Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2008, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.01.2008, Qupperneq 14
FRÆÐIGREINA LIFRARBÓLGA R C Tafla 1. Gráðun (bólgudrepsstuðull) bólgu í Ufrarsýnum. Bólga (gráðun) Fjöldi % 0 - Engin 2 2,1 1-3 - Mjög væg 66 68 4-6 - Væg 25 25,8 7-9 - Meðal 4 4,1 97 100 aldur við smit, áfengisneysla og samhliða smit af HIV eru dæmi um þætti sem stuðla að þróun skorpulifrar. Rannsóknir benda hins vegar ekki til að arfgerð veirunnar eða veirumagn í blóði hafi áhrif á þróun skorpulifrar (1, 4). Lifrarsýni gegnir lykilhlutverki við mat á horf- um sjúklinga sem greinst hafa með lifrarbólgu C. Með skoðun lifrarsýnis er hægt að meta magn og útbreiðslu bólgu og bandvefs. Því meiri sem bólga og /eða bandvefsmyndun er því meiri líkur eru á þróun skorpulifrar (5). A Islandi greinast árlega nokkrir tugir einstak- linga með lifrarbólgu C og heildarfjöldi greindra er nú rúmlega 1000. Meirihluti þeirra sem greinast eru sprautufíklar (6, 7). Lifrarbólga C hefur ekki verið mikið rannsökuð hér á landi en fyrsta rann- sóknin á þessum sjúkdómi birtist í Læknablaðinu árið 1993 (8). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna meinafræðilega þætti í vefjasýnum úr lifur sjúk- linga með lifrarbólgu C, einkum bólguvirkni og bandvefsmyndun og athuga tengsl við klíníska þætti. Efniviður og aðferðir Rannsóknarpýði og hönnun rannsóknar Rannsóknin var aftursæ og náði til allra þeirra sem greinst höfðu með lifrarbólgu C og farið höfðu í lifrarsýnistöku á tíu ára tímabili 1991 til 2001. Skilmerki fyrir greiningu á lifrarbólgu C var að mótefni (anti-HCV antibodies) og kjarnaefni (RNA) veirunnar væri mælanlegt í sermi. Þessir einstaklingar voru fundnir með leit í tölvu- skrám Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði á Landspítala að þeim sem einstaklingum sem farið höfðu í lifrarsýnistöku og greinst höfðu með lifrarbólgu C. Einnig voru athugaðar skrár meina- fræðideildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA), Vefjarannsóknarstofunnar Álfheimum 74 og smitsjúkdómadeildar Landspítala. Við öflun klínískra upplýsinga voru kannaðar sjúkraskrár á Landspítala, FSA og í Læknasetrinu í Mjódd. Ur sjúkraskrá var aflað upplýsinga um kyn, aldur, greiningarár, smitár eða áætlað smitár, áætlaðan smittíma, smitleið, einkenni, samhliða sýkingar og lifrarpróf. Skráning á áfengisneyslu reyndist of takmörkuð til að unnt væri að hafa þann þátt með í rannsókninni. Aldur við smit var áætlaður fyrsta ár sprautunotkunar eða það ár sem blóð- eða blóðhlutagjöf átti sér stað. Við athugun á lifrarprófum voru skráð amínótransferasagildi (alanine aminotransferase; ALAT og/eða aspartate aminotransferase; ASAT) sem næst þeim tíma sem lifrarsýni var tekið. Sjúklingum var skipt í fjóra hópa eftir gildum lifrarprófa: 1. Engin hækkun (<35-40U/L), 2. Einföld hækkun (35,40-80U/L), 3. Tvöföld hækkun (80-120U/L) og 4. Þreföld hækkun eða meiri (>120U/). Við rannsókn á samhliða sýkingum var athug- að hvort sjúklingar væru smitaðir af lifrarbólgu B (HBsAg jákvæðir) eða hefðu merki um eldri sýk- ingu (HBsAg neikvæðir, anti-HBcAg jákvæðir). Ef HIV smit var þekkt var það einnig skráð. Vefjasýni frá lifur höfðu verið hert í forma- líni og meðhöndluð á hefðbundinn hátt til vefjarannsóknar. Öll sýni voru lituð með HE litun (hematoxilyn-eosin), járnlitun, reticulin litun, PAS-litun og bandvefslitun (Masson-Trichrome litun). Lifrarsýnin voru metin með tilliti til ýmissa vefjafræðilegra þátta. Sýni voru öll skoðuð af sama meinafræðingnum (JGJ) ásamt læknanema (PSP). Meinafræðingur hafði ekki aðrar upplýsingar um sjúklinga en þær að þeir væru með lifrarbólgu C. Sú vefjafræðilega greiningaraðferð sem notuð er við mat á bólgu byggist á endurbættri HAI- flokkun (histological activity index) eða gráðun (9). Reiknaður er heildar-bólgudrepstuðull á bilinu 0-18. Við rannsóknina var sjúklingum skipt í eftirfarandi flokka eftir bólgudrepstuðli: a) HAI 0, engin bólga b) HAI1-3, mjög væg bólga c) HAI4-6, væg bólga d) HAI 7-9, meðal bólga. Ekki reyndist þörf á fleiri flokkum þar sem enginn sjúklinganna hafði bólgudrepstuðul hærri en 8. Vefjafræðileg stigun frá 0-6 lýsir aftur á móti bandvef í lifrinni og skorpulifur (8) og er einnig skipt upp í flokka: a) 0-1, engin eða mjög væg bandvefsmyndun b) 2-3, væg bandvefsmyndun c) 4-5, meðal-mikil bandvefsmyndun d) 6, skorpulifur. Við mat á vefjasýnum voru einnig metnir vefjafræðilegir þættir sem stundum fylgja eða einkenna lifrarbólgu C en þeir eru: Eitilfrumu- samsöfn (lymphoid follicles), gallgangaskemmdir, fituumbreyting lifrarfrumna og jáminnihald. Aðferðir við blóðvatnspróf Við athugun á lifrarbólgu C mótefni var notað „enzyme immunoassay". Kjarnaefni var mælt með PCR tækni Amplicor (Roche Diagnostics Systems, Branschburg NJ). 1 4 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.