Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 21
RANNSÓKN mál og loftleif (residual volume, RV) lækkuðu marktækt eftir aðgerð, einnig hlutþrýstingur koltvísýrings í slagæðablóði. Ekki mældust marktækar breytingar á öðrum þáttum sem sýndir eru í töflu II. Umræða í þessari rannsókn sem tók til 16 sjúklinga sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð vegna alvarlegrar lungnaþembu var sýnt fram á marktæka hækkun á FEV, og FVC fjórum vikum eftir aðgerð, en jafnframt lækkun á lungnarúmmáli og koltvísýringi í blóði. Sambærilegum niðurstöðum hefur verið lýst í erlendum rannsóknum 3-18 mánuðum eftir aðgerð.2-911 Líklegasta skýring á bættri lungnastarfsemi virðist vera sú að þegar gisinn og ofþaninn lungnavefur er fjarlægður, fái aðrir hlutar lungans aukið rými. Einnig eykst teygjanleiki lungn- anna, fráblástursgetan verður meiri og minna loft verður eftir í lungunum, auk þess sem styrkur þindarinnar vex.12'13 Þessar breytingar auðvelda öndun og sjúklingurinn finnur minna fyrir mæði.14 í stærri rannsóknum erlendis hefur verið sýnt fram á að áðurnefndar breytingar á öndunarmælingum og lungnarúmmáli ná hámarki sex til 12 mánuðum eftir aðgerð, en þær eru oftast gengnar til baka innan fimm ára.15 Hlutþrýstingur koltvísýrings í slagæðablóði (P,C02) lækkaði eftir aðgerð, sem skýrist af bættri öndun, en magn koltvísýrings í blóði er í öfugu hlutfalli við loft- flæði í lungnablöðrum. Ekki mældist marktæk hækkun á hlut- þrýstingi súrefnis í slagæðablóði (Pa02) en í stærri rannsóknum erlendis hefur verið sýnt fram á hækkun Pa02 eftir aðgerð.211 Allir sjúklingarnir í þessari rannsókn lifðu af aðgerðina. Það verður að teljast góður árangur en í öðrum rannsóknum er skurð- dauði á bilinu 0-17%.5-16 Þó verður að taka tillit til þess að sjúk- lingar í þessari rannsókn voru fáir. Auk þess var PaCO,í slagæða- blóði lægra en í öðrum rannsóknum, en sýnt hefur verið fram á að P,C02 yfir 45 mmHg er sterkur forspárþáttur skurðdauða eftir lungnasmækkunaraðgerð.17 Lifun eftir bæði eitt og fimm ár í þessari rannsókn var í hærra lagi miðað við aðrar rannsóknir, en þar er fimm ára lifun yfirleitt á bilinu 62-73%.I5'18,19 Tíu ára lifun í okkar rannsókn var 63%, en eftir því sem við best vitum hafa tölur yfir 10 ára lifun ekki verið birtar áður eftir lungnasmækkunaraðgerð. Langvarandi loftleki var algengasti fylgikvillinn og greindist hjá tæpum helmingi (44%) sjúklinga. Þetta er tiltölulega lág tíðni miðað við aðrar rannsóknir þar sem langvarandi loftleki greindist í 46-95% tilfella eftir aðgerð.2,20,21 Loftleki var einnig helsta ástæða langs legutíma sjúklinganna. Tæpur þriðjungur sjúklinga þurfti að gangast undir endurað- gerð, oftast vegna þess að bringubein hafði losnað. Þetta er mun hærri tíðni enduraðgerða en í öðrum rannsóknum þar sem hún hefur verið á bilinu 3-12%.15,22 Einn sjúklingur fékk sýkingu í bringubein með miðmætisbólgu og annar gekkst undir endur- aðgerð vegna blæðingar í fleiðruholi sem stafaði af blæðingu frá lunga. Þennan sjúkling varð að endurlífga í enduraðgerð. Ekki er augljós skýring á hárri tíðni enduraðgerða hér á landi. Ábendingar fyrir aðgerð virðast áþekkar og í öðrum rannsóknum og mismun- andi sjúklingaþýði skýrir því varla þennan mun á tíðni fylgikvilla. Lungnasmækkunaraðgerð er tæknilega flókin og fjölda aðgerða þarf til að ná góðum tökum á henni. 