Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 61

Læknablaðið - 15.05.2010, Page 61
UMRÆÐA O G FRÉTTIR HJARTABILUN Anna G. Gunnarsdóttir hjúkrunarfræöingur á göngudeild hjartabilunar aðstoðar sjúkling. Lítil umræða um hjartabilun Þær bæta því við að hjúkrunarfræðingur sé alla daga á göngudeildinni og að stuðningurinn sem þar er veittur vegi þungt fyrir sjúklinga. „Fyrir utan álag sem fylgir því fyrir sjúklinga að leggjast inn á sjúkrahús skiptir hver dagur máli sem sparast í innlögn. Þá gefst einnig gott tækifæri í göngudeildinni til að samþætta ýmsa aðra þjónustu, svo sem heimahjúkrun í því augnamiði að gera sjúklingnum kleift að vera heima þrátt fyrir einkennamikinn sjúkdóm," segir Anna. Þær segja að almennt hafi verið lítil umræða í samfélaginu um hjartabilun og áhrif sjúkdómsins á sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Tilgangur hjartabilunardagsins er að bæta þar úr með fræðslu ásamt því að vekja athygli á þessari sérhæfðu göngudeild og að til hennar sé hægt að vísa sjúklingum. Þær segjast vona að samvinna við heilsugæslulækna og aðra sérfræðinga utan sjúkrahússins muni aukast svo meðferð þessa sjúklingahóps verði markvissari. LÆKNASTOFUR TIL LEIGU í nýstandsettu húsnæði Læknamiðstöðvar Vesturlands á Akranesi eru til leigu læknastofur. Öll aðstaða er til fyrirmyndar. Húsnæðið er að Dalbraut 1 og er miðsvæðis í bænum, í nálægð við verslanir og aðra þjónustu. Sanngjörn leiga. Upplýsingar veitir Haraldur Sigurðsson í síma 431 1966. LÆKNAblaðið 2010/96 373

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.