Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 50

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 50
UMRÆÐUR O G FRÉTTI LYFJAIÐNAÐURINN OG R ÞRÓUNARLÖND Apótek í lítilli heilsugæslu- stöð á Nankumba-skaganum í Malaví. Mynd: Sigurður Guðmutidsson sjúkdóma sem von er til að hægt sé að lækna með sprautu eða koma í veg fyrir með bólusetningu, heldur eru orsakir þessara sjúkdóma oft marg- þættar og krefjast sérsniðinna aðgerða á sviði lýð- heilsu og fyrirbyggjandi aðgerða. Reglur um vísindarannsóknir á mönnum Spyrja má hvers vegna lyfjafyrirtæki ættu að sækjast eftir því að stunda rannsóknir í þróun- arlöndum, þar sem aðstæður geta verið erfiðari en í iðnríkjum. Sumir hafa viljað meina að í iðnríkjum ríki ákveðið „all gain no pain" viðhorf sem valdi því að erfitt er að fá þátttakendur í rannsóknir. Því verður ekki á móti mælt að í fátækum löndum er oft auðveldari aðgangur að þátttakendum, þeir þyrstari í aðgang að lyfjum, óupplýstari og valda- lausari gagnvart mistækum yfirvöldum. Auk þess hefur verið bent á að í fátækum löndum sé minni hætta á að þátttakendur séu að taka önnur lyf sem skekkt gætu niðurstöður eða gert öflun þátttak- enda erfiðari. í ramma 1 eru reglur um skipulag vísinda- Rammi 1. Sjö grundvallarreglur um uppbyggirgu og framkvæmd vísindarannsókna á mönnum. • Umsögn óháörar siöanefndar • Lágmörkun áhættu þátttakenda • Viöunandi mat á áhættu og ávinningi • Fullnasgjandi áætlanir um aðhlynningu og bætur ef skaöi veröur • Upplýst samþykki • Jafnræöi í umönnun og athygli • Jafnræöi í dreifingu ávinnings og byröa • Rannsóknarspurningin þarf aö varöa samfélagiö sérstaklega (US National Bioethics Advisory Commission, vitnað til af B. Caballero 2002) rannsókna á mönnum (4). Þarna kemur ekkert á óvart og ekkert virðist sér á báti fyrir þróunarlönd. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að sértæk vandamál fylgja hverri reglu. Það má augljóst vera að því fylgja ýmsar áskor- anir að stunda lyfjarannsóknir í þróunarríkjum. í fátækum ríkjum er víða skortur á þeirri þekk- ingu og reynslu sem þarf að vera til staðar til þess að óháð siðanefnd geti starfað. Auk þess er stjórnmálaástand sums staðar þannig að erfitt er að ímynda sér að slík nefnd gæti starfað óháð stjórnvöldum. Mat á áhættu þátttakenda getur einnig verið vandasamt, einfaldlega vegna þess að oft er um að ræða fólk sem býr við mikla heilsufarslega áhættu í daglegu lífi sínu. Þannig geta viðvarandi aðstæð- ur í samfélaginu skekkt mat á áhættu og ávinn- ingi. Vera má að þátttakendur geri sér ekki grein fyrir réttindum sínum innan rannsóknarinnar og veiti þar af leiðandi ekki upplýsingar um skaða eða meintilvik. Undirmálshópar í samfélaginu geta sóst sérstaklega eftir því að taka þátt í rann- sókn, vegna ávinnings sem þeir telja mögulegan, svo sem aðgang að heilsugæslu þar sem engin slík er í boði. Sú höfuðregla lífssiðfræðinnar sem fyrst þarf að huga að varðar sjálfræði þátttakenda. Menning- armunur getur verið mikilvægur í þessu tilliti - sjálfsákvörðunarréttur fer oft aðrar leiðir í sam- félögum byggðum á höfðingja- eða öldungaveldi (5) og rannsakendur þurfa að gera sér grein fyrir að hvaða leyti ákvarðanir um þátttöku eru teknar á samfélagsgrunni. Jafnframt verður að gæta að því að stjórnmálaástand er sumsstaðar brothætt, lýðræði veikburða og erfitt að meta að hvaða leyti þátttakendur í vísindarannsókn njóta raunveru- legs sjálfræðis við ákvarðanatöku (rammi 2). Ólæsi eða aðrar menningarlegar hömlur geta gert rannsakendum erfitt fyrir að veita upplýsing- ar með fullnægjandi hætti, en þó hefur verið bent á að hefðir í ýmsum samfélögum geta vísað á nýjar leiðir í þeim efnum, til dæmis er götuleikhús notað til almemiingsfræðslu með góðum árangri víða um Afríku. Erfitt getur verið að nálgast einstaka hópa í samfélaginu, til dæmis konur, til að tryggja jafnræði í þátttöku. Skaðleysisregium skal miða að því að uppfylla í undirbúningi að rannsókn, svo og með fyrri rann- sóknum áður en kemur að prófunum á mönnum. Reynslan sýnir að óvænt tilvik geta þó alltaf komið upp og því er mikilvægt að eftirlit sé gott og að þátttakendur séu tryggðir fyrir mögulegum skaða, en fátæku fólki getur reynst erfitt að leita réttar síns. Þátttakendur í Trovan prófun Pfizer árið 1996 hafa til dæmis þvælst milli Nígeríu og Bandaríkjanna með mál sitt (rammi 3). 50 LÆKNAblaðið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.