó öll hennar athygli að sögu systranna sem ákveða að baka saman skúffu- köku. Ákvörðun sem hefur vægast sagt afdrifaríkar afleiðingar á líf þeirra beggja og allrar fjölskyld- unnar. Svo afdrifaríkar að önnur þeirra á eftir að segja sögu þeirra í kvikmynd mörgum árum síðar. „Sagan verður falleg, með fallegri tónlist og eftirminnilegum pers- ónum og vonandi skilur hún áhorf- andann eftir með hlýindi í hjartanu og bros á vör.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Anna Gunndís Guðmundsdóttir á heimili sínu í New York. Hver er Anna Gunndís Guðmundsdóttir Heimili: Brooklyn, New York. Hvaðan: Akureyri. Menntun: B.F.A. í leiklist frá Listahá- skóla Íslands og hálfnuð með M.F.A. í kvikmyndaleik- stjórn og handrita- gerð í Tisch School of the Arts. Maki: Einar Aðal- steinsson. Börn: Engin. Það besta og versta við New York: Það besta er Prospect Park, það versta er lestarstöðin á 34th Street. ? Þegar ég var yngri þá sá ég ekki fyrir mér að ég yrði kvikmynda- leikstjóri enda voru engar fyrirmyndir til staðar til að ég gæti fengið þá flugu í höfuðið. 24 viðtal Helgin 5.-7. desember 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.