Læknablaðið - 15.05.2010, Síða 3
; ' j Jnfj
! C!
Nýtt hlutverk merkrar byggingar
Fátt bendir nú til annars en að Heilsuvemdarstöðin við Barónsstíg hafi endanlega lokið hlutverki
sínu við heilsuvernd Reykvíkinga þar sem nýverið var samþykkt í borgarráði að heimila þar
hótelrekstur. Húsið teiknaði Einar Sveinsson arkitekt og var það vígt 2. mars 1957 eftir að hafa
verið sjö ár í byggingu. Fyrsta deildin hóf þó starfsemi 1953. Frá upphafi voru þrjár deildir í
annarri álmunni, þeirri sem veit að Barónsstíg: ein fyrir barnavernd, önnur fyrir mæðravernd en í
enda álmunnar var húð- og kynsjúkdómadeild. I álmunni sem snýr að Egilsgötu var upphaflega
berklavamadeild og síðar geðverndardeild bama en á 2. hæð aðalbyggingarinnar var berkla- og
röntgendeild. Á neðstu hæðinni var slysavarðstofa. Á tveimur efstu hæðunum var heilsuverndin
og þar var einnig sjúkradeild og gert ráð fyrir að þar gætu verið allt að 50-60 sjúkrarúm.
Heilsuverndarhlutverki sínu lauk byggingin endanlega eftir að gerð var tilraun til að reka þar
einkafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu árin 2007-2008.
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS
Myndin á forsíöu Læknablaðsins er stillimynd úr
myndbandsverki eftir Huldu Rós Guðnadóttur (f. 1973).
Verkið er margslungin innsetning þar sem fjöldi ólíkra
myndbanda í einu og sama rýminu mynda heild og var
það frumsýnt i Berlín fyrr á árinu. Hops Hopsi (2010) á
uppruna sinn í yfirgefnum skemmtigarði þar í borg sem
kallast Spreepark. Garðurinn var
vinsæll í tíð Þýska alþýðulýðveldisins
en eftir sameiningu Þýskalands
tók að halla undan fæti og nú er
hann gjaldþrota og í eyði. Hulda
Rós heillaðist af þessum undarlega
stað og hefur undanfarin ár farið
þangað í reglulegar skoðunarferðir
auk þess að rannsaka sögu hans og
gildi á sínum tíma. Yfirvöld notuðu
skemmtigarðinn sem áróðurstæki
þar sem glansmynd var búin til af aðstæðum i Austur-
Þýskalandi. Á aðra milljón gesta komu þangað árlega til
að upplifa skemmtun og leiktæki, en ekki síst til að njóta
ferskra ávaxta á þar til gerðum básum enda slíkt ekki á
hverju strái. Gróðurinn hefur nú yfirhöndina og er við að
kaffæra þau mannvirki sem fyrir eru. Tívolitækin standa
enn sem og barnaleiksviðið þar sem trúðarnir Hops og
Hopsi skemmtu yngri kynslóðinni, en heiti verkefnisins er
sótt til þeirra. Hulda Rós skoðar í verki sínu ólíka staði í
garðinum, hvert myndbandið á fætur öðru sýnir kyrrstöðu
og endurtekningu. Hún lætur undarlegum náunga bregða
fyrir hér og þar. Hann er klæddur í jakkaföt, síbrosandi
með risastórt brúðuhöfuð en hann virðist ekki hafa
neinum sérstökum tilgangi að gegna. í myndbandinu
sem hér um ræðir má sjá hann á niðurníddum bar þar
sem hann töfrar fram litríka
gosdrykki og tertur. Enginn
gæðir sér á þeim enda er
hann aleinn á svæðinu.
Hulda Rós notaði þessa
fígúru fyrst í eldra verki sem
hún gerði í miðju góðæri
og sýndi útrásarvíking fara
mikinn á hestbaki. Nú bregður
honum aftur fyrir við þessar
einkennilegu aðstæður í
tómu tívoíi. Listakonan skeytir þannig saman þeirri
kúvendingu sem varð við sameiningu Þýskalands og því
óvissuástandi sem skapast hefur í kjölfar efnahagshruns.
Sósíalismi og kapítalismi mætast á undarlegri
endastöð þar sem enginn er eftir til þess að taka þátt í
blekkingarleiknum. Fyrirhugað er að sýna verkið í heild
sinni á næstunni í Listasafni Reykjavíkur.
Markús Þór Andrésson
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICALIOURNAL
www. laeknabladid. is
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
564 4104-564 4106
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Jóhannes Björnsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Anna Gunnarsdóttir
Bryndís Benediktsdóttir
Engilbert Sigurðsson
Gunnar Guðmundsson
Inga S. Þráinsdóttir
Tómas Guðbjartsson
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og Ijósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Dögg Árnadóttir
dogg@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1700
Áskrift
9.500,- m. vsk.
Lausasala
950,- m. vsk.
Prentun, bókband
og pökkun
Oddi
Umhverfisvottuð prentsmiðja
Höfðabakka 3-7
110 Reykjavík
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að
birta og geyma efni blaðsins á
rafrænu formi, svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita með
neinum hætti, hvorki að hluta né í
heild án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Ubrary of
Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation
Reports/Science Edition og
Scopus.
The scientific contents of the
lcelandic Medical Journal are
indexed and abstracted in
Medline (National Ubrary of
Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation
Reports/Science Edition and
Scopus.
ISSN: 0023-7213
LÆKNAblaðið 2010/96 315