Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 25
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Kostnaðarvirknigreining á bólusetningu gegn pneumókokkum á Islandi Ágrip Margrét Björnsdóttir heilsuhagfræðingur og hjúkrunarfræðingur Lykilorð: pneumókokkar, bólusetning, kostnaðarvirkni. Þessi rannsókn var unnin sem lokaverkefni til meistaraprófs í heilsuhagfræði við hagfræðideild Háskóla íslands. Tilgangur: Pneumókokkasýkingar eru algengar meðalbama ogroskinna einstaklinga. Með tilkomu ónæmra stofna er árangur sýklalyfjameðferðar orðinn takmarkaður. Af þeim sökum er víða erlendis farið að bólusetja böm gegn algengustu hjúpgerðum pneumókokka. Tilgangur verk- efnisins var að meta hvort hagkvæmt væri að taka upp bólusetningu gegn pneumókokkum á íslandi. Efniviður og aðferðir: Kostnaðarvirknigreining var gerð út frá samfélagslegu sjónarhorni þar sem kostnaðarvirknihlutfallið ICER var metið út frá kostnaði á hvert viðbótarlíf og viðbótarlífár. Greiningin var miðuð við árið 2008 og allar kostnaðartölur reiknaðar út samkvæmt því. Við núvirðingu var miðað við 3% afvöxtunarstuðul. Niðurstöður: Árlegur kostnaður samfélagsins vegna pneumókokka á íslandi var metinn 718.146.252 kr. ef börn væru bólusett en 565.026.552 kr. ef ekki væri bólusett. Umframkostnaður vegna bólusetningarinnar var því 153.119.700 kr. Með bólusetningunni væri árlega hægt að bjarga 0,669 lífum meðal bama á aldrinum 0-4 ára og 21,11 lífárum. Kostnaðar vegna hvers viðbótarlífs sem hægt væri að bjarga með bólusetningunni var 228.878.476 kr. og 7.253.420 kr. vegna hvers viðbótarlífárs. Ályktun: Að teknu tilliti til þeirra forsendna sem gefnar eru í upphafi benda niðurstöður til þess að bólusetning gegn pneumókokkum á íslandi sé hagkvæm. Inngangur Pneumókokkar eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum sýkingum og í sumum tilfellum leitt til dauða. Börn og aldraðir eru einkum í áhættuhópi en alvara sýkinga er háð því hvert í líkamann bakteríurnar berast. Sýkingar af völdum pneumókokka eru ýmist ífarandi eða yfirborðssýkingar. ífarandi sýkingar geta verið lífshættulegar og sem dæmi um það má nefna heilahimnubólgu, blóðsýkingu og lungnabólgu. Miðeyrnabólga er dæmi um pneumókokkasýkingu sem ekki er ífarandi. Slíkar sýkingar eru algengari en ífarandi sýkingar en ekki jafnhættulegar.1'3 Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni látast árlega allt að ein milljón barna yngri en fimm ára úr pneumókokkasýkingum í heiminum.4 Talið er að dauðsföll meðal fullorðinna séu álíka mörg.5 Framan af var sýklalyfjameðferð árangursrík við meðhöndlun á pneumókokkasýkingum en með tilkomu ónæmra stofna er árangur hennar orðinn takmarkaður. Þess vegna er mikilvægt að leita leiða til þess að fyrirbyggja sýkingar. Þar með má einnig lækka meðferðarkostnað sem getur verið mikill fyrir samfélagið. Ein leið til þess er að taka upp bólusetningar gegn pneumókokkum. Hér á landi hefur verið mælt með að einstaklingar eldri en 60 ára láti bólusetja sig á tíu ára fresti. Á undanförnum árum hefur aukin áhersla verið lögð á þróun bólusetningaáætlunar sem dregur úr hættu á pneumókokkasýkingum í bernsku.4- 6' 7 Fjölsykrubóluefni hafa sýnt góðan árangur meðal fullorðinna en hafa aðeins í för með sér takmarkaða mótefnamyndun hjá bömum þar sem ónæmiskerfi þeirra er ekki fullþroskað. Aftur á móti hefur próteintengt fjölsykrubóluefni reynst árangursríkt meðal barna. Um nokkurt skeið hefur verið á markaði bóluefni sem veitir vörn gegn sjö af yfir 90 hjúp- gerðum bakteríunnar og verið er að þróa bóluefni sem veita vörn gegn fleirum. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur þess meðal bama yngri en tveggja ára og víða erlendis hafa slíkar bólusetningar þegar verið teknar upp.8'10 Enn sem komið er hefur engin hagfræðileg úttekt verið gerð á því hvort hagkvæmt væri að taka upp slíka bólusetningu hér á landi en árlega greinast um 48 manns með alvarlegar pneumókokkasýkingar á íslandi auk þess sem margir fá sýkingar sem ekki eru jafn hættulegar. Ekki er ljóst hversu margir hljóta alvarlegar og langvinnar afleiðingar pneumókokkasýkinga. Vitað er að árlega látast um sex manns af völdum pneumókokka. Flestir þeirra eru rosknir en gera má ráð fyrir að tæplega eitt barn yngra en fimm ára látist árlega af völdum pneumókokka. Þar sem LÆKNAblaðið 2010/96 537
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.