Fréttatíminn


Fréttatíminn - 05.12.2014, Side 51

Fréttatíminn - 05.12.2014, Side 51
Aðventukvöld Fríkirkjunnar Fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld. Ræðumaður kvöldsins verður söngvaskáldið Svavar Knútur. Séra Hjörtur Magni stýrir stundinni. Fram koma Einar Clausen, Svavar Knútur, Sönghópur Fríkirkjunnar, Barnakór Fríkirkjunnar, Skólakór Landakotsskóla, Þorgrímur Jónsson, kontrabassaleikari, Ásgeir Ásgeirsson, gítarleikari og Gunnar Gunnarsson sem jafnframt er organisti kirkjunnar og stjórnandi sönghóps. Álfheiður Björgvinsdóttir er stjórnandi barnakórs. Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hefst með jólastund í kirkjunni. Síðan haldið upp í Safnaðarheimili og sungið og dansað í kringum jólatréð með jólasveininum. Kaffi og meðlæti fyrir alla. Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins. Aftansöngur á aðfangadagskvöldi. Söngkonana Nathalía Druzin Halldórsdóttir syngur einsöng. Sönghópur Fríkirkjunnar syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni þjónar fyrir altari. Miðnætursamvera á jólanótt. Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni talar til viðstaddra. Sönghópur Fríkirkjun- nar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti! Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Aftansöngur á gamlárskvöldi. Sun. 7.des. kl. 20:00 Sun. 14.des. kl. 14:00 Sun. 21.des. kl. 14:00 Mið. 24. des. kl. 18:00 Mið. 24. des. kl. 23:30 Fim. 25. des. kl. 14:00 Mið. 31. des. kl. 17:00 B ókin Hreindýra- skyttur eftir Guðna Einarsson blaða- mann geymir frá- sagnir tíu karla og kvenna af hrein- dýraveiðum á Íslandi og Grænlandi. Leiðsögumaður hreindýraveiði- manna gefur góð ráð um undirbún- ing veiða og útbúnað. Einnig er kafli um skipulag hreindýraveiða á 20. og 21. öld en það hefur mikið breyst frá því sem áður var. Viðmælendur í bókinni eru Axel Kristjánsson hrl., Gunnar A. Gutt- ormsson bóndi, Guttormur Sigbjarn- arson jarðfræðingur, Sigrún Aðal- steinsdóttir, fyrrverandi húsvörður, Aðalsteinn Aðalsteinsson bóndi, Þorgils Gunnlaugsson, bóndi, María B. Gunnarsdóttir rannsóknamaður, Pálmi Gestsson leikari, Sæunn Mar- inósdóttir viðskiptafræðingur og Sigurður Aðalsteinsson sem er leið- sögumaður hreindýraveiðimanna líkt og þeir Aðalsteinn og Gunnar. Fyrst er gripið niður í frásögn Pálma Gestssonar, leikara og veiði- manns, af veiðiferð sem farin var haustið 2007. Leiðsögumaður hans var Sigurður Aðalsteinsson frá Vað- brekku. Út með þig og skjóttu tarfinn! Þetta var eins og í bíómynd Pálmi hafði dottið af hestbaki um sumarið og mjaðmagrindar- brotnað. Það var því alls óvíst fram eftir sumri hvort hann kæmist á veiðar um haustið nema þá ef til vill með göngugrind, að eigin sögn. Pálmi náði það góðri heilsu að hann treysti sér til að fara austur á veiðar göngugrindarlaus. Hann var á nýlegum 35” breyttum Nissan Navarra-pallbíl, sem hann á enn, og var þetta jómfrúrferð bílsins á hreindýraveiðar. Þegar Pálmi kom austur að Vaðbrekku ásamt Georg Lárussyni, veiðifélaga sínum, hafði gengið illa að finna hreindýr. Veiði- lausum veiðimönnum fjölgaði dag frá degi á Vaðbrekku eftir því sem lengur dróst að hreindýrin sýndu sig og var setinn hver bekkur þar á bæ. Sigurður á Vaðbrekku var bú- inn að kalla til fleiri leiðsögumenn að vera til taks þegar dýrin fyndust, því hver leiðsögumaður má ekki fylgja nema þremur veiðimönnum samtímis. Loksins bárust fréttir af góðri hreindýrahjörð við Sænauta- vatn. Þeir sem lengst höfðu beðið fóru fyrstir að veiða og var Pálmi þeirra á meðal. „Siggi sagði okkur að skríða langa leið þannig að við kæmumst í færi við dýrin sem lágu nálægt vatnsbakkanum. Færið var svolítið langt. Einn okkar hafði ekki skotið hreindýr áður. Þetta var orðið svo- lítið stress. Við ákváðum að taka samskot, telja