Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2010, Page 65

Læknablaðið - 15.09.2010, Page 65
UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR LÍFEYRISSJÓÐUR lífeyrisgreiðslur í takt við afkomu sjóðsins. Frá því núverandi lög um starfsemi lífeyrissjóða tóku gildi árið 1998 hafa lífeyrisréttindi í Almenna lífeyrissjóðnum og forverum hans hækkað mikið og töluvert meira en verðlag og almennar launahækkanir, þrátt fyrir nýlegar skerðingar vegna efnahagshruns. Þannig hafa til dæmis réttindi og lífeyrisgreiðslur lækna hækkað um 135% en sama tíma hækkaði launavísitala um 119% og vísitala neysluverðs um 96%. Ég skil vel að sjóðfélagar hafi orðið fyrir vonbrigðum með afkomu lífeyrissjóðsins síðustu tvö ár og harma að sjóðurinn hafi þurft að grípa til þess að lækka réttindi í tvígang. Ég bendi hins vegar á að framboð á öruggum innlendum verðbréfum (ríkisskuldabréf) var takmarkað fyrir hrun og mun minna en eignir og ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna. Samkvæmt lögum urðu sjóðirnir að fjárfesta 90% af eignum í skráðum verðbréfum sem eru skuldabréf og hlutabréf gefin út af útgefendum sem þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá skráningu. Flest fyrirtæki, sem hafa gefið út skráð verðbréf á liðnum árum, eiga í greiðsluerfiðleikum og hafa leitað nauðasamninga eða eru gjaldþrota. Það er ástæðan fyrir eignarýrnun lífeyrissjóðanna. Athugasemd frá Tryggva Ásmundssyni Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna Lífeyrissjóðsins gerir nokkrar athugasemdir við viðtal mitt í Læknablaðinu um lífeyrismál. Hann segir réttilega að Almenni lífeyrissjóðurinn hafi ekki verið til umfjöllunar hjá Rannsóknamefnd Alþingis. Hins vegar gagnrýnir nefndin harðlega það sem Gunnar kallar "gjaldeyrisvarnir" og vora samskonar hjá öllum sjóðunum. Lái mér hver sem vill að ég líti svo á að nefndin gagnrýni samskonar gjörðir Almenna lífeyrissjóðsins. Það var þetta sem ég átti við sem "hjarðhegðun" í viðtalinu. Gunnar er ekki sáttur við að ég tali um að sjóðurinn hafi tekið stöðu með krónunni. Hann vill nefna þetta "gjaldeyrisvarnir", en við eram sammála um að aðgerðin hafi verið til varnar erlendum eigum sjóðsins. Mér firtnst ekki aðalatriðið hvað maður kallar gjörninginn. Óumdeilt er að hann kostaði sjóðinn stórfé. Hins vegar er það mikið gleðiefni að Gunnar telur að tapið verði minna en ætlað var í fyrstu. Væri fróðlegt að vita hvort það gæti orðið til þess að skerðingin á næsta ári yrði minni en reiknað var með. Staða yfirlæknis á dag- og göngudeild lyflækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar 100% staða yfirlæknis á dag- og göngudeild lyflækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri. Staðan er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Á dagdeild er sjúklingum veitt meðferð við fjölbreyttum sjúkdómum. Á göngudeild eru læknar lyflækningadeildar, sérfræðingar í krabbameinslækningum, húðsjúkdómalækningum og innkirtlafræðum, sérfræðingur í hjúkrun sykursjúkra, sárahjúkrunarfræðingur, næringarráðgjafi og skurðlæknar með starfsemi í dag. Dagdeild og göngudeild eru í mótun og hægt að þróa starfsemina og setja mark sitt á framtíðaruppbyggingu. Stöðunni fylgir vaktskylda á lyflækningadeild, þátttaka í kennslu heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna auk þátttöku í rannsóknarvinnu. Umsækjandi skal hafa fullgild réttindi í lyflækningum og æskilegt að hafa réttindi í einhverri af eftirtöldum undirgreinum lyflækninga svo sem krabbameinslækningum, lungnalækningum, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, smitsjúkdómum eða nýrnalækningum. Reynsla af stjórnun er æskileg. Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu, hæfni á sviði samskipta og samvinnu, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Næsti yfirmaður er forstöðulæknir lyflækningadeildar. Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags íslands. Nánari upplýsingar veita Jón Þór Sverrisson forstöðulæknir í síma 463 0100 eða 860 0468 og í tölvupósti jonthor@fsa.is og Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, sími 463 0100, tölvupóstur ses@fsa.is. Umsóknarfrestur er til 15. september 2010. Umsóknir um ofangreind störf skulu sendar starfsmannaþjónustu FSA, Eyrarlandsvegi, 600 Akureyri, eöa á netfang starf@fsa.is, á þar til gerðum eyöublóöum, sem fást hjá landlæknisembættinu. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt meö upplýsingum um fræöilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa. Öllum umsóknum veröur svaraö þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. FSA er reyklaus vinnustaður. LÆKNAblaðið 2010/96 577

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.