Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 51

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 51
UMRÆÐA O G FRÉTTIR UMFERÐARÖRYGGI „Hagsmunasamtök eldri borgara þurfa að koma að umræðu um akstur og umferðaröryggi í auknum mæli. Talið er að hreyfanleiki sé ein af meginundirstöðum ánægjulegs ævikvölds . . . en, frelsi einstaklings til að komast á milli staða takmarkast af frelsi annarra í umferðinni til að geta verið þar óhultir. Það er mikilvægt að gert sé ráð fyrir eldri borgurum í umferðinni, á hvaða máta sem þeir komast á milli staða." Birna lauk máli sínu með þeim orðum að mikilvægt væri að rannsóknir á akstri eldri ökumanna verði auknar, umfang vandamálsins skoðað og möguleg úrræði fundin. Gamall en frískur „Siðfræðiráð hefur þetta frumvarp til umfjöllunar og mun skila áliti sínu nú um mánaðamótin (apríl/maí)," segir Jón G. Snædal öldrunarlæknir, formaður siðfræðiráðs Læknafélags íslands. „Mín persónulega skoðun á þessari grein frumvarpsins er að með því sé verið að gera lækni skylt að greina frá því ef hann telur að skjólstæðingur hans sé ófær um akstur ökutækis. Með þessu er verið að víkja þagnarskyldu læknisins gagnvart sjúklingi til hliðar. Þetta tel ég ekki að læknar geti sætt sig við. Ég vil líka leggja áherslu á að ýmsar aðrar leiðir eru færar í dag. Læknir getur, ef hann telur að yfirvofandi hætta stafi af akstri sjúklings, tilkynnt það yfirvöldum á grundvelli þess að trúnaðarskyldan verði að víkja fyrir almannaheillum. Reynsla annarra þjóða af því að lögfesta tilkynningaskyldu lækna er sú að það breytir mjög litlu." Jón segir hins vegar alveg rétt að tímabært sé að færa margt til betri vegar og skýra betur þær reglur sem í gildi eru. „Vottorðin sem við erum að gefa út eru orðin 35-40 ára gömul og tímabært að endurskoða þau. Trúnaðarlæknir Umferðarstofu er mjög til bóta og ég tel að það leysi obbann af þeim vanda sem læknar standa frammi fyrir. Það sem við viljum ekki er að tilkynningaskyldan verði lögfest. Ég tel að læknar upplifi það sem ákveðna þvingun. Persónuvernd hefur einnig túlkað þagnarskylduna mjög þröngt og það þarf að taka tillit til þess." Jón segir ennfremur að læknar hafi komið sér upp ákveðnum verklagsreglum varðandi mat á hæfi sjúklinga til að stjórna ökutæki. „Öldnmarlæknar sem fást við sjúklinga með heilabilun settu sér verklagsreglur fyrir lifandis löngu og byggðu þær á rannsóknum sem gerðar hafa verið. Vandinn reyndist minni en við áttum von á." Jón segir að þau mál sem valdi læknum verulegum vanda séu tiltölulega fá en engu að síður nægilega mörg og alvarleg til að setja verði skýrar reglur um hvemig bregðast skuli við. „A Grensásdeild og Reykjalundi sem fást við endurhæfingu sjúklinga hefur lengi verið unnið eftir ákveðnum verklagsreglum varðandi akstur; varðandi sjúklinga með flogaveiki eða sykursýki eru í gildi almennar reglur sem heimilislæknar og taugalæknar miða við. Ég tel því að búið sé að ná utan um vandann að verulegu leyti. Algengasta vandamálið sem reynst getur heimilislækni erfitt að leysa er eftirfarandi: Gamall maður kemur til heimilislæknis síns sem hann hefur verið hjá til margra ára. Ekkert er beinlínis að gamla manninum, hann er frískur en einfaldlega orðinn gamall. Læknirinn er samt farinn að efast verulega um getu gamla mannsins til að aka en fyrir hann er það gríðarlega mikilvægt að halda áfram að keyra bílinn. Hann getur með engu móti sætt sig við að missa ökuréttindin og læknirinn hefur ekkert ákveðið í höndunum annað en að maðurinn er orðinn gamall og þess vegna tímabært að hann leggi akstur á hilluna. í slíku tilfelli er mjög gott að geta vísað málinu til trúnaðarlæknis og fengið úr því skorið hvort endumýja eigi ökuleyfið eða ekki." LÆKNAblaðiö 2010/96 363

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.