Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2008, Síða 49

Læknablaðið - 15.06.2008, Síða 49
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR KRABBAMEINSFÉLAGIÐ Sigurður Björnsson lætur afformennsku í Krabbameinsfélagi íslands. mál hvort hefja eigi meðferð gegn því þar sem sjúkdómurinn fer sér iðulega hægt og truflar ekki lífsgæði einstaklingsins. Þetta verður þó að meta í hverju tilfelli fyrir sig. A næstunni mun hefjast umfangsmikil leit að krabbameini í ristli og endaþarmi á íslandi. Aðalhvatamaðurinn er hugsjónamaður í hópi meltingarlækna, Asgeir Theodórs, sem hefur barist fyrir að koma slíkri leit á allan sinn starfs- feril. Þetta er krabbamein sem auðvelt er að lækna eða halda í skefjum ef greining á sér stað nógu snemma en leitin reiðir sig á samstarf við fólkið í landinu þar sem þeir sem taka þátt þurfa að skila inn saursýni. Eitt af einkennum ristilkrabbameins er blóð í hægðum. Þetta er kannski ekki það allra geðslegasta sem fólk gerir en mjög mikilvægt engu að síður." Víða um heim eru heilbrigðisyfirvöld að velta fyrir sér hvort hefja eigi bólusetningu ungra stúlkna gegn HPV vírus sem er einn helsti valdur að leghálskrabbameini. „HPV vörtuvírusinn smit- ast við kynmök og því þarf að bólusetja stúlkur áður en þær verða virkar í kynlífi. Talað er um að heppilegasti aldurinn sé 10-12 ára. Þetta er mjög öflug vöm gegn leghálskrabbameini síðar á æv- inni en víða hefur umræðan snúist um siðfræði- legar hliðar málsins eins og hvort bólusetning leiði til þess að stúlkur verði kæmlausari í kynlífi. Mikilvægt er að koma því til skila að bólusetning er hvorki getnaðarvörn né vörn gegn öðrum kyn- sjúkdómum." Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins var stofnuð árið 1954 og er í dag nákvæmasta heimild um tíðni og tegundir krabbameina sem herjað hafa á þjóðina í nær 60 ár. „Þama eru skráð öll tilfelli krabbameina sem fundist hafa ásamt ítarlegum upplýsingum um hvern og einn sjúkling, og því er skráin ekki aðeins merk heimild um þróun krabbameina meðal þjóðarinnar á þessum tíma heldur ómetanlegt vísindatæki við allar rannsókn- ir á krabbameinum meðal íslendinga frá því um miðja síðustu öld," segir Sigurður. Hann bætir því við að mikilvægt sé að skráin sé í höndum aðila eins og Krabbameinsfélagsins, sjálfstæðrar stofn- unar sem ekki heyrir undir opinber stjómvöld en unnin í samvinnu við landlækni sem er ábyrgð- armaður skrárinnar. „Ég tel mjög mikilvægt að svo verði áfram og að gengið sé um þær upplýsingar LÆKNAblaðið 2008/94 485

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.