Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 60

Læknablaðið - 15.01.2008, Síða 60
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR FRÁ SIÐANEFND til umfjöllunar hjá siðanefnd LÍ að beiðni stjórnar LÍ og mun nefndin skera úr um hvort þörf sé frekari aðgerða." Hér kveður lögmaður Jóhanns Tómassonar ekki vera farið með rétt mál. Landlæknir Sigurður Guðmundsson hafi vitað eða átt að vita að það lækningaleyfi sem hann vitni til í yfirlýsingunni og hafði verið gefið út 10. júní 1977 hafi þá fyrst orðið gefið út þegar Kári Stefánsson hefði undirgengist að uppfylla skilyrði lækn- ingaleyfis að lokinni námsdvöl í Ameríku. Með þessu vottorði virðist Sigurður Guðmundsson, læknir, hafa stuðlað að þeirri trú stjórnar Læknafélags íslands og fleiri að Kári Stefánsson hefði raunverulega haft skilyrðislaust lækningaleyfi allt frá 1977. Lögmaðurinn telur að sú undanþága sem Kári Stefánsson fékk til að unnt væri að veita honum lækningaleyfi 1977 eigi sér ekki neina lagastoð og hafi allir aðrir læknar sem útskrifuðust um svipað leyti úr læknadeild HÍ orðið að gegna læknisskyldu sinni í héraði eins og kallað er, áður en þeir hafi getað hafist handa um framhaldsnám í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þetta skipti miklu máli þar sem verið hafi verið að breyta reglum í Bandaríkjunum um aðgang erlendra lækna að framhaldsnámi þar og hafi það getað seinkað framhaldsnáminu og gert það hjá þeim sem orðið hafi að fara að lögum og gegna héraðsskyldu. Undan því hafi Kári Stefánsson hins vegar komist með heit- vinningu sinni hjá landlæknisembættinu. Samkvæmt þessu telj- ist sannað að lækningaleyfi Kára Stefánssonar hafi verið skilyrt þótt það kæmi ekki fram í lækningaleyfinu sjálfu, enda hefði það þá verið ógilt. í stað þess að færa skilyrðið inn í lækningaleyfið hafi það verið sett á sérstakt skjal og Kári Stefánsson látinn vinna það heit að standa við skilyrðið. Það hafi Kári Stefánsson ekki gert að því er best sé vitað og hafi því enn ekki uppfyllt skilyrð- ið, en hann geti að sjálfsögðu gert það þótt síðar verði. Almennt lækningaleyfi sé forsenda sérfræðilækningaleyfis og hefði því ekki átt að veita Kára Stefánssyni það leyfi nema að uppfylltu skilyrðinu. NIÐURSTAÐA Af hálfu Jóhanns hefur verið bent á ákvæði 3. mgr. 5. gr. siða- reglna lækna sem tók gildi í september 2005. Segir þar að lækni sem fái vitneskju um aðstæður sem hann telur faglega óvið- unandi sé skylt að gera grein fyrir þeim skoðunum sínum. Umfjöllun Jóhanns um þá ákvörðun að Kári Stefánsson leysti af lækna á taugadeild Landspítalans felur í sér mjög hvassa gagnrýni á þá ráðstöfun. Kemur þar fram mikil vandlæting greinarhöfundar á ráðstöfun þessari sem hann er augljós- lega mjög ósáttur við. Kári Stefánsson hefur kært ritstjóra Læknablaðsins til siðanefndar vegna þess að greinin var birt í blaðinu og telur að í greininni veitist höfundur að sér og starfs- heiðri sínum sem læknir. Til þess ber að líta að því eru takmörk sett hverjar skorður læknum eru settar þegar þeir fjalla um störf starfssystkina sinna. Of þröng túlkun gæti leitt til þess að menn teldu sér ekki fært að fjalla um menn eða málefni af ótta við að verða sakaðir um brot á siðareglum stéttarinnar og telur Siðanefnd að það sé til þess fallið að hamla eðlilegri umræðu. Því telur nefndin að ekkert hafa verið því til fyrirstöðu að fjallað var um ráðningu Kára Stefánssonar til afleysinga á taugadeild Landspítalans í grein í Læknablaðinu umrætt sinn. Verður enda að játa höfundi svigrúm í þessu efni með vísan til grunnraka þeirra sem liggja að baki ákvæðis 3. mgr. 5. gr. siðareglna lækna. Enda þótt nefndin telji að greinarskrifin í heild sinni feli ekki í sér brot á siðareglum lækna segir þar á einum stað: Ferill Kára í verklegu og klínísku námi í læknadeild Háskóla Islands og á kandídatsári var með endemum. Orð þessi verða engan veginn talin fela í sér háttvísi í umtali greinarhöfundar um starfsbróður sinn og fela þau í sér brot á 3. mgr. 22. gr. siðareglna lækna þar sem segir: Lækni er skylt að auðsýna öðrum læknum drengskap og hátt- vísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum, í ræðu og riti og hann skal forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna. Þá segir í greininni: Kári hefur skilyrt, takmarkað lækningaleyfi, útgefið til bráða- birgða 10. júní 1977. Önnur lækningaleyfi, sem íslenzk heil- brigðisyfirvöld hafa veitt honum, eru því sennilega ólögleg. Leyfi það sem hér ræðir um er gefið út af heilbrigðisráðherra og ekkert kemur fram um að ráðherra hafi bundið það skilyrð- um eða takmörkunum. Er því sú fullyrðing að Kári Stefánsson hafi skilyrt, takmarkað lækningaleyfi röng, enda þótt grein- arhöfundur álíti að læknirinn hefði ekki fullnægt þeim skil- yrðum sem giltu um útgáfu lækningaleyfis í júnímánuði 1977. Þá segir að önnur lækningaleyfi sem íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi veitt Kára Stefánssyni séu sennilega ólögleg. Þetta er til þess fallið að rýra traust og álit starfsbróður Jóhanns og telur Siðanefnd að ummæli þessi feli í sér brot á fyrrgreindu ákvæði siðareglna lækna. Að öðru leyti telur Siðanefnd greinarskrif læknisins ekki fela í sér brot á siðareglum lækna. Af hálfu stjórnar Læknafélags íslands hefur engin krafa komið fram um að Jóhann verði beittur viðurlögum vegna brots á siðareglum og telur nefndin í ljósi þess að ekki séu efni til þess að áminna lækninn vegna þessa brots hans. ÚRSKURÐARORÐ Læknirinn Jóhann Tómasson braut gegn siðareglum lækna með eftirfarandi ummælum í grein hans sem birtist í 9. tbl. 91. árgangs Læknablaðsins: „Kári hefur skilyrt, takmarkað lækningaleyfi, útgefið til bráðabirgða 10. júní 1977. Önnur lækningaleyfi, sem íslenzk heil- brigðisyfirvöld hafa veitt honum, eru því sennilega ólögleg." „Ferill Kára í verklegu og klínísku námi í læknadeild Háskóla íslands og á kandídatsári var með endemum." Allan V. Magnússon Ingvar Kristjánsson Stefán B. Matthíasson 60 LÆKNAblaðið 2008/94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.