Læknablaðið - 15.09.2010, Page 22
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
á venjulegt kvef. Val á sýklalyfjum er heldur ekki
í samræmi við erlendar klínískar leiðbeiningar, og
vekur athygli hversu mikið er notað af doxýcýclín.
Penicillín V er fremur lítið notað, en það heldur
velli sem fyrsta meðferð í Noregi og Svíþjóð til að
mynda.4
Vegna þess hve algengar efri öndunarfæra-
sýkingar eru, og þar með talið skútabólgur, má
telja líklegt að mikil notkun sýklalyfja almennt,
og sér í lagi breiðvirkra sýklalyfja hér á landi við
þessum sýkingum eigi stóran þátt í því að ónæmir
sýklastofnar eru hér meira vandamál en á hinum
Norðurlöndunum. Niðurstöður okkar styðja
þannig þá tilgátu að greiningin bráð skútabólga
leiði nær alltaf til ávísunar sýklalyfja, þvert á
erlendar klínískar leiðbeiningar, og jafnframt
að læknar eigi í erfiðleikum með að greina milli
einfaldra veirusýkinga í efri öndunarvegum og
bráðrar skútabólgu af bakteríuvöldum. Eftir að
þessi rannsókn var framkvæmd hafa verið birtar
nýjar samevrópskar leiðbeiningar um meðhöndlun
skútabólgu, og er vægi sýklalyfja þar enn minna en
áður, en áherslan einkum á nefstera.17
Nauðsynlegt er að hafa í huga að við gerð
rannsóknarinnnar var eingöngu farið eftir því
sem skráð er í samskiptaseðla og gengið út frá
því að það sem ekki er skráð hafi ekki verið gert.
Þar er augljós sá ókostur sem gjaman einkennir
afturskyggnar rannsóknir, að einimgis er hægt að
taka tillit til þess sem skráð hefur verið í sjúkraskrá,
og ekkert hægt að fullyrða um atriði sem læknar
kurtna að hafa rætt við sjúklinginn, eða fundið við
skoðun, en láðst að setja á blað.
Rannsóknin gefur að okkar mati allgóða
mynd af greiningu og meðferð bráðrar
skútabólgu á landsbyggðinni, en nauðsynlegt
væri að rannsaka á fleiri heilsugæslustöðvum,
einkum á höfuðborgarsvæðinu, til að fá skýrari
heildarmynd af vinnuaðferðum íslenskra lækna
við greiningu og meðferð bráðrar skútabólgu
en hvoru tveggja virðist verulega ábótavant.
Hugsanlegar leiðir til úrbóta væru meðal annars
útgáfa innlendra klínískra leiðbeininga, fræðsla á
heilsugæslustöðvum og enn frekari áróður gegn
óhóflegri sýklalyfjanotkun, einkum breiðvirkra
!yfja.
Þakkir
Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Félags
íslenskra heimilislækna og Fræðslu- og
rannsóknarráði FSA. Höfundar vilja þakka
yfirlæknum heilsugæslustöðvanna á Akureyri,
Egilsstöðum og Húsavík. Einnig fær Hrönn
Brynjarsdóttir þakkir fyrir aðstoð við ritvinnslu
og töflugerð.
Heimildir
1. Gwaltney J, Phillips C, Miller R, et al. Computed
tomography of the common cold. N Engl J Med 1994; 330:
25-30.
2. Gwaltney J, Syndor A, Sande M. Etiology and antimicrobial
treatment of acute sinusitis. Otol Rhinol Laryngol 1981; 90:
68-71.
3. Dingle J, Badger G, Jordan W. Illnesses in a group of
Cleveland families. Western Reserve University, Cleveland
1964.
4. Lákemedelsverket. Lakemedelsbehandling av rinosinuit
- Behandlingsrekommendation. Information frán
Lákemedelsverket 2005; 3: 7-13.
5. Lindbaek, M. Acute sinusitis: guide to selection of
antibacterial therapy. Drugs 2004; 64: 805-19.
6. Scheid D, Hamm R. Acute bacterial rhinosinusitis in adults.
Am Fam Physician 2004; 70:1685-92,1697-704,1711-2.
7. Gwaltney J Jr. Acute community-acquired sinusitis. Clin
Infect Dis 1996; 23:1209-25.
8. Lindbaek M, Hjortdahl P. The clinical diagnosis of acute
purulent sinusitis in general practice - a review. Brit J Gen
Pract 2002; 52: 491-5.
9. Lindbaek M, Hjortdahl P, Johnsen U. Use of symptoms,
signs and blood tests to diagnose acute sinus infections in
primary care; comparison with computed tomography. Fam
Med 1996; 28:183-8.
10. Little R, Mann B, Godbout C. How family physicians
distinguish acute sinusitis from upper respiratory tract
infection: a retrospective analysis. J Am Board Fam Pract
2000; 13:101-6.
11. Hickner J, Bartlett JG, Besser RE, et al. Principles of
appropriate antibiotic use for acute rhinosinusitis in adults:
background. Ann Intem Med 2001; 134: 498-505.
12. Piccirillo J. Acute bacterial sinusitis. N Engl J Med 2004; 351:
902-10.
13. Williams J Jr, Aguilar C, Comell J, et. al. Antibiotics for acute
maxillary sinusitis. Cochrane Database Syst Rev 2003; 2:
CD000243.
14. Institute for Clinical Systems Improvement (ICSI).
Acute sinusitis in adults. Institute for Clinical Systems
Improvement (ICSI). Bloomington 2004: 29.
15. Snow V, Mottur-Pilson C, Hickner J. Principles of
appropriate antibiotic use for acute sinusitis in adults. Ann
Intem Med 2001; 134:495-7.
16. Arason VA. Use of antimicrobials and carriage of penicillin-
resistant pneumococci in children: Repeated cross-sectional
studies covering 10 years. PhD thesis, University of Iceland
2006. www.hirsla.lsh.is
17. Holmström M. Intemationella behandlingsriktlinjer för
rinosinuit ger bra vágledning. Lákartidningen 2008; 45:
3202-6.
534 LÆKNAblaðiö 2010/96