Læknablaðið - 15.01.2008, Qupperneq 32
RÆÐIGREINAR
REFJAVEFSLUNGNAB
Ó L
G A
Mynd V. Tölvusneiðmynd
aflungum sem sýnir
dreifðar miilivefsbreytingar
beggja vegna (12). (Birt með
leyfi European Respiratory
journal.)
Öndunarmælingar
Væg til meðalsvæsin herpa á öndunarprófum er al-
geng í trefjavefslungnabólgu. Loftskiptapróf sýna
minnkuð loftskipti fyrir kolmónoxíði (DLCO).
Vægur súrefnisskortur er algengur og yfir-
leitt sýna blóðgös væga til meðalsvæsna súrefn-
isbilun. Þekkt er svæsin súrefnisbilun í trefjavefs-
lungnabólgu, ekki síst í hratt versnandi trefjavefs-
lungnabólgu (12).
Myndrannsóknir
Nokkur breytileiki getur verið á mynstri þétt-
inga í trefjavefslungnabólgu en tölvusneiðmynd
af lungum getur gefið greininguna sterklega
til kynna þó svo að vefjasýni sé ávallt æskilegt.
Tölvusneiðmynd hefur mikið gildi fram yfir hefð-
bundna röntgenmynd af lungum. Gagnlegt er að
flokka myndbreytingar í þrennt:
1) Dreifðar lungnablööruþéttingar
Þetta er algengasta mynd trefjavefslungnabólgu
með dreifðum þéttingum af lungnablöðrugerð
(sjá mynd IV). Þéttingar eru oft útlægar og beggja
vegna. Stærð þéttinganna getur verið nokkuð
breytileg, allt frá nokkrum sentimetrum yfir í heilt
lungnablað og stundum flakkandi (migratory)
(12). Að sama skapi getur þéttleiki íferðanna verið
nokkuð misjafn, allt frá hélun (ground glass) yfir
í þéttingu með loftberkjukorti (air bronchogram).
Algengt er að tölvusneiðmynd leiði í ljós fjölda
þéttinga sem ekki sjást með hefðbundinni rönt-
genmynd. Dæmi um sjúkdóma með svipað
mynstur þéttinga eru langvinn eósínófíl lungna-
bólga, hægt vaxandi eitlakrabbamein og lungira-
krabbamein, ekki síst af berkju- og lungnablöðru
(bronchoalveolar) gerð (12, 33).
2) Dreifðar millivefsþéttingar
Önnur myndgerð er þar sem dreifðar millivefs-
þéttingar eru ráðandi, yfirleitt beggja vegna ásamt
vægum lungnablöðruþéttingum (sjá mynd V).
Þessi gerð hefur verið tengd bandvefssjúkdóm-
um og verri horfum. Hér er því mikilvægt að
greina trefjavefslungnabólgu frá öðrum millivef-
sjúkdómum á borð við útbreiddar skemmdir á
lungnablöðrum (diffuse alveolar damage) eða
lungnatrefjun (34-35). Hugsanlega getur verið um
skörun við þessa sjúkdóma að ræða í sumum til-
fellum.
3) Staðbundinn hnúður
Þriðja myndgerð trefjavefslungnabólgu er stað-
bundinn hnúður (sjá mynd VI). Hér fæst grein-
ingin oft eftir að hnúðurinn hefur verið fjarlægður
vegna gruns um krabbamein (12). Hafa þessir
sjúklingar minni almenn einkenni, sem og minni
einkenni frá lungum. Líklegt er að hér sé um að
ræða eftirstöðvar af lungnabólgu í mörgum til-
fellum (12, 36).
Sýnataka
Sýnataka með skurðaðgerð er talin æskilegust en
sýnataka við berkjuspeglun (transbronchial) er
einnig talin vera nægilega góð (29,31,37). Nokkuð
er þetta efni þó umdeilt í hópi lungnalækna og
meinafræðinga. I íslensku rannsókninni voru
flestir sjúklinganna greindir með sýnatöku við
berkjuspeglun eða um 81% en 19% voru greindir
með sýnatöku með skurðaðgerð (7). Gætu sumir
talið það vera veikleika rannsóknarinnar hversu
fáir voru greindir með sýni fengnu með skurð-
aðgerð. En gegn því mætti segja að þá hefðu færri
verið greindir því þröskuldurinn í vegi fyrir því
að framkvæma skurðaðgerð til að ná í sýni er
yfirleitt hærri en að framkvæma berkjuspeglun og
sýnataka með þeim hætti. Sýnt hefur verið fram
á að sýnataka með berkjuspeglun hefur um 64%
næmi og 86% sértækni (31). Almennt er trefjavefs-
lungnabólga ekki greind án vefjasýnis. Kemur þó
til greina að meðhöndla án sýnatöku mjög veika
sjúklinga eða aðra þá sem ekki þola sýnatöku af
einhverjum sökum. Sérstaklega á það við ef klín-
ísk einkenni og myndræn teikn eru dæmigerð
fyrir trefjavefslungnabólgu. Ef slíkir sjúklingar
svara ekki háskammta sterameðferð á stuttum
tíma er nauðsynlegt að endurmeta greininguna.
Æskilegast er að taka vefjasýnið áður en meðferð
hefst eða á fyrsta sólarhring meðferðar.
32 LÆKNAblaðið 2008/94