Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2008, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.01.2008, Qupperneq 40
Kostir og gallar þekkingar „Þekking getur verið eins og tvíeggjað sverð og barnaskapur að trúa því að hún sé alltaf til góðs," segir Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor í heim- ilislækningum, þegar rætt er um nýjasta útspil íslenskrar erfðagreiningar að selja einstakling- um aðgang að erfðaupplýsingum um sjálfa sig. „Þekking í þrengri skilningi þess orðs er sjaldnast hlutlaus," bætir Jóhann Ágúst við, „og varhuga- vert að umgangast hana sem slíka, með tilvísun í að það sé einfaldlega „frjálst val einstaklingsins" hvort menn vilja kaupa slíka þekkingu eða ekki. Margir vísindamenn hafa þó haft tilhneigingu til að telja sig „hlutlausa" og þar með fría sig undan ábyrgðinni sem fylgir þekkingarsköp- uninni. Al-bert Einstein og Bertrand Russell eru sennilega þekktustu talsmenn þess sjónarmiðs að öll þekking sé gildishlaðin og það verði að meta þessi gildi, kosti þeirra og galla, áður en ákveðið er hvernig eigi að beita þekkingunni. Richard Horton, aðalritstjóri The Lancet, hefur einnig hvatt læknastéttina til að nálgast þekkingu með þessum hætti. Nú segja menn kannski að það sé forræð- ishyggja að tjá sig um það opinberlega hvaða þekkingu fólk hafi gott af og hvaða þekkingu eigi kannski að varast. En mín skoðun er að þessi tvö hlutverk akademíuimar eigi að haldast í hendur - að skapa nýja þekkingu og að taka þátt í að meta gildi hennar. Þá er mikilvægt að allir sem vilja geti tekið þátt í umræðunni, en ekki bara þeir sem hafa mestan og bestan aðgang að fjölmiðlum," segir Jóhann Ágúst og tekur tvö dæmi til nánari útskýringar. Áhyggjur hafa áhrif „í „deCODEme" pakka ÍE er meðal annars boðið upp á áhættumat fyrir sykursýki af tegund 1 og MS sjúkdómi (síðast skoðað 16. des. 2007). Þarna þarf að mínu mati að fræða almenning vandlega um kosti og galla slíkra erfðaprófa. í Noregi var til dæmis umfangsmikil erfðarannsókn á sykursýki af tegund 1 stöðvuð núna í desember (árið 2007) af siðferðilegum ástæðum. Hún var í ósamræmi við norsk lög og að mati margra gerði hún meiri skaða en gagn. Midia rannsóknin, eins og hún er nefnd, hófst fyrir fimm árum. Tilgangurinn var að rann- Hávar saka hugsanleg umhverfisáhrif á þróun yfir í syk- Sigurjónsson ursýki af tegund 1 í börnum og átti rannsóknin að standa í 15 ár (Rönningen KS, Stene LC et al Tidskr Nor Lægeforen 2007). Gert var ráð fyrir að skoða erfðamengi 100.000 barna og að 2,1% barna í þeim hópi hafi erfðamengi sem fylgi aukin áhætta á syk- ursýki af tegund 1. Af þessum „áhættuhóp" fá um 6-10% (<0,2% af öllum hópnum) sykursýki á barns- eða unglingsaldri. Foreldrar eru upplýstir um niðurstöður erfðarannsóknanna. Þetta hefði þýtt falska viðvörun til að minnsta kosti 1800 foreldra þar eð aðeins um 200 hefðu fengið sjúkdóminn. Vart þarf að taka fram að forvarnir gegn þróun á sykursýki af tegund 1 eru lítt þekktar enda var það tilgangur þessarar rannsóknar að fá betri skilning um þau efni. Foreldrarnir gætu því lítið gert annað en að bíða og sjá til. Ýmsar rannsóknir benda nú til þess að alvarleg áföll, áhyggjur og kvíði hjá mæðrum barna með viðkvæmt erfðamengi geti haft áhrif á ónæmiskerfi barnanna og aukið líkur á sykursýki af tegund 1 hjá þeim (Sepa A, et al, Diabetes Care 2005). Upplýsingarnar til foreldra ofannefndra 1800 barna hefðu því fræðilega séð getað aukið líkur á sykursýki hjá þeim frekar en að stuðla að forvörn. Það var reyndar heimilislæknir sem vakti athygli norskra yfirvalda á siðferðileg- um vafaatriðum varðandi Midia rannsóknina, en læknirinn hafði orðið þess var að upplýsingar til foreldra um hugsanlega sykursýki barna þeirra hafði valdið verulegri röskun á fjölskyldulífi þeirra. Þegar rarvnsóknin var stöðvuð höfðu um 40.000 börn verið erfðaprófuð og foreldrar um 950 barna fengið viðvörun um aukna áhættu. Svipaða sögu er að segja um MS sjúkdóminn. Ef einstaklingur greinist með aukna áhættu á að fá MS getur hann lítið gert til að koma í veg fyrir það, bara beðið og séð til. Líklegt er að sú vitn- eskja sleppi ekki svo létt úr huganum og valdi viðkomandi hugarangri eða vanlíðan. Hætt er við að viðkomandi fari að túlka ýmis saklaus eða hversdagsleg líkamseinkenni í neikvæðu ljósi. Dönsk rannsókn styður þetta viðhorf (Reventlow S, Scand J Prim Health Care 2007), en í rann- sókninni kom fram að frískar konur sem fóru í beinþéttnimælingu og fengu að vita að þær væru með beinþéttni undir meðallagi fóru að tortryggja líkama sinn meira en áður. Heilsufar þeirra, metið sem upplifun á lífskrafti og sjálfsöryggi, virtist í mörgum tilvikum versna - frekar en að styrkjast. Þetta gildir örugglega ekki fyrir alla - vandamálið er að það er ekki hægt að snúa til baka. 40 LÆKNAblaðlð 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.