Læknablaðið - 15.09.2010, Qupperneq 48
U M R Æ Ð U R
M Á L Þ I N G
U
O G
M
F R É T T I R
SÝKLALYF
Skútabólgur
Hannes
Petersen
háls-, nef- og eyrnalæknir
Starf nefs og hjánefskúta er umhirða á innönduðu
lofti, það er hreinsun agna í nefi, ásamt hita
og rakamettun, auk þess að gegna hlutverki í
raddmyndun og lyktarskynjun. Um 20.000 lítrar
lofts fara um nef manns á sólarhring, magn
sem hæglega tvöfaldast við áreynslu. Þetta loft
inniheldur mikið af óhreinindum, ofnæmisvökum
og sýklum er kalla fram viðbrögð í nefslímunni,
en með umhirðu sinni býr nefið í haginn fyrir
neðri öndunarveg. Algengt er að sjúkdómar í
neðri og efri öndunarvegi fari saman, en 75-95%
fullorðinna með ofnæmis- eða ekki ofnæmisastma
eru með nefslímubólgu og 75% fullorðinna
sjúklinga með COPD hafa einnig einkenni frá
nefi.1 Hjánefskútar eru loftfylltir hellar í beinum
heila- og iðurkúpu, þeir myndast út frá nefholi
og eru klæddir öndunarfæraþekju, líkt og klæðir
nefholið og neðri öndunarveg að innan, sem
undirstrikar samverkandi heild efri og neðri hluta
öndunarvegar. Endanleg bygging hjánefskúta
er ekki ljós fyrr en fullum þroska er náð, en
hjánefskútar í ungum bömum að kynþroska eru
venjulega litlir með stórum útfærsluopum miðað
við rúmtak og þannig í nánum yfirborðstengslum
við nefbolið, mynd 1. Þetta þýðir að flestir
bólgusjúkdómar í nefi barna kalla fram samhliða
bólgu í hjánefskútunum. Því hefur verið horfið frá
því að líta á skútabólgur sem sérstakan sjúkdóm
hjá börnum, heldur frekar að kalla vandamálið
nef- og skútabólgur (rhinosinusitis). Þegar fullum
þroska er náð má fyrst gera ráð fyrir skútabólgu
sem sérstökum sjúkdómi. Því er vert að gera
greinarmun á skútabólgu í fullorðnum og nef- og
skútabólgu í bömum, þó svo að megineinkenni
sjúkdómsins séu svipuð í börnum og fullorðnum,
það er nefrennsli og nefstífla.
Sýkingar í efri öndunarvegi eru algengar meðal
manna, en eru að sama skapi oftast saklausar.
Talið er að börn fái 6-8 efri öndunarfærasýkingar
að meðaltali á ári, þar sem meinvaldur er veirur.
Bráð bakteríusýking í miðeyra og bráð bakteríu
nef- og skútabólga em algengustu afleiðingar
þessara veirusýkinga, en þessar sýkingar eru
algengustu ástæður þess að ávísað er sýklalyfjum
til barna. Þannig er bólga í nefslímu vegna
ertingar, ofnæmis eða kvefs forleikurinn að þætti
baktería, en þær algengustu sem ræktast frá
fullorðnum með bráða skútabólgu og börnum
með bráða nef- og skútabólgu em streptococcus
pneumonia, hemophilus influenzae og moraxcella
catharralis, sömu bakteríur og þekktar eru fyrir
að valda miðeyrnabólgu, enda eru sjúkdómarnir
um margt líkir meðal barna. Vert er að benda á
að nýjar rannsóknir greina frá mikilvægi lífhimna
(biofilms) í meinmynd langvarandi nef- og
skútabólgu hjá börnum.
Greining bráðrar nef- og skútabólgu í börnum
er klínísk og kallar því ekki á myndgreiningu
til staðfestingar. Meðal barna yngri en eins árs
er mjög algengt að hjánefskútar séu skyggðir á
röntgenmyndum, 90% barna yngri en 6 ára með
einkenni bráðrar nef- og skútabólgu eru með
afbrigðilega röntgenmynd af hjánefskútum. Á
TS-myndum af börnum yngri en 13 ára, þar sem
myndgreining var ekki gerð vegna sjúkdóma
í nefi eða hjánefskútum, mátti greina afbrigði
frá eðlilegri mynd hjá 50% þeirra. Því á ekki að
nota myndgreiningu til að greina bráða nef- og
skútabólgu í börnum burtséð frá neikvæðum
þáttum geislunar og kostnaðar. Myndgreiningu
á að gera ef kröftug versnun á einkennum á sér
stað meðan á meðferð stendur, sterkur grunur
um fylgikvilla er til staðar eða ef aðgerð er
fyrirhuguð.2
Bráða nef- og skútabólgu í börnum á ekki
að meðhöndla með sýklalyfjum heldur er hin
svokallaða önnur meðferð aðalmeðferðin. Þar er
staðbundin saltvatnsskolun á nefholi mikilvægasti
þátturinn. Önnur lyf til notkunar staðbundið, svo
sem adrenvirkir nefdropar og andhistamín, hafa
sýnt sig að gera gagn, en verkun slímlosandi lyfja
um munn ekki. Sterar staðbundið í nef eiga ekki
heima í meðferð á bráðri nef- og skútabólgu í
bömum, en virkni þeirra meðal bama allt niður að
tveggja ára aldri er til staðar og örugg í langvinnri
nef- og skútabólgu,3 að auki hefur nefkirtlataka
reynst árangursrík í langvinnum sjúkdómi.4
Sýklalyf á einungis að gefa þegar einkenni benda
til alvarlegrar sýkingar, fylgikvillar yfirvofandi
eða til staðar.
Bráða skútabólga í fullorðnum einkennist af
tvífasa sjúkdómsmynd þar sem í kjölfar bólgu,
oftast vegna veirusýkingar í nefslímu á sér stað
versnun einkenna eins og verkur í andliti, hósti
ásamt graftrarkenndu nefrennsli 7-14 dögum
560 LÆKNAblaðið 2010/96