einn, tveir og þrír og skjóta á þremur. Ég taldi og um leið og ég sagði „einn“ þá skaut þessi óvani. Þá þurfti ég að skjóta strax en hitti ekki í fátinu. Þetta var bara misskilningur okkar í milli og strákurinn var leiður yfir þessu. Dýrin ruku auðvitað af stað, úr færi og yfir veginn sem liggur þarna í heiðinni. Þar sem við lágum heyrði ég allt í einu bílhljóð. Ég leit um öxl og þá var bara grillið á bílnum mínum beint fyrir ofan okkur! Siggi öskraði út úr bílnum: „Komiði, komiði“ og við inn í bílinn. Hann rauk af stað og keyrði eins og bavíani í lægðinni meðfram veginum í hvarfi við dýrin, og sló ekkert af. Þótt tíminn væri að fara út um þúfur og biðröðin eftir að skjóta alltaf að lengjast, þá leist mér ekkert á blikuna. Ég maldaði eitt- hvað í móinn yfir aksturslaginu en Siggi spurði á móti: „Hva, er þetta ekki alvöru bíll?“ Svo snarstoppaði hann og hrópaði: „Út með þig, á þúf- una þarna og skjóttu tarfinn! Dýrin eru þarna.“ Hann nánast henti mér á þúfuna. Dýrin voru sannar- lega þarna og enn á röltinu. Einn tarfurinn staldraði aðeins við til að fá sér að drekka og þá skaut ég. Hann steinlá ofan í tjörnina. Þetta var eins og í bíómynd. Ég skoðaði bílinn aðeins eftir þetta. Síðan hef ég stundum hugsað hvort það sé ekki bara best að vera á bílnum hans Sigga,“ sagði Pálmi og hló. Á tíu fingrum í sjálfheldu Sæunn Marinósdóttir hefur veitt hreindýr bæði á Íslandi og Græn- landi. Hér er gripið niður í frásögn hennar af veiðiferð til Grænlands. Sæunn fór aftur ein síns liðs til Grænlands sumarið 2005 á hrein- dýraveiðar. Sú ferð hefði getað orðið afdrifaríkari fyrir Sæunni en hún hefði kært sig um. Hún kom nokkuð lemstruð til baka en með fallegan tarf. Það var þess virði. „Maður veit aldrei í hverju maður lendir þegar hreindýraveiðar eru annars vegar,“ sagði Sæunn. „Við sigldum um og leituðum að hreindýrum og sáum svo þennan flotta tarf frá sjónum. Ég var sett í land og var mér treyst til þess að sækja tarfinn ein. Það var nokkuð flókið að landa honum. Ég þurfti að príla upp kletta með þungan riffil- inn og bakpoka til að komast í færi. Báturinn var aðeins farinn frá og ég var komin upp í klettana þegar ég missti fótanna. Þarna hékk ég bók- staflega á tíu fingrum, nánast í sjálf- heldu, og var næstum búin að missa takið. Það var kuldalegt að líta niður og sjá ísmolana í sjónum. Mér tókst að krafla mig upp úr þessu en það blæddi úr flestum fingrunum. Ég þurfti að hlaupa góðan spöl upp í fjallið og niður aftur til þess að forð- ast að vindurinn bæri lykt af mér og tarfurinn yrði var við mig. Hann var farinn að ókyrrast og virtist ætla af stað svo ég þurfti að taka til fótanna. Síðasta spölinn þurfti ég að skríða til að komast í færi þar sem ég gat lagst á hallandi klöpp. Það var komið kapp í mig að skjóta. Ég „strappaði“ á mig ólina, reisti mig svo upp til hálfs og tók tarfinn frí- hendis á 120 metra færi. Þetta var ekki gott fyrir grannvaxna konu. Við bakslagið rann ég til á klöpp- inni og skrapaðist slatta á mjaðmar- beinunum. Það er ekkert hugsað í hamaganginum. Maður bíður bara eftir rétta pústinu og hleypir af. Tarfurinn steinlá, hjartaskotinn. Síðan gerði ég eins og prinsessur gera, sveiflaði báðum höndum, og þá komu prinsarnir og hjálpuðu mér með dýrið.“ Guðni Einarsson blaðamaður hefur tekið saman bókina Hreindýraskyttur þar sem rætt er við íslenska veiðimenn af báðum kynjum. Við birtum hér kafla úr bókinni þar sem rætt er við Pálma Gestsson leikara og Sæunni Marinósdóttur viðskiptafræðing. Sæunn Marinósdóttir viðskiptafræðingur með fallegan tarf á liðnu sumri á Grænlandi. Ljósmynd/Stefán Hrafn Magnússon. Pálmi Gestsson leikari með nýveiddan hreintarf. Ljósmynd/Sigurður Aðal- steinsson 42 bækur Helgin 5.-7. desember 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.