Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 45
ÞORÐUR HARÐARSON, einn lykilmanna í þróun íslenskrar læknisfræði á síðustu áratugum tekinn tali. Hann var prófessor í lyflækningum og yfirlæknir á Landspítala. Þórður lét af störfum fyrir tveimur árum en sinnir ýmsum verkefnum í þágu heilbrigðis þjóðarinnar, auk hugðarefna sinna sem eru bókmenntir og sagnfræði. Foreldrar mínir gerðu tilraun til að koma mér í kynni við jafnaldra mína þeg- ar ég var fjögurra ára og settu mig á leik- skólann Tjarnarborg. Þau fylgdust síðan í laumi með því hvernig ég plumaði mig á leiksvæðinu, sáu að ég stóð skelkaður afsíðis og fylgdist með leikjum barnanna en tók engan þátt. Sjálfur man ég eftir því hvað mér kom spánskt fyrir sjónir þegar hinir strákarnir hlupu fram og aftur án þess að nokkur sjáanlegur tilgangur væri með hlaupunum. Ég var vanur því að heiman að ömmurnar hefðu einhvern tilgang með ferðum sínum um húsið. Ég festi þarna ekkert yndi og foreldrar mínir gáfust upp á þessu vel meinta framtaki. Næsta tilraun til að koma mér til manns var ári síðar, er ég var settur til náms í Kristínarskóla, hjá Kristínu Ólafs- dóttur. Þarna var blandað saman nemend- um á ýmsum aldri. Kristínu tókst að berja til bókar jafnt hina slælegustu námsmenn sem forhertustu óþekktarorma. Að berja til bókar er ekki sagt út í hött, því hún var óbangin við líkamlegar refsingar. Ekki þurfti þess þó oft við mig, því ég hafði gaman af lærdómnum og gekk vel í öllum greinum nema einni. Það voru fræðin um manninn, einfalt sambland af líffæra- fræði og lífeðlisfræði í þunnu bókarhefti. Mér varð óglatt og lá við yfirliði, einkum þegar kennslan fjallaði um hjartað og inn- viði þess. Kristín hafði skilning á þessu og leyfði mér að dveljast frammi á gangi þegar innyflin voru til umræðu. Eitt taldi ég víst: Læknir yrði ég aldrei. Ég var fjögur ár í Kristínarskóla og undi mér vel. Þegar ég kom svo í 9 ára bekk í Melaskóla hafði ég lært mestallt námsefni barnaskólans og var í raun nánast verklaus næstu fjögur árin. Þó voru námskröfur á þeim tíma mun harðari en börn mín þurftu að uppfylla 30-40 árum síðar. Þetta hefur leitt mér fyrir sjónir að námið í grunnskólanum er ærið þunn- ildislegt, hvað varðar hefðbundnar náms- greinar. Ég hef undrast fáfræði margra annars ágætra nemenda minna í læknis- fræði, þegar talið hefur borist að sögu lands eða mannkyns, landsháttum á ís- landi, náttúru eða dýralífi." Háskólinn var tómur og kaldur Þórður lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík vorið 1960 og hóf nám í læknisfræði strax þá um haustið. „Það voru í rauninni gríðarleg við- brigði að koma í Háskólann úr MR þar sem kennslan var að mörgu leyti alveg framúrskarandi og margir kennaranna hreinir snillingar. Mér þótti afskaplega gaman í menntaskólanum og naut mín þar til fullnustu, ritstýrði Skólablaðinu og eignaðist marga góða vini til lífstíðar. Eg bjóst því við spennufalli eftir inn- taksrík menntaskólaár en ekkert í líkingu við raunveruleikann. Háskólinn var stór, tómur og kaldur, sumir kennararnir líkt og endurvaktir úr forneskju. Viðmót sumra kennara í læknadeild- inni var kuldalegt og ópersónulegt og fyrstu þrjú til fjögur árin byggðist námið að mestu á utanbókarlærdómi sem satt best að segja kom ekki að miklu gagni síðar. Aðalkennarinn fyrsta árið var Jón Steffensen prófessor. Hann kenndi vefja- og líffærafræði og fólst kennsla hans í LÆKNAblaðið 2011/97 709
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.