Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.2008, Page 39

Læknablaðið - 15.06.2008, Page 39
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI MEÐ UMFJÖLLUN sjúkdómurinn vangreindur, sérstaklega í fullorðn- um, þar sem margir þeirra hafa lítil þindarslit sem gefa lítil eða engin einkenni. Meðfætt þindarslit er mun algengara vinstra megin (60-80% tilfella) en hægra megin (10). Þrír af hverjum fjórum sjúklingum greinast innan sólarhrings frá fæðingu (6), oftast vegna öndunarerfiðleika sem rekja má til þrýstings kviðarholslíffæra á lungun. Þar við bætist að lungu þessara sjúklinga eru oft vanþroska (pul- monary hypoplasia) og lungnaháþrýstingur til staðar sem eykur enn frekar á öndunarerfiðleikana (11). Þessi börn þurfa því oft á öndunaraðstoð með öndunarvél að halda áður en hægt er að taka þau til aðgerðar og loka þindarslitinu (9, 12). í þess- um hópi sjúklinga er dánarhlutfall hátt (15-50%), fylgikvillar eru tíðir og mörg þessara bama fá langvinnan lungnasjúkdóm (6,7,9-13). I fjórðungi tilvika greinist þindarslitið síðar á ævinni (6), oftast nokkrum dögum frá fæðingu eða jafnvel löngu síðar eins og í okkar tilfelli. Öndunarerfiðleikar em þá yfirleitt ekki áberandi og röntgenmynd af lungum því ekki tekin strax eftir fæðingu. Horfur þessa sjúklingahóps eru mun betri en hinna sem greinast á fyrsta sólarhring eftir fæðingu og undantekning er að þessir einstaklingar lifi ekki af skurðaðgerð (6, 10). í nýlegri rannsókn voru til dæmis fimm af 29 sjúklingum greindir síðar en einum sólarhring frá fæðingu og 4 af 23 sjúklingum sem greindust á Islandi (6). Langflestir þessara sjúklinga voru á aldrinum 6-12 mánaða og enginn á fullorðins- aldri eins og í þessu tilfelli, enda afar sjaldgæft að meðfætt þindarslit greinist í svo fullorðnum einstaklingum. Svipuðum tilfellum hefur þó verið lýst áður (14). Helstu einkenni hjá sjúklingum með meðfætt þindarslit sem greinist seint eru hósti, mæði og verkir í brjóst- eða kviðarholi. Líkt og konan í tilfellinu sem lýst er hér þá geta þessir einstak- lingar þó verið algjörlega einkennalausir í langan tíma. Einnig getur meðfætt þindarslit greinst fyrir tilviljun, til dæmis við kviðar- eða brjósthols- aðgerðir eða myndrannsóknir sem gerðar eru af öðrum ástæðum. Meðfædd þindarslit hjá fullorðn- um eru oft lítil og kviðarholslíffæri ná því ekki að þrengja sér í gegnum þindina og valda einkenn- um. I tilfellinu sem hér er lýst hafði netja troðist í gegnum gatið, jafnvel þótt lifrin hyldi stóran hluta af gatinu. Meðferð er fólgin í því að draga kviðarholslíffæri í kviðarhol eða fjarlægja netju eins og í þessu tilviki og sauma fyrir gatið. Er þá oftast farið í gegnum kviðarholsskurð en ekki brjósthol eins og gert var í þessu tilviki. Þó er í auknum mæli farið að nálgast þindarslit frá brjóstholi með brjóstholsspeglun (15). Mynd 3a-e. Myndir úr brjóstholsaðgerð. Upphaf aðgerðar, fyrirferð vel afmörkuð með himnufrá nærliggjandi vefjum (a). Himna opnuð (b). Innihaldið, netja, himnan og þindarhaulspoki (c). Netja fjarlægð og sett í nýrnabakka (d). Gati á þind lokað með saumi (e). Lokaorð Þetta sjúkratilfelli sýnir að meðfætt þindarslit getur greinst á fullorðinsárum. Einkennin eru oft- ast ósértæk og væg, þar sem hósti, mæði og verkir í brjóstholi eru algengust. Greining getur því verið snúin og dregist á langinn. Því er mikilvægt að Mynd 4. Röntgenmynd af lungum tveimur mánuðum frá aðgerð. Væg hástaða sést á hægri þindarhelmingi, á sama stað oggert hafði verið við þindarslitið. Að öðru leyti er um nánast eðlilega röntgenmynd að ræða. LÆKNAblaðið 2008/94 475

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.