Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.2008, Page 49

Læknablaðið - 15.01.2008, Page 49
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR LYFJAIÐNAÐURINN OG ÞRÓUNARLÖND Ólöf Ýrr Atladóttir olof.yrr.atladottir@vsn. stjr. is Lyfjaiðnaðurinn og þróunarlönd: mistök og möguleikar Lyfjafyrirtæki hafa hagsmuna að gæta í þróun- arlöndum og íbúar þar hafa væntingar til lyfjafyr- irtækja. Aðgangur að lyfjum og heilbrigðistækni sem henta aðstæðum er ein mikilvægasta forsenda þess að stemma stigu við aðkallandi heilsufars- legum vandamálum þrórmarríkja. Samskipti lyfja- iðnaðarins við þróunarlönd eru margvísleg og á ýmsum sviðum. Hér er gefið yfirlit um þessi samskipti sem fela í sér margvíslega möguleika til uppbyggingar í auknu samstarfi fyrirtækja og fagmanna á sviði heilbrigðisþjónustu í fátækum ríkjum. Lyfjaprófanir Um allan heim bindur fólk þær vonir við ný lyf að þau muni færa sjúkum bót meina og meiri lífs- gæði. Þrátt fyrir að þróun nýrra lyfja sé vissulega ekki upphaf og endir alls í heilbrigði og lífsgæð- um skortir enn á að búið sé að þróa fullnægjandi meðferð við ýmsum sjúkdómum og kvillum sem algengastir eru meðal manna. Samkvæmt tölum frá 2001 fara 87% útgjalda til heilsugæslu til 16% fólks sem þjást af 7% heil- brigðisvandamálum heimsins1 (1). Tölur frá 2002 gefa til kynna að 90% útgjalda til rannsókna og þróunar sé eytt í sjúkdóma sem teljast 10% sjúk- dómsbyrða mannkyns (2). Vaxandi umræða hefur verið um það misræmi sem birtist í forgangsröðun viðfangsefna meðal þeirra sem fjármagna lækn- isfræðilegar rannsóknir. Þess verður að geta að jafnvel þó að smit- sjúkdómar hafi fengið mesta athygli í umfjöllun um sjúkdómabyrði í þróunarríkjum eru krónískir sjúkdómar í fátækum ríkjum orsök 27% dauðsfalla þar og 10% DALY ára (3). Rannsóknir á þessum sjúkdómum geta því einnig nýst þróunarríkjum, en þó er vandinn sá að þarna er ekki um að ræða 1DALY (Disability Adjusted Life Year): jafna sem byggir m.a. á lífslíkum, örorku og vegnum aldurs- og tímaþáttum. Siglt á heilsugæsluna. Oft er erfitt að kornast í heilbrigðisþjómistu. Mynd: ÓlöfÝrr Atiadóttir LÆKNAblaðið 2008/94 49

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.