Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2010, Page 4

Læknablaðið - 15.09.2010, Page 4
EFNISYFIRLIT Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvö- földu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röö: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og myndir skulu vera bæði á ensku og íslensku. Tölvuunnar myndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. RITSTJÓRNARGREINAR Matthías Halldórsson Rítalín til góðs eða ills Baráttuna gegn misnotkun verður að efla, en hún má ekki verða til þess að hindra aðgengi þeirra sem eru með staðfest ADHD og hafa gagn af meðhöndlun einkenna sinna. 519 Einar S. Björnsson Clostridium difficile sýkingar. Vaxandi heilsufarsvandamál á Vesturlöndum Sýkingin sækir í sig veðrið með meinvirkari stofnum. Faraldrar hafa brotist út og fleiri alvarlegar sýkingar og fleiri dauðsföll fylgt í kjölfarið. FRÆÐIGREINAR Rúnar Bragi Kvaran, Elsa Björk Valsdóttir, Helgi Kjartan Sigurðsson, Magnús Gottfreðsson Clostridium difficile sýkingar á Landspftala 1998-2008 Niðurstöður rannsóknar benda ekki til þess að meinvirkari stofnar C. difficile hafi náð útbreiðslu hérlendis. Hafa þarf eftirlit með faraldsfræði sjúkdómsins innan veggja spítalans og æskilegt að aðstaða sé til þess að stofngreina bakteríur sem valda alvarlegum sýkingum. Þá er hægt að bregðast við í tæka tíð þegar meinvirkari stofnar láta á sér kræla. Jón Pálmi Óskarsson, Sigurður Halldórsson Mat á greiningu og meðferð bráðrar skútabólgu á þremur heilsugæslustöðvum Fylgni við þær erlendu klínísku leiðbeiningar sem notaðar voru til hliðsjónar við gerð þessarar rannsóknar reyndist sáralítil og í raun handahófskennd. Rannsóknin bendir til þess að þótt skútabólga sé greind hér í svipuðum mæli og annars staðar sé um verulega ofgreiningu bakteríusýkinga að ræða. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: www.laeknabladid.is/fragangur- greina Umræðuhluti Margrét Björnsdóttir 537 Kostnaðarvirknigreining á bólusetningu gegn pneumókokkum á íslandi Pneumókokkasýking er algeng og veldur áhyggjum vegna fjölgunar ónæmra og fjölónæmra stofna. Hægt er að bólusetja börn gegn algengustu hjúpgerðum bakteríunnar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bólusetning sé hagkvæm ef miðað er við upphafsforsendur. Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram. Birgir Guðmundsson, Bjarni A. Agnarsson, Guðmundur Geirsson Tilfelli mánaðarins 545 516 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.