Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.2008, Side 13

Læknablaðið - 15.01.2008, Side 13
FRÆÐIGREINAR LIFRARBÓLGA C Páll Svavar Pálsson1 námslæknir Jón Gunnlaugur Jónasson12 sérfræðingur í meinafræði Sigurður Ólafsson3 sérfræðingur í lyflækningum og meltingarlækningum Lykilorð: lifrarbólga C, vefjameinafræði, klínískir þættir. ’Læknadeild HÍ, 2rann- sóknastofu í meinafræði á 2Landspítala, 3melting- arlækningum, lyflækn- ingasviði I Landspítala Fyrirspurnir og bréfaskipti: Sigurður Ólafsson, melt- ingarlækningar, lyflækn- ingasviði I, Landspítala Fossvogi, 108 Reykjavík. sigurdol@landspitali. is Lifrarbólga C: Rannsókn á vefjameinafræði og tengslum við klíníska þætti Ágrip Tilgangur: Lifrarbólga C er ein algengasta orsök langvinnrar lifrarbólgu og skorpulifrar á Vesturlöndum. Á undanförnum árum hefur stór hópur íslendinga greinst með sjúkdóminn. Þessi rannsókn miðaði að því að kanna bólguvirkni og bandvefsmyndun í vefjasýnum sjúklinga með lifr- arbólgu C og athuga tengsl við klíníska þætti. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursæ og náði til allra sjúklinga með lifrarbólgu C sem fóru í lifrarsýnistöku á tímabilinu 1991-2000. Upplýsinga var aflað um aldur, smitleið, smittíma, lifrarpróf, samhliða sýkingar og fleira. Vefjasýni voru endurskoðuð og metin var bólga og band- vefsmyndun. Einnig var könnuð fylgni klínískra þátta við niðurstöður úr vefjasýnum. Niðurstöður: Alls 97 sjúklingar (58 karlar og 39 konur) uppfylltu skilmerki rannsóknarinnar og var meðalaldur 35,6 ár (bil 11-64). Sprautufíklar voru 77 (79,4%), blóðþegar 12 (12,4%) og hjá átta (8,2%) var smitleið óþekkt. Áætlaður smittími var 8,85 ár (bil 1-31). Meðaltal bólgudrepsstuðuls var 2,84 (bil 0-8) og bandvefsstuðuls 0,95 (bil 0-6). Alls voru 70 (72,6%) sjúklingar með enga/mjög væga bólgu og 83 (85,5%) með enga/mjög væga bandvefsmyndun. Einungis fjórir höfðu skorpu- lifur. Fylgni var á milli áætlaðs aldurs við smit og bandvefsmyndunar. Ekki var fylgni á milli smittíma eða smitleiðar og vefjameinafræðilegra þátta. Ályktun: Sjúklingar með lifrarbólgu C sem fóru í lifrarsýnistöku árin 1991-2000 höfðu væga bólgu og bandvefsmyndun í lifur. Líklegasta skýringin er tiltölulega stuttur smittími og lágur aldur. Inngangur Lifrarbólga C er ein algengasta orsök langvinnr- ar lifrarbólgu og skorpulifrar á Vesturlöndum. Lifrarbólguveira C smitar aðallega við blóð- blöndun og algengasti áhættuþátturinn meðal vestrænna þjóða er sprautunotkun fíkla. Af þeim sem smitast fá 50-80% langvinna lifrarbólgu. Þá benda rannsóknir til að allt að 20-30% sjúklinga með langvinna lifrarbólgu C fái skorpulifur (1, 2). Lifrarbólga C er einnig algeng orsök lifrarfrumu- krabbameins (3). Þekktir eru nokkrir þættir sem hafa áhrif á sjúkdómsgang, það er hvort og hversu hratt smitaður einstaklingur fær skorpulifur. Hár ■MENGLISH SUMMARYMBHH Pálsson PS, Jónasson JG, Ólafsson S Hepatitis C: A clinical-histopathological study Objective: Hepatitis C is a common cause of chronic hepatitis and cirrhosis in Western countries. In recent years a large group of individuals have been diagnosed with the disease in lceland. The aim of this study was to investigate histological parameters of patients with hepatitis C and to correlate histolgical findings with clinical findings. Materials and methods: In this retrospective study, all patients diagnosed with hepatitis C in lceland that had a liver biopsy in the years 1991-2001 were included. Data on age, route of infection, duration of infection and co- infection was obtained from medical records. Liver biopsy specimens were evaluated and imflammatory activity graded and the degree of fibrosis staged. Results: In ali 97 patients (58 males, 39 females) were included in the study. The mean age was 35.6 years (range 11 -64). Risk factros were intravenous drug abuse in 70 (72.6%), blood transfusion in 12 (12.4%) and eight had no known risk factors. Estimated duration of infection was 8.85 years (range 1-31). Average inflammatory grade was 2.84 (range 0-8) and average fibrosis stage was 0.95 (range 0-6). The majoritiy (72.6%) of patients had minimal or no inflammation and 85.5% had minimal or no fibrosis. Only four patients had cirrhosis. Significant correlation was observed between the age at infection and the degree of fibrosis. No correlation was detected between the duration of infection or route of infection and histopathological parameters. Conclusion: Patients with hepatitis C that underwent a liver biopsy in 1991-2000 had mild histopathological changes in the liver. This is most likely due to short duration of infection and young age of the patients in this study. Key words: Hepatitis C, histopathology, ctinicai parameters. Correspondence: Sigurður Ólafsson, sigurdol@landspitali.is LÆKNAblaðið 2007/93 13

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.