Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 54

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 54
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTI LYFJAIÐNAÐURINN OG R ÞRÓUNARLÖND Rammi 5. Nokkur samvinnuverkefni é sviði lyfjaþróunar undir formerkjum PPP. • Accelerating Access Initiative stíSan 2001 O Merck o.fl. fýrirtæki í samvinnu við UNAIDS, WHO, UNICEF, UNFPA og IBRD O HIV smit og eyðni • Global Alliance for TB Drug Development • Global Alliance for Vaccines and Immunization O lifrarbólga, lungnabólga og gulusótt • International AIDS Vaccine Initiative O Þróun bóluefnis, stutt af IBRD, einkaaðilum og níu þjóðríkjum • Medicines for Malaria Venture O Rannsóknir á malaríuvörnum • Drugs for Neglected Diseases Initiative O Læknar án landamæra (MSF) o.fl. o Einstök samvinna mismunandi aöila O F.o.f. Sjúkdómar hinna fátæku ■ Sjúkdómar af völdum kínetoplastíöa og annarra smásærra sníkjudýra (Chagas t.d.) Rannsóknir sýndu fram á að það gæti nýst gegn sníkjudýrasjúkdómnum árblindu (sem berst með þráðormi, Oncliocerca volvulus). Ljóst var að enginn markaður væri til fyrir ódýrt lyf sem einkum nýttist í lyfjagjöf einu sinni á ári til handa fátæku fólki. Merck ákvað að gefa lyfið og því hefur síðan verið dreift af alþjóðlegum stofnunum. • Glaxo-Wellcome hét því að gefa eina milljón meðhöndlanir með malaríulyfinu Malarone, ef hægt væri að skilgreina leiðir til að finna þá einstaklinga sem væru í mestri þörf frekar en þá sem gætu borgað. Rannsóknir í Afríku hafa sýnt fram á að unnt er að greina með einföldum hætti þá einstaklinga sem eru ónæmir fyrir öðrum malaríulyfjum. ara leiða eru starfræktir í nágrannalöndum okkar fjárfestingarsjóðir sem leggja fjármagn til fjárfest- inga í þróunarlöndum (29). Með samstarfi hins opinbera og einkageirans undir formerkjum PPP er hægt að vinna saman að verkefnum og auka þannig skilvirkni og hag- kvæmni ákveðinna verkefna, án þess að tapa því lögmæti og því gegnsæi sem opinber rekstur grundvallast á. PPP fellur og að einu þúsald- armarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt kveður á um aukna samvinnu þessara tveggja geira á sviði þróunarmála. Þó nokkur alþjóðleg verkefni hafa verið sett af stað á grunni svona samvinnu, ekki síst á sviði heilbrigðismála, eins og sjá má á ramma 5 (24). Því er jafnvel haldið fram að eitt grundvallareinkenni framkvæmdaáætlana sem leitt hafa til mælanlegs árangurs á sviði heil- brigðismála á undanförnum árum hafi verið að þær byggist á samstarfi einkageirans og opinberra aðila (30). Hérlendis er umræðan um möguleika þessarar nálgunar í þróunargeiranum vaxandi, til dæmis var haldin ráðstefna í maí 2007 um aðkomu einkageirans að þróunarmálum2. Á síðustu árum hefur samstarfi iðnaðarins við hjálparstofnanir vaxið ásmegin. Stór hluti af þeim samvinnuverkefnum sem nú hafa verið sett í gang eru undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna og WHO. En það eru einnig til dæmi um gjafmildi lyfjafyrirtækja sem gagnast hafa í baráttu gegn algengum, lífshættulegum sjúkdómum í þróun- arlöndum (30): • Eftir að hafa þróað tvíkvíslaðar nálar sem auð- velda þjálfun þeirra sem sjá um bólusetningar og bæta tækni við bólusetningar, gaf Wyeth Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni einkaleyfið á tækninni án endurgjalds. • Merck hafði þróað lyf, Mectizan, sem nýttist gegn sníkjudýrum sem leggjast á hjörtu hunda. 2 Sjá www.iceida.is/islenska/radstefnurogfundir/Undirflokkur/ Lokaorð Hverjar eru samfélagslegar skyldur lyfjafyrirtæk- is? Hafa slík fyrirtæki skyldur umfram önnur sem starfa á almennum markaði - og breytast skyld- urnar eftir því hvar starfsemin fer fram? Þessum spumingum er ekki auðsvarað. Það er auk þess varhugavert að stilla einkafyrirtækjum, á hvaða sviði sem þau starfa, upp sem eðlislægum óvinum almennings. Lyfjafyrirtæki eiga í margþættum samskiptum við almenning, í þróunarlöndum jafnt og iðnríkj- um. Þegar hagsmunir fyrirtækja og einstakra samfélagshópa fara ekki saman kemur til kasta innlendra og alþjóðlegra opinberra stofnana að leysa úr ágreiningi. Þá er mikilvægt að þær séu vandanum vaxnar. Ef til vill bera lyfjafyrirtæki engar samfélags- legar skyldur umfram önnur fyrirtæki. Þeir sem standa að lyfjafyrirtækjum bera þó ekki minni skyldur en aðrir til að leitast við að láta gott af sér leiða og haga starfsemi sinni í samræmi við þau almennu siðferðilegu norm sem gilda um allar athafnir manna. Árið 2002 birtist áskorun OXFAM, VSO og Save the Children til lyfjafyrirtækja um samfélags- lega ábyrgð gagnvart þróunarlöndum. Bent var á að heilbrigðisvandamál sem þróunarríki standa frammi fyrir séu ógnvekjandi og standi uppbygg- ingu fyrir þrifum. Samstarf einkaaðila í lyfjageir- anum, opinberra stofnana og frjálsra félagasam- taka opnar margvíslega möguleika til þess að hafa jákvæð áhrif á alþjóðleg heilbrigðismál. Hér á landi má merkja aukinn áhuga einkaaðila á því að sinna málefnum þróunarlanda með einum eða öðrum hætti. Öflug rannsóknar- og framleiðslufyrirtæki í lyfjageiranum, ásamt heilbrigðisstarfsmönnum og vísindamönnum hafa mýmörg tækifæri til að láta gott af sér leiða. 54 LÆKNAblaöið 2007/93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.