Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2010, Page 33

Læknablaðið - 15.09.2010, Page 33
FRÆÐIGREINAR TILFELLI MÁNAÐARINS Tilfelli mánaðarins - fyrirferð í eista Birgir Guðmundsson læknanemi1 Bjarni A. Agnarsson meinafræðingur1'2 Guðmundur Geirsson Rúmlega fertugur karlmaður leitaði til þvagfæra- skurðlæknis vegna sex mánaða sögu um væga verki í hægra eista. Hann var áður hraustur en vinstra eista sem var launeista (cryptoprchidism) hafði verið fjarlægt þegar hann var barn. Við skoðun þreifaðist hægra eista í pung. Það var í stærra lagi, mjúkt en án fyrirferðar. Fengin var ómskoðun sem sýndi 1 cm fyrirferð í miðju eista (mynd 1). Æxlisvísar í blóði mældust eðlilegir en testósterón aðeins undir viðmiðunarmörkum, eða 8,45 nmól/L (viðmiðunarmörk 8,6-29 nmól/L). Akveðið var að taka sýni úr eistanu í opinni aðgerð og er smásjármynd af æxlinu sýnd á mynd 2. Hver er sjúkdómsgreiningin? Hverjar eru helstu mismunagreiningarnar? í hverju felst meðferðin? Mynd 2. HE litun afæxlinu á mynd 1. Læknadagar 2011 Á Nordica Hilton 24.-28. janúar. LÆKNAblaðið 2010/96 545

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.