Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.2008, Qupperneq 52

Læknablaðið - 15.01.2008, Qupperneq 52
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR LYFJAIÐNAÐURINN OG ÞRÓUNARLÖND unum erfiðleikum. Að lokum gáfu þau eftir og með samkomulagi á vegum Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) var þróunarlöndum gert kleift að framleiða eigin samheitalyf. Það sam- komulag átti sér stað undir formerkjum Doha- yfirlýsingar WTO um TRIPS (Trade Related Aspents of lntellectual Property Rights, viðskipti með hug- verkaréttindi) og lýðheilsu, undir formerkjum „compulsory licensing" (sem veitir yfirvöldum heimild til að veita leyfi til að framleiða lyf án sam- þykkis einkaleyfishafa) og „parallel import" (þar sem yfirvöld eða einstaklingar í einu landi kaupa ákveðin lyf þar sem þau eru ódýrust) (17). Lönd á borð við Suður-Afríku, Brasilíu og Indland hafa síðan orðið öflugir lyfjaframleiðend- ur og þetta hefur gert mun fleiri sjúklingum kleift að njóta lyfjameðferðar; raunar er talað um Indland sem lyfjaskáp þriðja heimsins. Samkomulagið frá 2001 leiddi til þess að mörg lönd gátu framleitt samheitalyf sem enn voru bundin einkaleyfi, en óheimilt var skv. gr. 31 f að flytja þau út til annarra landa. Samkomulagið nýttist því ekki fjölmörgum fátækum ríkjum sem ekki gátu framleitt eigin lyf og hefðu þurft að flytja þau inn. Sjötti liður Doha- yfirlýsingarinnar viðurkenndi þetta vandamál og kallaði eftir lausnum. Árið 2003 var komist að samkomulagi sem kvað á um undanþágur frá gr. 31 f samkvæmt ákveðnum skilmálum. í skýrslu Oxfam í nóvember 2006 var hins vegar farið hörð- um orðum um árangurinn af samkomulaginu. Fullyrt var að fátæk ríki hefðu lítið getað nýtt sér þetta undanþáguákvæði. Bandaríkin voru sökuð um að þvinga þróunarríki til að fallast á tvíhliða samninga, svokallaða TRIPS+ samninga sem kveða á um harðari einkaleyfisvemd með hót- unum um viðskiptahindranir (18). Að undanförnu hefur styr staðið um heimild til að framleiða lyf við sjúkdómum á borð við Rammi 4. Lyfleysurannsóknir í fátækum ríkjum. í Suöur-Ameríku komst árið 2001 upp um rannsókn á vegum Discovery Laboratories á lyfi sem ætlað var ungbörnum með glærhimnusjúkdóm (idiopathic respiratory distress syndrome). Þrír armar voru ætlaöir, þar af einn lyfleysuarmur. Ljóst þótti að mörg hinna veiku barna í lyfleysuarminum myndu deyja, en á móti bentu rannsakendur á að ætlunin væri að útvega ódýrt lyf í 10 ár til þátttökulanda. Var þetta réttlætanleg fórn? Þessi börn hefðu kannski dáið hvort eð er? Fyrirtækinu sjálfu þótti ólíklegt að lyfið gagnaðist betur en þau fjögur lungnablöðruseyti (surfactant) sem voru fýrir á markaði, en framleiöslan var ódýrari (11). Gagnrýni hefur einnig beinst að rannsóknum á eyðnismituðum veröandi mæðrum, sem miða áttu að því að kanna gildi seinkominnar lyfjagjafar til að varna smiti frá móður til barns. Réttlætingin fyrir því að rannsaka þetta með samanburöi við enga lyfjagjöf var annars vegar sú að það væri viötekin meðferö (e. standard of care) í þeim löndum sem um ræddi, svo og að þarna væri veriö að kanna gildi meðferöar sem gæti nýst fleirum, ef nýtanleg væri, í þessum löndum en snemmkominn lyfjagjöf eyönilyfja, eins og tíðkast á Vesturlöndum. Hins vegar var ekki á móti því mælt að notkun lyfleysu leiddi til þess að ungbörn fæddust smituð af HIV veirunni, sem ella hefðu fæðst heilbrigö. Spurningin er hvort óyggjandi sé að engar þessara mæöra hefðu getað fengiö meðhöndlun, án þess að taka þátt í rannsókninni (12). krabbamein og sykursýki, en bent hefur verið á að mest fjölgun sjúkdómatilfella sé nú í þróun- arríkjum. Novartis fór í mál gegn ríkisstjórn og einkaleyfastofu Indlands sem hafði hafnað því að veita krabbameinslyfinu Glivec einkaleyfi á þeirri forsendu að um væri að ræða tilbrigði við efni sem þegar hefði fengið einkaleyfi (19). Dómur féll gegn kröfum Novartis í ágúst 2007 (21). Sala á lyfjum til þróunarlanda Stjórnsýslu vegna eftirlits með lyfjasölu er víða ábótavant, enda mörg þróunarríki illa í stakk búin til að veita fjármunum í eftirlit og faglega veit- ingu markaðsleyfa. Mörg dæmi eru um að lyfja- fyrirtæki markaðssetji lyf með öðrum hætti í þró- unarríkjum en í iðnríkjum (22). Læknar í þróun- arríkjum fá aðrar upplýsingar en læknar í iðnríkj- um því hefur verið haldið fram að gagnslaus, dýr og jafnvel hættuleg lyf flæði yfir þróunarlönd. Af 3021 lyfjategund sem hafði verið markaðssett 1996, voru eingöngu 482 í flokki nauðsynlegra lyfja (23). Það er hins vegar ekki fyrr en nýlega sem umræða um lyfjafalsanir hefur komist í hámæli á Vesturlöndum. Lyfjaiðnaðurinn var í upphafi tregur til að taka þátt í átaki WHO um skráningu og forgangsröðun bráðnauðsynlegra lyfja, sem hófst árið 1977 og var ætlað að auðvelda fátækum ríkjum aðgengi að þessum lyfjum (24). Á upprunalega listanum voru 230 lyf. Forsprakkar lyfjafyrirtækja héldu því fram að þátttaka þeirra í þessu átaki myndi koma í veg fyrir nýsköpun í greininni - WHO aflaði lyfjanna því annars staðar, einkum með því að leita í sam- heitalyf. Gjafir lyfjafyrirtækja til þróunarlanda Gjafir lyfjafyrirtækja til þróunarlanda eru gjaman lyfjasendingar. Þetta hefur á köflum verið umdeilt vegna þess að erfitt er að hafa eftirlit með gæðum gjafarvna og hversu vel þær nýtast. Dæmi eru um mistök, en auk þess um að lyfjafyrirtæki hafi virst vera að losa sig við lyf, sem annaðhvort nýttust ekki á markaði eða voru jafnvel óhæf til neyslu (24): • I Mongólíu fannst árið 1996 sýklalyfjasending sem ætluð hafði verið til að berjast gegn út- breiðslu sjúkdóma þar í landi. Gallinn var sá að allar leiðbeiningar voru á þýsku sem enginn í Ulan Bator skildi. Því dagaði sendinguna uppi. • Upp komst um ónefnt bandarískt lyfjafyrirtæki sem gaf útrunnið bóluefni og virtist einkum hafa staðið í því til að fá skattaafslátt. Farga þurfti lyfjunum. 52 LÆKNAblaöið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.