Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 31
Y F I R L I T Tafla II. Samanburður á fjármagni í Bandarikjadötum til rannsókna og þróunar á greiningum, meðferð og forvörnum gegn VSÞ annars vegar og HIV, malaríu og berklum hins vegar. Einnig sést samanburður á sjúkdómsbyrði samkvæmt DALY-kerfinu, dánartiðni, algengi og nýgengi. Sjúkdómur USD DALY Dánartíðni Algengi Nýgengi Kinetoplastidt 125.123 4.170 138 27.200 2.570 Niöurgangur 113.889 72.777 2.260 u.v. 1.500.000 Beinbrunasótt 82.014 670 18 u.v. 100.000 Ormar og ögðurt 51.592 14.843 335 2.844.000 7.552 Holdsveiki 5.619 198 6 213 249 Buruli-sár 2.413 u.v. u.v. u.v. u.v. Augnyrja 1.680 1.334 0 84.000 837 Aðrir sjúkdómarT u.v. 681 41 u.v. 241 Samanlagt 382.330 94.673 2.798 2.955.413 1.611.449 Sjúkdómur USD DALY Dánartíðni Algengi Nýgengi HIV 1.083.000 58.500 2.040 31.400 2.800 Malaria 468.449 34.000 863 4.400 243.000 Berklar 410.429 34.200 1.464 13.900 7.800 Samanlagt 1.961.878 126.700 4.367 49.700 253.600 Allar tölur eru margfeldi af 1/1000; USD = Bandaríkjadalir; DALY = sjúkdómsbyrði; t = leishmaniasis og trypanosomiasis; t = onchocerciasis, filariasis, schistosomiasis og iðraormar; T = mýgulusótt, dracunculiasis, himberjasótt, japönsk heilabólga; u.v. = upplýsingar vantar. laginu.18 Því er um töluverðan fjárhagslegan ávinning samfélaga að ræða af því að uppræta smit þessara sjúkdóma, bæði vegna minnkaðs vinnutaps smitaðra og tiltölulega lágs kostnaðar við upprætingu vissra sjúkdóma.2 Forvarnir og meðferðir Margir sjúkdómsvaldar, jafnt bakteríur, veirur og sníkjudýr, ber- ast manna á milli með biti skordýra sem sjúga blóð. Lækka má nýgengi þess háttar smita með forvörnum eins og netum, fælum og eitri.1019'21-27-32 Vatn mengað af sýklum veldur smiti niðurgangs- sjúkdóma, auk agða og orma. Skortur á viðunandi salernisaðstöðu veldur einnig smiti niðurgangssjúkdóma og fjölgun flugna sem bera bakteríur og sníkla. Brunnar, kamrar og fræðsla til íbúa á svæðum þar sem sjúkdómarnir eru landlægir geta því haft mikil áhrif á nýgengi smita ýmissa VSÞ.11'17-33'34 Bóluefni eru ekki til nema gegn sárafáum sjúkdómum innan hópsins, og ef þau eru til á ann- að borð, standa þau stærsta sjúklingahópnum sjaldan til boða.35 Þá getur einnig verið að smitleið sé óþekkt eða að birtingarmynd sjúkdóms sé það lengi að koma fram að ábatasamar forvarnir séu ekki þekktar. Því hefur eftirspum aukist eftir greiningaraðferðum sem gætu greint sjúkdóm á frumstigi áður en alvarlegar afleið- ingar hans koma fram.20-36'37 Meðferð fer oftast fram með fjöldalyfjagjöf sem gefin er heilum samfélögum í einu til að spara tíma og peninga, en einnig til for- varna. Þau lyf sem þykja henta til fjöldameðferðar hafa fáar og mildar aukaverkanir, eru gefin um munn, skammtar eru tilbúnir eða auðvelt að reikna þá út, ónæmi gegn lyfjunum er lítið eða óþekkt auk þess sem sum lyf virka einnig gegn öðrum tegundum svipaðra sýkla. Dæmi um slík lyf eru ivermectín og albendazól sem notuð eru gegn árblindu annars vegar og þráðormasýki hins vegar.8 En ekki henta öll lyf til fjöldameðferðar, til dæmis vegna mikilla aukaverkana eða kostnaðar.19'37 Sumar rannsóknir