1 þessari rannsókn voru teknar með allar lungnasmækkunaraðgerðir á íslandi frá upphafi, Tafla II. Mælingar á lungnastarfsemi, hlutþrýstingi súrefnis og koltvísýrings I slagæðablóði, súrefnisupptöku og þoli fyrir og eftir iungnasmækkunaraðgerð. Gefin eru upp meðaltöl og prósent af viðmiðunargildi isviga. Mæling Fyrir aðgerð Eftir aðgerð Breyting FEV, L 0,97 (33) 1,31 (45) t 35%" FVCL 2,9 (74) 3,3 (84) t 14%* FEV/FVC hlutfall 33 39 t 18%* TLCL 7,8 (132) 7,2 (122) 1 8%* RVL 4,3 (199) 3,7 (171) i 14%* DLCO mmól/kPa/mín 3,2 (45) 3,0 (42) i 7% Pa02 (mmFlg) 71 70 PaC02 (mmHg) 41 38" Hámarkssúrefnisupptaka (mL/mín) 1031 1062 Hámarksafkastageta (W) 69 71 FEV, (forced expiratory volume in 1 second), fráblástur á einni sekúndu FVC (forced vital capacity), hámarksfráblástur TLC (total lung capacity), lungnarúmmál RV (residual volume), lungnaleif DLCO (diffusion capacity for carbon monoxide), loftskipti fyrir kolmónoxíð hlutþrýstingur súrefnis I slagæðablóði PaCOj hlutþrýstingur koltvísýrings í slagæðablóði ■p<0,05 "p<0,01 og því líklegt að fylgikvillum hefði fækkað með aukinni reynslu og fjölda aðgerða. Erlendis er í vaxandi mæli farið að gera þessar aðgerðir með brjóstholssjá en fyrstu rannsóknirnar sýndu lakari árangur en við hefðbundna opna aðgerð.20,23 Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að aðgerðir með brjóstholssjá fækki fylgi- kvillum og stytti legutíma, sem aftur lækkar kostnað.3 Þar sem enduraðgerðatíðni vegna bringubeinsvandamála er há hér á landi má leiða líkur að því að brjóstholssjáraðgerð sé álitlegur kostur við lungnasmækkunaraðgerðir hérlendis. Á síðustu árum hefur lungnasmækkunaraðgerðum þó fækkað verulega hér á landi, líkt og í nágrannalöndum okkar.18 Skýringin á þessu er sennilega margþætt, en eflaust skiptir miklu máli að nýir valkostir eru í boði fyrir sjúklinga með alvarlega lungnateppu. Má þar sérstaklega nefna einstefnuloka (one-way endobronchial valve) en þeim er komið fyrir með berkjuspeglunartækni út í berkjugreinar lungna og lungun þannig minnkuð.24 Helsti styrkur þessarar rannsóknar er að gögnum var safnað á framskyggnan hátt hjá öllum sjúklingum sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð hjá heilli þjóð. Að sama skapi er það veikleiki að sjúklingahópurinn var lítill. Auk þess vantaði upplýs- ingar um mat á mæði fyrir og eftir aðgerð og sömuleiðis hvernig sjúklingar mátu lífsgæði sín. Slíkar upplýsingar hefðu gefið betri vitneskju um árangur aðgerðanna, eins og gert hefur verið í öðr- um rannsóknum.8 Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að sjúklingar með alvar- lega lungnaþembu sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð fengu marktæka hækkun á öndunarmælingum, lækkun á lungna- rúmmáli og lækkun á koltvísýringi í blóði. Fimm ára lifun var 93% sem þykir góður árangur. Hins vegar var tíðni fylgikvilla há, sér- staklega tíðni enduraðgerða. Þakkir fær Gunnhildur Jóhannsdóttir skrifstofustjóri fyrir aðstoð við leit að sjúkraskrám. Rannsóknin hlaut styrk úr vísinda- og fræðslusjóði Félags fagfólks um hjarta- og lungnaendurhæfingu. LÆKNAblaðlð 2011/97 685
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.