Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2011, Page 27

Læknablaðið - 15.11.2011, Page 27
RANNSÓKN 14.0% ‘5 >» -c 12.0% u d > 10.0% S8 U. 8.0% ‘3 6.0% = 4.0% £ 3 X 2.0% 0.0% 1 Karlar ■ Konur 7TT m I m iit im rwiiiii ii iiiiiii iii iiiiiii iiinr tl7 tU 0 I 2 3 4 5 6 7 íi 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 Fjöldi lyfja Mynd 1. Hlutfall sjúklinga eftirfjölda lyfja við innlögn, skipt eftir ki/ni. Ef innlagnarnóta á deild, lyfjablöð eða útskriftarnóta af deild var ekki til staðar í pappírssjúkraskrá eða í Sögu, var innlögn ekki tekin með. í mörgum tilfellum var ekki hægt að finna bæði bráðasjúkraskrá og læknabréf af bráðamóttöku. Ef hvorugt fannst var innlögn ekki tekin með. Lyf við komu voru skráð í samræmi við skráningu í bráðasjúkraskrá, læknabréfi af bráðamóttöku, innlagnarnótu og/eða lyfjablöðum. Einungis var skráð heiti lyfs og ATC-númer en hvorki skammtur né styrkur. Gæðavísar sem sneru eingöngu að lyfjum voru valdir. Gerð var heimildaleit og birtir lyfjamiðaðir gæðavísar fundnir. Einn höfunda, sérfræðingur í öldrunarlækningum, lagði mat á gildi þeirra og nothæfi í þessari rannsókn. í töflu I má sjá gæðavísana sem notaðir voru í rannsókninni ásamt rökstuðningi fyrir vali þeirra. Til samanburðar var t-próf notað á samfelldum breytum en annars x2~próf. Til þess að mæla fylgni milli gæðavísa og ýmissa breyta var notuð einbreytudreifigreining, ANOVA-, eða X2_próf þegar ekki var um samfelldar breytur að ræða. Þegar ANOVA- prófi var beitt var aðferð Bonferroni notuð, til að leiðrétta fyrir margfaldan samanburð. Tvíundargreining (logistic regression) var gerð til þess að meta samband milli ákveðinna breyta og líkurnar á að hafa gæðavísi. Tölfræðileg marktækni var í öllum greiningum miðuð við p<0,05. Við tölfræðilega úrvinnslu var notað Statistical Package for the Social Sciences, SPSS 18.0. Önnur úrvinnsla var gerð í Excel 2007 töflureikni og í skráningarkerfinu sem þróað var fyrir þessa rannsókn. Tilskilin leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá Persónuvernd og siðanefnd Landspítala. Niðurstöður Hlutfall kvenna í rannsókninni var 54,5%. Meðalaldur þeirra 913 sjúklinga sem áttu sjúkraskrár í rannsókninni var 80,9 ár. Meðalaldur kvenna (81,9 ár) var marktækt hærri (p<0,001) en karla (79,7 ár). Meðalfjöldi lyfja við innlögn hjá konum var 7,0 lyf en hjá körlum 6,5 lyf og var munurinn tölfræðilega marktækur (p=0,047). Mynd 1 sýnir fjölda lyfja eftir kyni við innlögn. Meðalfjöldi lyfja var 6,8 lyf (spönn 0-24). Algengast var að konur væru á fimm lyfjum og karlar á sjö lyfjum. Við innlögn voru 22 (5,3%) karlar og 14 (2,8%) konur ekki á neinum lyfjum. Algengustu lyfjaflokkarnir (ATC) hjá báðum kynjum voru flokkar A (meltingarfæra- og efnaskiptalyf), B (blóðlyf), C (hjarta- og æðasjúkdómalyf) og N (tauga- og geðlyf). Algengustu flokkar meðal kvenna voru flokkar C (86,1%), N (71,1%), A (57,4%) og B Tafla II. Fjöldi sjúklinga með gæðavísa eftir kyni og hlutfall íhverjum hópi. Gæðavísar Konur (n=498) Karlar (n=415) Heild (n=913) p-giidi Þríhringlaga geðdeyfðarlyf 24 (4,8%) 7(1,7%) 31 (3,4%) 0,009 Amitryptilín 14 (2,8%) 7(1,7%) 21 (2,3%) 0,259 Fyrstu kynslóðar geðrofslyf 13(2,6%) 9 (2,2%) 22 (2,4%) 0,665 Langvirk benzódíazepin 8 (1,6%) 7(1,7%) 15(1,6%) 0,924 Benzódíazepin 115(23,1%) 58 (14,0%) 173 (18,9%) 0,000 Fyrstu kynslóðar andhistamín 21 (4,2%) 12(2,9%) 33 (3,6%) 0,285 Beta blokkerar + ósérvirkir kalsium blokkerar 7 (1,4%) 6(1,4%) 13(1,4%) 0,959 NSAID + Warfarín 8 (1,6%) 4(1,0%) 12(1,3%) 0,396 NSAID + ACE hemlar eða Angiotensín II blokkar 17(3,4%) 7 (1,7%) 24 (2,6%) 0,104 NSAID + SSRI 9 (1,8%) 3 (0,7%) 12 (1,3%) 0,152 NSAID + Þvagræsilyf 19(3,8%) 7 (1,7%) 26 (2,8%) 0,054 Aspirín + Warfarín 15(3,0%) 26 (6,3%) 41 (4,5%) 0,018 Notkun þriggja eða fleiri geðlyfja 84 (16,9%) 37 (8,9%) 121 (13,3%) 0,000 Notkun þriggja eða fleiri geðlyfja-2 69 (13,9%) 31 (7,5%) 100 (11,0%) 0,002 Svefnlyf 204(41,0%) 103(24,8%) 307 (33,6%) 0,000 LÆKNAblaðiö 2011/97 607

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.