segja fjöldalyfjagjafir ekki skila tilætluðum árangri. Til dæmis er erfitt að meðhönda ormasýkingar þar sem lyfin drepa ekki fullorðna orma og þarf því að veita lyfjameðferð í allt að 15 ár, eins og á við um ivermectín-gjöf. Einnig er ekki sjálfsagt að allir sem smitast taki lyfin inn þó þau standi þeim til boða, oftast vegna þess hve birtingarmynd sjúkdómsins er lengi að koma fram.37'38 Fjárframlög og vísindagreinar Tekið hefur verið saman hve miklu fjármagni var varið á árinu 2007 til rannsókna og þróunar á greiningu, forvörnum og meðferð margra sjúkdóma sem teljast til VSÞ (tafla II).6-39 í töflunni er einnig samantekt á DALY, dánartíðni, algengi og nýgengi sjúkdómanna, auk sömu upplýsinga um HIV, malaríu og berkla.3'5'815'17'20'22'26'40 í ljós kom að til VSÞ sem hóps var veitt minna fjármagni en til hvers einstaks sjúkdóms hinna þriggja áðurnefndu, eða samtals um 382 milljónum Bandaríkjadala. Vanræktu sjúkdómarnir hafa mikla samanlagða sjúkdómsbyrði samkvæmt DALY-kerfinu, þó niður- gangssjúkdómar séu þar atkvæðamestir með tæplega 73 milljónir DALY. Aðrir sjúkdómar hafa ekki nærri eins mikla sjúkdómsbyrði og HIV, malaría og berklar. Dánartíðni VSÞ er almennt ekki há fyrir utan niðurgangssjúkdóma. Algengi og nýgengi þeirra er hins vegar hátt og einstaka sinnum hærra en hinna sjúkdómanna þriggja. Þá skal bent á þá staðreynd að margir geta verið smit- aðir af nokkrum sjúkdómum í einu, bæði innan hóps vanræktra sjúkdóma og af hinum þremur. Ef miðað er við sjúkdómsbyrði samkvæmt DALY-kerfinu, fá VSÞ sem hópur 3-4,5 sinnum minna fjármagn til rannsókna og þróunar en hver hinna sjúkdómanna fyrir sig (tafla III). Fjár- magn sem veitt var til VSÞ er einnig tvisvar til fjórum sinnum minna ef miðað er við dánartíðni. Fjármagn miðað við algengi er minna en einn Bandaríkjadalur á hvert tilfelli, en HIV, malaría og berklar fá 30-106 Bandaríkjadali á tilfelli. í nokkrum tilvikum fá ákveðnir sjúkdómar innan hóps VSÞ hærra hlutfall fjármagns en samanburðarsjúkdómarnir og er hlutfallið í raun afar misjafnt innan hópsins. Beinbrunasótt fær hlutfallslega mest fjármagn miðað við DALY og dánartíðni, hvort sem miðað er við VSÞ eða samanburðarsjúkdóma. Beinbrunasótt, holdsveiki og kinetoplastid (Leishamania og Trypanosoma cruzi og brucei) eru oftast með hæst hlutfall, en ormar og ögður, niðurgangssjúkdómar og augnyrja eru oftast lægst. Tölur um fjármagn og faraldsfræði allra sjúkdóm- anna liggja þó ekki alltaf fyrir. Fimm til átta sinnum fleiri greinar eru birtar á PubMed og Web of Science um aðra sjúkdóma sem hafa þó svipað hátt DALY og VSÞ. Má þar til dæmis nefna sjúkdóma eins og mýlisskaða (mul- tiple sclerosis), lifrarbólgu B, botnlangabólgu, stífkrampa, þvag- blöðrukrabbamein og Parkinson sjúkdóm. Hefur hlutfallið aukist undanfarin ár á kostnað VSÞ. Það sama gildir um yfirlitsgreinar, séu þær skoðaðar sérstaklega.1 Umræður Af samanburði fjárframlaga og fjölda birtra vísindagreina má draga þá ályktun að sjúkdómahópurinn sem hér um ræðir sé í raun vanræktur. Ef áætluð fjárframlög til sjúkdóma væru einungis LÆKNAblaðið 2011/97 695
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.