Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 9

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 9
RITSTJÓRNARGREINAR Inflúensa, quo vadis? Sigurður Guðmundsson sigurdur@Landlaeknir. ís Höfundur er landlæknir. Influenza, quo vadis? Sigurður Guðmundsson MD, PhD, Medical Director of Health. Undanfarin ár hefur heimsbyggðin, að minnsta kosti þeir sem aflögufærir eru, búið sig undir heimsfaraldur inflúensu. Menn velkjast ekki í vafa um að hann mun yfir okkur ganga, spumingin er hvenær, hve stór og af hvaða stofni. Á und- anfömum 300 árum hafa tíu faraldrar inflúensu A gengið yfir. Á síðastliðinni öld gengu þrír. Spænska veikin 1918-1919 dró 50-100 milljónir manns til dauða, en Asíuinflúensan 1957 og Hong Kong inflúensan 1968 voru sem betur fer mun smærri í sniðum. Allir þessir faraldrar hafa átt upptök sín í Suðaustur-Asíu. Þaðan má einnig vænta hins næsta, hvort sem hann verður fugla- inflúensan H5N1 eða annar stofn, sem reyndar er orðinn tímabær miðað við gang þeirrar klukku sem tímasett hefur fyrri faraldra. Árið 1968 þegar Hong Kong inflúensan kom upp í Kína, bjuggu þar um tæplega 800 millj- ónir manna, þar voru rúmlega 5 milljónir svína og rúmlega 12 milljónir alifugla. Núna búa á þessu svæði um 1,3 milljarður manna, rúmlega 500 millj- ónir svína og rúmlega 13 milljarðar alifugla. Ljóst er að þarna er æ dýpri suðupottur sem hvers kyns ný veiruafbrigði geta stokkið upp úr. Útilokað er að segja hversu alvarlegur hann verður. Klínískar faraldsfræðilegar og veirufræði- legar rannsóknir benda til þess að faraldur af völd- um H5Nl-stofnsins sé líklegri til þess að líkjast spænsku veikinni frá 1918 en þeim faröldrum sem síðar komu. Slíkur faraldur mun valda alvarlegum búsifjum um allan heim, þar á meðal hér á landi, og sé mið tekið af gangi spænsku veikinnar hér má búast við að allt að 150 þúsund manns veikist, um 100 þúsund alvarlega og dánartalan gæti nálgast 6 þúsund. Hvernig verjumst við faraldri af þessu tagi? Unnið hefur verið um alllanga hríð að undirbún- ingi þess hér á landi undir forystu sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra. Meginmarkmið viðbragðs- áætlana eru fjögur: 1) draga úr smiti og halda í lágmarki fjölda þeirra einstaklinga sem sýkjast; 2) hægja á faraldri þannig að sem fæstir einstaklingar séu veikir á hverjum tíma; 3) lækna og líkna sjúk- um; 4) viðhalda innviðum samfélagsins. Þrjár meginleiðir eru til reiðu til að mæta þess- um markmiðum, 1) einangrun sýktra og sóttkví fyrir þá sem mögulega hafa smitast; 2) notkun veirulyfja í meðferðar- og vamarskyni; 3) fram- leiðsla og gjöf bóluefnis. Einnig er mjög mikilvægt að upplýsa almenn- ing reglulega um tilgang og markmið aðgerða auk þess sem þær þarf að æfa reglulega. Undirbúningur þessi er vel á veg kominn hér á landi og meðal annars var haldin viðamikil æfing á vegum almannavarna í nóvember síðast- liðnum. Gert var ráð fyrir að faraldurinn tæki 12 vikur, um 50% þjóðarinnar sýktist og að dánartala væri á bilinu 3-4%. í þessu tölublaði Læknablaðsins er birt annað mikilvægt innlegg í ofangreindan viðbúnað, leiðbeiningar um notkun veirulyfja gegn inflúensu í heimsfaraldri, eftir þau Þórólf Guðnason, Guðrún Sigmundsdóttur yfirlækna og Harald Briem sóttvarnalækni. Eins og þar kemur fram er lítið vitað um virkni neuramínídasa-hemla hjá fólki sem sýkst hefur af H5Nl-stofni inflú- ensuveira né heldur er mikið vitað um árangur lyfjanna til að koma í veg fyrir smit. Eigi að síður eru lyfin virk í tilraunaglösum gegn öllum stofn- um H5N1. Virkni þeirra til meðferðar sjúkra, sem fyrirbyggjandi meðferðar og til að draga úr smiti á árlegri inflúensu, er hins vegar allgóð eins og rakið er vel í grein Þórólfs og félaga. Leiðbeiningarnar gera ráð fyrir því að hefja lyfjameðferð sem fyrst eftir að einkenni koma fram, helst innan sól- arhrings, en ekki seinna en eftir tvo sólarhringa frá upphafi þeirra. Þetta er skýrt. Hins vegar hafa menn ekki á eins miklu að byggja þegar fjallað er um ábendingar fyrirbyggjandi meðferðar. í greininni ræða Þórólfur og félagar þrjár mismun- andi leiðir; 1) gefa enga fyrirbyggjandi meðferð; 2) gefa fyrirbyggjandi meðferð þeim sem komist hafa í mikla nálægð (innan við 1 meter frá veikum einstaklingi); 3) gefa fyrirbyggjandi meðferð heil- brigðu fólki áður en það kemst í mikla nálægð við sýkta einstaklinga. Búast má við að í alvarlegum faraldri verði leið 2 fyrir valinu enda mörg rök sem að henni hníga. Þar skiptir þó miklu að ábendingar fyrirbyggjandi meðferðar séu skýrar og í greininni eru réttilega einkum þrír hópar nefndir, það er fjölskylda sýktra, heilbrigðisstarfsfólk og löggæslulið og björgunarsveitir. Ofnotkun veirulyfja eða notkun án skýrra ábendinga er ekki einungis skaðleg vegna þess að hún eyðir lyfjabirgðum, hún getur LÆKNAblaðið 2008/94 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.