Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2010, Page 12

Læknablaðið - 15.09.2010, Page 12
F R Æ Ð I G R E I RANNSÓKN N A R S. boulardii er eina samsetta meðferðin sem sýnt hefur verið fram á að dragi úr endurteknum sýkingum.4 Nýlegar rannsóknir benda til þess að í erfiðum tilvikum megi lækna og ná jafnvægi í þarmaflóru sjúklinga með því að gefa þeim hægðainnihald í meltingarveg og þá helst frá maka eða nákomnum ættingja.12 Síðasta meðferðarúrræði við alvarlegri C. difficile ristilbólgu er að nema brott ristil, að fullu eða að hluta. Sjúklingar með svæsna ristilbólgu og merki um lífhimnubólgu eða rof á ristli þurfa oft algjört ristilnám.13 Lykillirtn að bættri meðferð er að greina sjúkdóminn snemma og framkvæma skurðaðgerð sem fyrst. Ein rannsókn sýndi að lífslíkur sjúklinga eru töluvert betri eftir skurðaðgerð ef hún er gerð áður en þeir þurfa á æðaherpandi lyfjum, aðstoð öndunarvélar eða hvoru tveggja að halda.14 Faraldsfræði C. difficile sýkinga á íslandi hefur ekki verið rannsökuð en í ljósi slæmrar þróunar víða erlendis er mikilvægt að kanna hana á Landspítala, stærstu heilbrigðisstofnun landsins. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka faraldsfræði og alvarleika C. difficile sýkinga árin 1998-2008. Efniviður og aðferðir Skilgreining tilfella Rannsóknarþýðið voru sjúklingar á Landspítala með jákvæð eiturefnapróf í hægðum samkvæmt gagnagrunni sýklafræðideildar spítalans árin 1998-2008. Jafnframt var aflað upplýsinga um heildarfjölda hægðasýna sem send voru inn til C. difficile leitar á sama tíma. Greining sýklafræðideildar á eiturefnum C. difficile var gerð með þremur mismunandi prófum á tímabilinu. Árin 1998-2000 var notað Premier C. difficile Toxin A (Meridian Diagnostics, Inc.). Frá árinu 2001 fram í febrúar 2005 var notað C. difficile Tox-A Test (Techlab, Inc.) og frá febrúar árið 2005 hefur verið notað C. difficile Tox A/B IITM (Techlab, Inc.) sem sker sig frá hinum að því leyti að það greinir bæði eiturefni A og B. Ef tvö eða fleiri jákvæð sýni voru frá sama sjúklingi voru þau talin endurspegla sömu sýkingu eða bakslag hennar ef tímabil milli þeirra var styttra en 28 dagar og þá var sýking talin stök. Ef 28 eða fleiri dagar skildu að jákvæð sýni var talið að um endurteknar sýkingar væri að ræða. I sumum tilfellum voru niðurstöður eiturefnaprófs taldar falskt jákvæðar til að mynda vegna blóðs í hægðum og voru þau tilfelli útilokuð. Allar sýk- ingar voru því á endanum annaðhvort flokkaðar stakar eða endurteknar eftir að falskt jákvæð próf höfðu verið útilokuð. Spítalasýkingar voru skilgreindar sem sýkingar sem greindust eftir tveggja sólarhringa dvöl eða lengri á sjúkrahús- inu. Sýkingar tengdar heilbrigðisþjónustu voru skilgreindar sem sýkingar hjá einstaklingum sem legið höfðu á spítala einhvern tímann innan þriggja mánaða fyrir sýkingu. Rannsóknin var framkvæmd að fenginni heimild Persónuverndar, siðanefndar Landspítala og framkvæmdastjóra lækninga spítalans. Faraldsfræði Athugað var hvernig fjöldi jákvæðra sýna þróaðist árin 1998-2008 og hvemig sýkingar dreifðust yfir mánuði ársins, hversu margir fengu staka sýkingu, hversu margir fengu endurteknar sýkingar og kynjahlutfall. Einnig var athugað innan hvaða sviða flestar sýkingar höfðu greinst árin 1998-2008 og hvemig þær dreifðust milli Tafla I. Tölur yfir sýkingar á Landspítala ísamhengi við innlagnir og legudaga ásamt meðaltölum. Upplýsingar um innlagnir og legudaga voru fengnar úr starfsemisupplýsingum spítaians og ársskýrstum Sjúkrahúss Reykjavikur og Ríkisspítala. ’6''9 Ár Sýkingar Innlagnir Sýkingar á 1000 innlagnir Legudagar Sýkingar á 10.000 legudaga 1998 92 33.030 2,8 342.422 2,7 1999 98 34.897 2,8 332.718 2,9 2000 96 35.643 2,7 321.322 3,0 2001 163 32.709 5,0 301.874 5,4 2002 179 32.477 5,5 298.559 6,0 2003 177 31.687 5,6 282.258 6,3 2004 157 31.583 5,0 260.532 6,0 2005 176 31.060 5,7 258.764 6,8 2006 85 27.943 3,0 255.259 3,3 2007 132 27.241 4,8 245.155 5,4 2008 137 28.607 4,8 232.570 5,9 Meðaltal 136 31.534 4,3 284.676 4,9 (staðalfrávik) (±37) (±2699) (±1,2) (±37.251) (±1.6) 524 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.