Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREIN Meðal 300 bestu - Hlutur læknadeildar Guðmundur Þorgeirsson læknir, forseti Læknadeiidar Háskóla íslands gudmth@landspitali.is Veislan allt þetta ár í tilefni af 100 ára af- mæli Háskóla Islands hefur verið ánægju- leg, fært okkur marga góða gesti og fræjum nýrra hugmynda hefur verið sáð, sem munu bera ávöxt í fyllingu tímans. En veisl- an náði óneitanlega hápunkti þegar þau tíðindi bárust inn á aðalhátíðina að annar af tveimur helstu matsaðilum á gæðum há- skóla skipaði nú Háskóla íslands í hóp 300 bestu háskóla í heiminum, nánar tiltekið í 276. sæti. Þetta var óneitanlega glæsileg afmælisgjöf! Upplýsingar um matið er að finna á heimasíðu Times Higher Education Univer- sity Rankings (THE).1 í stuttu máli byggist matið á fimm þáttum. Þyngst vega kennsla og námsumhverfi (30%), rannsóknir, það er fjöldi birtra greina, tekjuöflun og orð- spor (30%), og áhrif rannsóknanna (im- pact) eins og þær birtast í fjölda tilvitnana (30%). Alþjóðlegt samstarf gefur 7,5% af heildareinkunn og tekjur af nýsköpun og frá atvinnulífi 2,5%. Það sem mest lyftir HI er tilvitnanafjöldinn. Þótt skólinn fái einnig háa einkunn fyrir alþjóðlegt samstarf og atvinnu- og nýsköpunartekjur, vegur það minna í heildareinkunn. Við allan saman- burð er tekið tillit til ólíkra hefða á mis- munandi fræðasviðum. Heilbrigðisvísindi í hverjum háskóla eru borin saman við heil- brigðisvísindi í hinu alþjóðlega samfélagi, félagsvísindi borin saman við félagsvísindi og svo framvegis. Hvernig kemur læknadeild út úr saman- burðinum? Ekki er birt röðunarniðurstaða fyrir einstakar deildir, en fyrir liggja gögn sem einkunnagjöfin hvílir á. Við athugun kemur í ljós að árið 2010 áttu vísindamenn læknadeildar 40% af öllum birtum ISI- greinum HÍ. Vægi greinanna magnast vegna þess hversu oft er vitnað til þeirra í vísindalegum skrifum og hversu þungt til- vitnanatíðnin vegur í heildareinkunn há- skóla. Landspítalinn á að sjálfsögðu stóran hlut í þessum árangri, enda má segja að HÍ og Landspítali séu samofnar stofnanir fremur en samstarfsstofnanir. Glæsilegur árangur í erfðarannsóknum síðustu ár hefur sett Island á heimskortið sem miðstöð í erfða- vísindum. Samstarf Háskólans og Land- spítalans við íslenska erfðagreiningu skilar sér bæði í fjölda vísindagreina en ekki síður í fjölda tilvitnana sem vega þungt í samanburði háskólanna. Aðrar samstarfs- stofnanir í heilbrigðisvísindum skipta líka miklu máli, Hjartavernd, Krabbameinsskrá og Keldur, auk erlendra háskóla. Víðtækt samstarf er alls staðar forsenda árangurs í vísindum og lífsnauðsyn í litlu samfélagi. I samanburði af þessu tagi skiptir ekki mestu máli hvaða sæti næst, þótt það sé athyglisvert að flestir ef ekki allir háskólar vilji bæta eða varðveita stöðu sína á listan- um. Fyrir okkar skóla og okkar deild skiptir mestu að hafa markað þá stefnu að skólinn skuli vera rannsóknarháskóli sem nær máli í alþjóðlegu samhengi og leggur verk sín í dóm hins alþjóðlega vísindasamfélags. Staða okkar á lista THE sýnir að markmiðin eru raunhæf og hafa sett slíkt mark á skól- ann að ekki verður aftur snúið. Að sjálf- sögðu felur stefnumörkunin ekki í sér nein svik við rannsóknarefni sem snerta Island sérstaklega. Þvert á móti. Þau rannsóknar- efni íslenskra vísindamanna sem mesta athygli vekja á alþjóðlegum vettvangi eru í mörgum tilfellum rammíslensk. Rann- sóknir á jarðfræði landsins og náttúru, á íslensku erfðamengi, íslenskri tungu og menningararfleifð, jafnvel hinni íslensku kreppu. Hugsunin endar óhjákvæmilega í tilvitnun í Snorra Hjartarson: „Land, þjóð og tunga/ þrenning sönn og ein." Þegar forsendur einkunnargjafar eru skoðaðar, blasir við að kennsluþátturinn er veikur. Þótt mat á kennslu og náms- umhverfi leggi til 30% af heildareinkunn, hvílir samanburður háskólanna á veikum grunni, þar sem orðspor vegur þungt (15%). Engar árangursmælingar eru notaðar, enda sjaldnast tiltækar til samanburðar. Þar hefur læknadeild HI nokkra sérstöðu, því í lok náms þreyta læknanemarnir bandarískt próf í klínískum greinum, Comprehensive Clinical Science Examination (CCSE), sem er samið og lagt fyrir af National Board of Medical Examiners. Þótt prófið sé banda- rískt, byggt á námsefni bandarískra lækna- skóla, hefur meðaleinkunn öll árin verið yfir hinu bandaríska meðaltali. Lágar eink- unnir hafa verið fágætar og öll árin hafa nokkrir nemendur skilað úrlausnum sem hafa skilað þeim efst á dreifingarkúrfuna (99% markið). Á 100 ára afmæli læknadeildar og 250 ára afmæli upphafs læknakennslu á ís- landi liggur fyrir að deildin stendur fyrir sínu í kennslu og rannsóknum og hvort tveggja stenst alþjóðlegan samanburð. Og Læknabtaðið hefur frá upphafi gegnt mikil- vægu hlutverki fyrir hina íslensku læknis- fræði. Eftir skráningu blaðsins í ISI-gagna- grunninn hefur blaðið einnig fengið annað mikilvægt hlutverk: Að miðla íslenskum læknavísindum og standa vörð um gæði í samræmi við kröfur hins alþjóðlega vís- indasamfélags. 1. timeshigher education.co.uk/world-university rankings - nóvember 2011. University of lceland ranked among top 300 universities in the world Gudmundur Thorgeirsson, Dean, Faculty of Medicine, University of lceland LÆKNAblaðið 2011/97 673
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.