Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 16

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 16
FRÆÐIGREINAR LIFRARBÓLGA C Tengsl klínískra og vefjafræöilegra þátta Fylgni reyndist vera milli aldurs sjúklinga við sýnatöku (r = 0,467 (p<0,05)) og aldurs við smit (r = 0,313 (p<0,05)) og bandvefsmyndun, en ekki ákveðin fylgni við bólgu. Ekki voru tengsl milli þess hversu lengi einstaklingar höfðu verið sýkt- ir og bólgu eða bandvefs. Marktæk fylgni var á milli hækkunar á lifrarprófum og bólgu (r = 0,250 (p<0,05)) og bandvefs (r=0,324 (p<0,05)). Ekki var munur á bólgu og bandvef í lifrarsýnum eftir smit- leiðum eða hvort saga var um sýkingu af völdum lifrarbólguveiru B. Af þeim sjúklingum sem voru HbsAg jákvæðir hafði annar bólgudrepsstuðul 7 og bandvefsstuðul 1 og hinn bólgudrepsstuðul 2 og bandvefsstuðul 1. HIV jákvæður sjúklingur hafði bólgudrepsstuðul 3 og bandvefsstuðul 3. Fylgni kom fram milli bandvefsstigs og fituum- breytinga í lifrarfrumum (r = 0,350 (p<0,05)) og einnig milli bólgu og fituumbreytinga: (r = 0,218 (p<0,05)). Þá kom fram greinileg fylgni milli bólgu og bandvefsmyndunar í lifrinni (r = 0,397 (p<0,05)). Fjórir einstaklingar voru með skorpu- lifur, þrjár konur og eirtn karl. Aldur kvennanna var 54, 61 og 64 ár. Karlmaðurinn var 52 ára. Tveir smituðust við blóðgjöf og var smittími þeirra 7 og 16 ár. I tveimur tilvikum var smitleið og smittími óþekktur. Umræða Meginniðurstöður þessarar rannsóknar eru þær að sjúklingar með lifrarbólgu C hér á landi sem farið hafa í lifrarsýnatöku hafa tiltölulega vægan lifrarsjúkdóm. Því eldri sem einstaklingarnir eru við smit, þeim mun meiri bandvefsmyndun hefur orðið. Meirihluti sjúklinganna voru karlar og skýr- ist það væntanlega af því að meðal sprautufíkla eru þeir mun fleiri en konur (7). Flestir voru sprautufíklar enda sýna fyrri kannanir að mikill meirihluti þeirra sem greinast með lifrarbólgu C tilheyra þessum áhættuhópi (6, 10). Sýking við blóðgjafir var algeng smitleið áður en blóðvatns- próf til greiningar á lifrarbólguveiru C komu á markað árið 1991 en eftir það eru slíkar sýkingar afar sjaldgæfar (2). í rannsóknarhópnum sýktist enginn á þennan hátt hér á landi eftir að farið var að nota greiningarprófin við skimun á blóði. Erfitt er að leggja nákvæmt mat á hversu lengi hver einstaklingur hefur haft sjúkdóminn, einkum vegna þess að smitið er yfirleitt einkennalaust. Þetta á sérstaklega við þar sem enginn áhættuþátt- ur er þekktur en er auðveldara þegar um til dæmis blóðþega er að ræða. Rannsóknir benda til að sprautufíklar smitist tiltölulega snemma eða innan l-2ja ára eftir að sprautunotkun hefst (11). Því er byrjun sprautunotkunar oft notuð sem nálgun á upphafi sjúkdómsins og var svo gert í okkar rannsókn. Meðalsmittíminn í rannsóknirtni var rúmlega átta ár og 70% sjúklinganna voru smitaðir í 10 ár eða skemur. Þetta verður að teljast stuttur tími þar sem gangur sjúkdómsins er yfirleitt talinn í áratugum fremur en árum (4). Helsta skýringin á þessu er að sprautunotkun fór ekki að breiðast út meðal fíkniefnaneytenda hér á landi fyrr en um miðjan áttunda áratuginn (10). Þetta skýrir væntanlega einnig tiltölulega lágan meðalaldur í rannsókninni. Fjórðungur sjúklinga hafði jákvæð blóðvatns- próf fyrir lifrarbólgu B. Þetta kemur ekki á óvart þar sem smitleiðir lifrarbólguveira B og C eru svipaðar. Af þeim sem smitast á fullorðinsárum af lifrarbólgu B fá innan við 5% langvinna sýkingu (12). J þessari rannsólm voru aðeins tveir með merki um virka sýkingu en blóðvatnspróf hinna bentu til eldra smits. Einungis einn í þessari rann- sókn var jafnframt smitaður af HIV. Rannsóknir erlendis sýna að meðal HIV smitaðra er samliliða smit af lifrarbólguveiru C algengt, einkum í hópi sprautufíkla (13). Hér á landi er HIV smit sjaldgæft meðal sprautufíkla (14). Rannsókn okkar sýnir að sjúklingar með lifrar- bólgu C hér á landi sem fóru í lifrarsýnistöku á ár- unum 1991-2001 höfðu fremur lítinn lifrarskaða af völdum sjúkdómsins. Langflestir, eða 96%, höfðu bólgudrepsstuðul 0-6 af 18 sem þýðir mjög væga eða væga bólgu. Þá höfðu 95% enga, mjög væga eða væga bandvefsmyndun í lifrinni. Einungis fjórir voru með skorpulifur. Gera má ráð fyrir að lifrarsýni sé fremur tekið úr þeim sem líklegri eru til að hafa meiri skaða, til dæmis þeim sem hafa haft sjúkdóminn lengi eða hafa mikla hækkun á lifrarprófum. Því er líklegt að meðal sjúklinga með lifrarbólgu C hér á landi sé lifrarskaði almennt að minnsta kosti ekki meiri en fram kemur í þess- ari rannsókn. Nokkrar skýringar liggja að baki vægum lifrarskaða í þessum sjúklingahópi. Sú nærtækasta er stuttur smittími. Hjá sjúklingum með langvinna lifrarbólgu tekur þróun skorpu- lifrar yfirleitt langan tíma. í rannsókn Poynards og félaga var meðaltími frá smiti til skorpulifrar 30 ár (4). Rannsóknir sýna að 5-25% sjúklinga með langvinna lifrarbólgu C fá skorpulifur eftir 20 ár. Hinn mikli breytileiki í algengi skorpulifrar milli rannsókna skýrist af mismunandi hönnun rann- sókna og ólíkum sjúklingahópum (15). Aftursæjar rannsóknir á sérhæfðum stofnunum sýna almennt mun hærra hlutfall skorpulifrar en framsæjar rannsóknir. Rannsóknir frá slíkum sérhæfðum stofnunum eru sjálfkrafa með innbyggðri skekkju vegna valinna tilfella. Athugun á stórum hópi kvenna sem smituðust af lifrarbólgu C með meng- 16 LÆKNAblaðiö 2008/94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.