Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 11
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Clostridium difficile sýkingar á Landspítala 1998-2008 Rúnar Bragi Kvaran1 læknanemi Elsa Björk Valsdóttir1'2 skurðlæknir Helgi Kjartan Sigurðsson2 skurðlæknir Magnús Gottfreðsson1’3 lyf- og smitsjúkdómalæknir Lykilorð: Clostridium difficile, sýklalyf, ristilbólga, faraldsfræði, spítalasýkingar. Ágrip Tilgangur: Að kanna faraldsfræði og alvarleika ristilbólgu af völdum C. difficile á Landspítala og meta hvort meinvirkni sýkingarinnar hafi aukist á Islandi líkt og víða á Vesturlöndum. Efniviður og aðferðir: Sýkingar af völdum C. difficile á Landspítala árin 1998-2008 voru fundnar með því að finna jákvæð eiturefnapróf í hægðasýnum úr gagnagrunni sýklafræðideildar. Urtak klínískra upplýsinga um sjúklinga sem voru greindir í janúar og júní hvert ár á rannsóknartímabilinu var skoðað sérstaklega. Alls voru það 237 sýkingar. Niðurstöður: A 11 ára tímabili reyndist 1861 sýni af 11.968 (16%) jákvætt fyrir C. difficile og einstakar sýkingar voru 1492. Nýgengi sýkingar var 29% hærra í lok en upphafi tímabilsins og var að meðaltali hæst í aldurshópnum >80 ára þar sem það var 387 tilfelli á hverja 100.000 íbúa íslands á ári. Fjöldi sýkinga á 1000 innlagnir jókst um 71% og fjöldi sýkinga á 10.000 legudaga jókst um 102%. 92% sýkinga tengdust heilbrigðisþjónustu og 47% voru spítalasýkingar. Meirihluti sjúklinga tók sýklalyf innan þriggja mánaða fyrir sýkingu. Algengasta einkenni sýkingar var niðurgangur. Yfirgnæfandi meirihluti (93%) þeirra sem nægar upplýsingar fundust um náðu bata eftir eina sýklalyfjameðferð og enginn gekkst undir aðgerð. Ályktanir: Sýkingar af völdum C. difficile voru fleiri árið 2008 á Landspítala en árið 1998. Innsendum sýnum fjölgaði hins vegar stöðugt og meira en sýkingum. Fáir sýkjast án þess að hafa einn eða fleiri þekktra áhættuþátta. I flestum tilvikum dugði stök meðferð með metrónídazóli til þess að uppræta sýkingu. Meinvirkni C. difficile virðist ekki hafa aukist hér á landi. Inngangur Tíðni og alvarleiki ristilbólgu af völdum Clostridium difficile (C. difficile) hefur farið vaxandi á Vesturlöndum á síðustu árum með tilkomu meinvirkari stofna.1 Faröldrum slíkra stofna hefur verið lýst frá upphafi þessarar aldar í Norður-Ameríku og Evrópu.13 I Evrópu hefur verið greint frá faröldrum á 113 spítölum.4 Aukna tíðni og alvarleika C. difficile sýkinga má rekja til þessara nýju stofna bakteríunnar sem framleiða meira af eiturefnum (e. toxins), eru þolnari gagnvart sýklalyfjum, eða hvort tveggja.1 Samhliða þessu hefur þörf á skurðaðgerðum aukist.5 Þannig má nefna að tíðni sýkinga í Bandaríkjunum þrefaldaðist á árunum 2000- 2005. Þessari aukningu fylgdi fjölgun dauðsfalla, sérstaklega á meðal aldraðra.6 Sýklalyfjameðferð er aðaláhættuþáttur sýk- ingar af völdum C. difficile. Sýklalyf raska örveruflóru ristilsins og gefa þannig C. difficile tækifæri til yfirvaxtar. Klindamýcín, þriðja kynslóð kefalósporína, nýrri flúórókínólónar og amoxicillín með klavúlansýru ýta mest undir sýkingar en nánast hvaða sýklalyf sem er getur stuðlað að sýkingu.7 Einkenni geta komið fram frá upphafi sýklalyfjameðferðar og allt að þremur mánuðum eftir að henni er hætt.4 Dæmigerð einkenni eru vatnskenndur niðurgangur og kviðverkir. Við skoðun er líkamshiti gjarnan hækkaður og eymsli finnast yfir neðanverðum kvið.9 Fjöldi hvítra blóðkorna getur ýmist verið eðlilegur eða gríðarlega hækkaður (>50 þúsund hvít blóðkorn/ mm3) og alvarlegri sýkingum getur fylgt hækkun á CRP.8’10 í alvarlegustu tilfellum er hætta á blóðsýkingu sem getur þróast yfir í sýklasóttarlost og kallað á gjörgæslumeðferð.4-10 Meðferð C. difficile sýkingar fer eftir alvarleika og er fyrst beitt sýklalyfjameðferð, oftast metrónídazóli eða vankómýcíni. Einnig er mikilvægt að hætta gjöf annarra sýklalyfja ef þess er kostur. Sýkingar af völdum hinna nýju meinvirkari stofna virðast svara hefðbundinni meðferð verr en sýkingar af eldri stofnum og hefur tíðni bakslaga (e. relapse) aukist hjá þeim sem fá meðferð með metrónídazóli. Enn hefur þó ekki verið sýnt fram á þol meinvirkari stofna gegn metrónídazóli.4 Gjöf gersveppsins Saccharomyces boulardii (S. boulardii) minnkar líkur á bakslagi hjá þeim sem fá endurteknar C. difficile sýkingar ef hann er gefinn ásamt viðeigandi sýklalyfjum.11 Ýmis meðferðarúrræði hafa verið reynd hjá þeim sjúklingum sem fá endurteknar C. difficile sýkingar. Vankómýcín er hugsanlega besta lausnin og samsetning stórra skammta vankómýcíns og LÆKNAblaðiö 2010/96 523
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.