Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2010, Side 43

Læknablaðið - 15.09.2010, Side 43
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR HEIÐURSVÍSINDAMAÐUR eru tengdir við kæfisvefn, til dæmis háþrýstingi. Allt þetta undirstrikar hversu mikilvægt er að vera í alþjóðlegu samstarfi um þessar rannsóknir. Samstarf okkar við Allan Pack hefur leitt af sér mjög breiða alþjóðlega vísindalega samvinnu. Meðal þess sem við höfum gert er að samræma ýmis konar aðferðir við að meta sjúklingana og nýtt okkur segulómtækni og röntgenmyndir af efri loftvegi ásamt stafrænum ljósmyndum sem Sigurður Júlíusson háls-, nef- og eyrnalæknir hefur tekið. Aðferðin felst í því að nota stafrænu ljósmyndirnar með ákveðnum merkingum til samanburðar við segulómmyndir sem er mjög dýr rannsókn og verður aldrei gerð í stórum stíl þess vegna. Með þessu erum við að búa til einfaldari, ódýrari en jafnframt örugga matsaðferð til að skoða andlitsfall og efri loftveg sjúklinganna. Með þessu verða rannsóknir á kæfisvefni á stórum hópum fjárhagslega mögulegar. Þannig vonumst við eftir nægum fjölda og tölfræðistyrk til að geta fundið þessa flóknu erfðaþætti sem ég nefndi." Rartnsóknarsamstarfið við Alan Pack og hans fólk hefur gengið einstaklega vel að sögn Þórarins og nýlega fékkst annar jafnhár styrkur frá Bandarísku heilbrigðisstofnuninni til næstu fimm ára. Tveir íslenskir doktorsnemar hafa unnið að rannsóknum innan verkefnisins, Erna Sif Amardóttir líffræðingur er komin vel áleiðis með rannsókn sína á genatjáningu og bólguboðefnum sem tengjast kæfisvefni. Nýlega var einnig skráð til doktorsnáms Erla Bjömsdóttir sálfræðingur sem hyggst rannsaka líðan kæfisvefnssjúklinga fyrir og eftir meðferð. Þórarinn segir að styrkir Bandarísku heilbrigðistofnunarinnar séu alger forsenda fyrir því að hægt sé að stunda þessar rannsóknir og til samanburðar má nefna að fjármunirnir sem koma í hlut Þórarins og samstarfsfólks hans eru svipaðir og Landspítalinn ver árlega til beinna vísindastyrkja. „Mikill hluti þessara fjármuna rennur til spítalans fyrir þá þjónustu sem við kaupum af honum vegna rannsóknarinnar og til sérstakra starfsmanna verkefnisins. Landspítalinn sér algerlega um fjármálalegan rekstur rannsóknarinnar og allt það samstarf hefur verið einstaklega gott." Rannsóknir á langvinnri lungnateppu Rannsóknir Þórarins hafa þó ekki einskorðast við kæfisvefn heldur hefur hann einnig rannsakað og meðhöndlað sjúklinga með astma og ofnæmi og langvinna lungnateppu. „Þetta er alveg annar kafli í þeim rannsóknum sem ég hef stundað en upphaf þess miðast við árið 1990 þegar við tókum þátt i Evrópukönnuninni Lungu og heilsa, fjölþjóðlegri rannsókn á fólki á aldrinum 20-44 ára og fór fram á Norðurlöndunum, víða í Evrópu og í Portland í Bandaríkjunum. í þessari rannsókn er verið að skoða hvað stuðlar að astma, ofnæmi og langvinnri lungnateppu. Hópnum var fylgt eftir árið 2000 og enn og aftur í haust árið 2010. Þessi rannsókn var studd af Efnahagsbandalaginu upphaflega og hefur gengið mjög vel. Langflestar þeirra vísindagreina sem ég hef birt á undanförnum 20 árum tengjast þessari rannsókn. Rannsóknin á íslandi hefur verið í nánu samstarfi við Davíð Gíslason, ofnæmislækni og margir fleiri íslenskir læknar og vísindamenn hafa tekið þátt í þessari rannsókn en ég hef setið í alþjóðlegri stjórn hennar og leitt íslenska rannsóknarhópinn. Prófessor Christer Janson í Uppsölum hefur verið minn aðalsamstarfmaður í aldarfjórðung og undanfarin ár hafa á hverju ári dvalist íslenskir læknanemar í Uppsölum og unnið að sameiginlegum verkefnum." Önnur fjölþjóðleg rannsókn sem snýr sérstaklega að langvinnri lungnateppu nefnist BOLD (Burden of Obstructive Lung Disease). Rannsakað var algengi langvinnrar lungnateppu hjá hópi fólks á höfuðborgarsvæðinu 40 ára og eldra. „Okkur brá nokkuð við niðurstöður þessarar rartnsóknar þar sem algengi langvinnrar lungnateppu er hið sama og í nálægum löndum." Langvinn lungnateppa er að sögn Þórarins langstærsti og dýrasti sjúkdómaflokkurinn sem lungnalæknar fást við. „Orsök sjúkdómsins má að langmestu leyti rekja til reykinga en það er mjög misjafnt eftir einstaklingum hversu miklar eða litlar reykingarnar þurfa að vera til að setja sjúkdóminn af stað. Auk hins beina orsakasambands við reykingar hefur rannsóknin beinst að því að finna hvaða aðrar ástæður geta valdið lungnateppu og hefur þáttur bólguboðefna verið staðfestur. Rannsókn á þessu fór fram á árunum 2002-2004 og niðurstöður hennar hafa birst á undanförnum misserum. Meðal annars birtum við nýlega samanburð á umfangi og kostnaði við langvinna lungnateppu milli Reykjavíkur og Bergen og í ljós kom að kostnaður er nokkru hærri hér og í gangi eru aðgerðir til að leiðrétta þann mun eftir því sem kostur er. Meðallegutími sjúklinga með langvinna lungnateppu hefur verið of langur hér." Skert lífsgæði í langan tíma Langvinn lungnateppa er ásamt lungnakrabba- meini ein alvarlegasta og banvænasta afleiðing reykinga. Þróun þessara tveggja sjúkdóma er þó gerólík. „Lungnakrabbamein er sú heilsufarsvá sem oftast er tengd reykingum. Hér á landi greinast um 130 manns á ári með lungnakrabbamein. Samanburð lungnakrabbameins og lungnateppu LÆKNAblaðið 2010/96 555

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.