Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2010, Side 26

Læknablaðið - 15.09.2010, Side 26
ÆÐIGREINAR N N S Ó K N til greina hefur komið að taka upp bólusetningu gegn pneumókokkum meðal barna hér á landi hefur verið mælt með að gerð yrði úttekt á kostnaðarhagkvæmni slíkrar bólusetningar sem tæki mið af íslenskum aðstæðum.11 Upptaka almennrar bólusetningar gegn pneumókokkum er talsverð fjárfesting fyrir heil- brigðisyfirvöld. Við mat á því hvort slík fjárfesting sé hagkvæm eða hvort skynsamlegra sé að verja fjármunum í önnur verkefni þarf að taka ýmsa þætti til greina. Huga þarf að því hvað kostar að bólusetja oghver kostnaðurinn er ef ekki er bólusett. Einnig þarf að skoða hvaða áhrif bólusetningin hefur á heilsu og hver kostnaðarhagkvæmnin er. Kostnaðarvirknigreining er hagfræðileg aðferð sem getur verið árangursrík þegar erfitt eða óheppilegt þykir að meta fjárhagslegan ávinning íhlutana í heilbrigðiskerfinu. Við slíka greiningu er kostnaður vegna íhlutunar metinn á móti ýmsum tegundum árangursmælinga eins og viðbótarlífárum, viðbótar lífsgæðaárum eða fækkun á veikindadögum.12 Reiknað er út svokallað kostnaðarvirknihlutfall sem sýnir hlutfall kostnaðar og virkni. Með þessari aðferð er hægt að skoða hver kostnaðurinn er vegna hverrar viðbótareiningar af virkni. Ymsar kostnaðarvirknigreiningar hafa verið gerðar á pneumókokkabólusetningum erlendis. Tafla I. Meginatriði greiningarinnar Rannsóknarspurning Væri kostnaðarhagkvæmt að taka upp bólusetningu gegn pneumókokkum meðal barna á Islandi? Samanburður Bólusetning með sjögildu bóluefni eða engin bólusetning Tegund af hagfræðilegri greiningu Kostnaðarvirknigreining Mælikvarði á virkni íhlutunar Viðbótarlíf og viðbótarlífár Sjónarhorn Samfélagslegt Verðlagsár 2008 Vernd bóluefnisins 4 ár Þekjun bólusetningar 95% Hópur sem fær bólusetningu Einn fæðingarárgangur á íslandi Fjöldi skammta af bóluefni 3 Virkni bóluefnsins Heilahimnubólga: 93,9% Blóðsýking: 93,9% Lungnabólga: 25,5% Miðeyrnabólga: 6% Afvöxtun 3% Helstu forsendur Umsýslukostnaður er áætlaður 0 kr. Gert er ráð fyrir hópbólusetningu. Hjarðónæmi er tekið með í greininguna. Framleiðslutap foreldra vegna veikinda barna er skoðað. Ekki er tekið tillit til fækkunar á sýkingum af völdum ónæmra pneumókokka ef bólusetning er tekin upp. Ekki er tekið tillit til þess að með bólusetningunni gæti orðið aukning á sýklum og sýkingum af völdum hjúpgerða sem ekki er að finna í bóluefninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra virðistbólusetning gegn pneumókokkum með sjögildu bóluefni vera hagkvæm ef miðað er við þrjá skammta af bóluefninu og ef tekið er tillit til hjarðónæmis.9-13-15 Þótt rannsóknir hafi verið gerðar víða erlendis á kostnaðarvirkni bólusetninga gegn pneumókokkum er ekki einfalt að yfirfæra þær niðurstöður á ísland þar sem faraldsfræði pneumókokkasýkinga er mjög mismunandi milli landa. Einnig geta þættir eins og samfélagsgerð og uppbygging heilbrigðiskerfisins verið misjöfn og leitt til mismunandi kostnaðar, bæði vegna bólusetningarinnar sjálfrar og meðferðar. Þess vegna er nauðsynlegt að skoða sérstaklega hvernig staðan er hér á landi. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort hagkvæmt væri að bjóða íslenskum börnum upp á bólusetningu gegn pneumókokkum. Til þess að leita svara við spumingunni var stuðst við kostnaðarvirknigreiningu. Efniviður og aðferðir I rannsókninni var ákveðið að skoða algeng- ustu pneumókokkasýkingar og mögulegar afleiðingar þeirra. Um var að ræða lieila- himnubólgu, blóðsýkingu, lungnabólgu og bráðamiðeyrnabólgu. Samanburður var gerður á tveimur kostum, annars vegar ef bólusett væri gegn pneumókokkum og hins vegar ef ekki væri bólusett. Við mat á árangri var skoðað hversu mörg viðbótarlíf og viðbótarlífár fengjust með skipulagðri bólusetningu samanborið við það ef ekki væri bólusett. Einnig var reiknað út kostnaðarvirknihlutfall til þess að komast að því hver kostnaður væri vegna hvers viðbótarlífs og viðbótarlífárs sem hægt væri að bjarga með bólusetningunni. Að lokum var gerð næmisgreining til þess að ganga úr skugga um hvort breytingar á grunnforsendum hefðu áhrif á niðurstöður greiningarinnar. Stuðst var við íslensk gögn eins og kostur var en í þeim tilvikum sem þau voru ekki fyrir hendi var leitað í erlendar fræðigreinar. Þær upplýsingar sem fengust hér á landi komu meðal annars frá: fjármálaráðuney tinu, Hagstofu Islands, Heyrnar- og talmeinastöð Islands, Heyrnartækni, landlæknisembættinu, Landspítala, Lyfjaverðskrá, ríkisskattstjóra, Seðlabanka íslands, Tryggingastofnun ríkisins og Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Greiningin var miðuð við árið 2008 og allur kostnaður reiknaður í samræmi við það. Samantekt á meginatriðum greiningarinnar má sjá nánar í töflu I. 538 LÆKNAblaöið 2010/96

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.