Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 38
UMRÆÐUR O G FRÉTTIR HEIÐURSVÍSINDAMAÐUR Kæfisvefn taldist varla sjúkdómur Þórarinn Gíslason lungnalæknir var útnefndur Heiðursvísinda- maður ársins 2010 á Landspítala en hann hefur um nær þriggja áratuga skeið stundað lungnalækningar og rannsóknir á kæfisvefni og langvinnri lungnaþembu. Ferill Þórarins er merkilegur að mörgu leyti, ekki síst vegna þess að hann spannar sögu rannsókna á kæfisvefni í heiminum, þar sem Þórarinn var ungur læknir að hefja sérnám í lungnalækningum í Svíþjóð þegar fyrstu skrefin voru tekin í kæfisvefnsrannsóknum. Allar götur síðan hefur Þórarinn verið í fremstu röð þeirra vísindamanna í heiminum sem rannsaka kæfisvefn og áhrif hans. Þórarinn lauk stúdentsprófi frá MR árið 1971 og útskrifaðist frá læknadeild HÍ vorið 1977. Hann stundaði framhaldsnám í lungnalækningum í Uppsölum í Svíþjóð og hlaut sérfræðiviðurkenningu í lungnasjúkdómum 1984. Þórarinn varði doktorsritgerð sína um kæfisvefn við Uppsalaháskóla vorið 1987: Sleep Apnea Syndrome - clinical symptoms, epidemiology and ventilatory aspects. Hann hélt síðan áfram rannsóknum á sviði faraldsfræði kæfisvefns hérlendis; nú meðal kvenna og barna ásamt þátttöku í alþjóðlegum rannsóknum á sviði astma, ofnæmis, langvinnrar lungnateppu og kæfisvefns og einnig handleiðslu meistara- og doktorsnema. Þórarinn er frá árinu 2001 yfirlæknir sameinaðrar lungnadeildar Landspítala og prófessor við læknadeild HÍ frá 2003. Hann er einnig gestaprófessor við University of Pennsylvania og dósent við Uppsalaháskóla. Þórarinn hefur birt á ferli sínum um 100 vísindagreinar og hafa 54 þeirra birst síðustu fimm ár. Hinn svokallaði H-Index Þórarins er 34 en heildarfjöldi tilvitnana í greinar hans eru nær 4000. Hann segir að hugur sinn hafi fyrst staðið til heimilislækninga en fór þó fljótlega að vinna á lungnadeild háskólasjúkrahússins í Uppsölum. „Eg ætlaði mér að fara í heimilis- lækningamar en laðaðist smám saman að þessu rannsóknarumhverfi. Þarna var verið að fást við rannsóknir sem voru alger nýlunda á þeim tíma; hvernig fólk andar í svefni og þetta var svo nýtt Hávar fyrir öllum að engar sérstakar frásagnir voru til Sigurjónsson af því hvað væri að gerast hjá fólki meðan það svæfi hvað öndun þess varðaði. Um þetta leyti var einnig verið að greina fyrstu sjúklinga með kæfisvefn út í heimi og tveir meðferðarmöguleikar voru kynntir. Annars vegar skurðaðgerð sem við byrjuðum beita í Uppsölum en hún fólst í því að fjarlægður var hluti af mjúka gómi og úfi. Hins vegar var byrjað að beita blásturstæki þar sem lofti var blásið ofan í öndunarveginn til að koma í veg fyrir lokun í koki og meðfylgjandi öndrmarstopp og súrefnisskort." Strimillinn var 300 metra langur Þórarinn segir að á þessum árum hafi kæfisvefn tæpast verið talinn sjúkdómur, fremur félagslegt hrotuvandamál. „Ég minnist þess að eldri prófessor, sem ég bar mikla virðingu fyrir, taldi upp margar deildir og sjúkrahús þar sem hann hefði starfað á um áratugaskeið og fullyrti að kæfisvefnssjúklingar sem orðið hefðu á vegi hans væru ekki teljandi á fingrum annarrar handar. Það kom síðan til að við ákváðum að kanna meðal 3200 karla í Uppsölum hversu algengur kæfisvefn væri, sendum þeim spumingalista og rannsökuðum síðan 60 þeirra. Þessi rannsókn varð grundvöllur að doktorsritgerðinni sem ég varði 1987." Eins og ævinlega þegar rannsóknarstarf nær sér á flug er það samspil áhugasamra einstak- linga og heppilegra aðstæðna sem hrindir þeim af stað. Þórarinn hlaut sérfræðiréttindi í lungnalækningum 1984 og hann segir að almennur áhugi á kæfisvefnsrannsóknum ásamt góðum fjárhagslegum stuðningi við rannsóknirnar hafi gert honum kleift að einbeita sér að þessum rannsóknum á árunum 1984-1987. „Búnaðurinn sem notaður var við svefnrann- sóknirnar var barn síns tíma, pappírsstrimillinn eftir næturlangt heilalínurit var 300 metra langur og í það fóru nær tveir lítrar af bleki. Þetta var því gífurlega dýrt. Ég minnist þess að við keyptum fyrsta einfalda súrefnismettunarmælinn í Uppsölum. Hann kostaði þá rúmlega 100.000 sænskar krónur. Tvær milljónir íslenskra króna á núvirði. Sams konar mælitæki kostar í dag um 20.000 íslenskar krónur og margir sjúklingar eiga þetta sjálfir." Þetta lýsir því ágætlega hversu dýr allur 550 LÆKNAblaðið 2010/96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.