Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 3
Margrél Guðnadóttir þakkar Guðmundi Þorgárssyniforseta læknadeildar fyrir heiðursnafnbótina. Heiðursdoktor við læknadeild Margrét Guðnadóttir prófessor emeritus var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við athöfn í hátíðasal Há- skóla íslands þann 9. nóvember síðastliðinn. Margrét er brautryðjandi í rannsóknum sínum á visnuveiru í sauðfé og löngu viðurkennd sem einn af fremstu vísindamönnum í heiminum á þessu sviði. Margrét þakkaði heiðurinn og kvað rannsóknarárangur sinn ekki síst að þakka kennara sínum og velgjörða- manni, Birni Sigurðssyni forstöðumanni á Keldum er lést árið 1960. Sigurður Guðmundsson sviðsstjóri heilbrigðisvísindasviðs Háskóla íslands færði Margréti þakkir fyrir hennar framlag til vísindasam- félagsins og kvað mikilvægt að háskólinn viðurkenndi ósérhlífið ævistarf vísindamanna á borð við Mar- gréti Guðnadóttur, sem á ferli sínum hefði ekki sóst eftir vegtyllum sjálfri sér til handa. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Rúmt hálft ár er nú liðið frá því að Homage, verk Magn- úsar Árnasonar (f. 1977), var sett upp í Ásmundarsafni í Laugardal, en alls verður það til sýnis I eitt ár. Verkið felur í sér tilvísanir í óravíddir tímans og því vel við hæfi að það sé svo lengi á sýningu. í ein- stökum hljómburði Kúlunnar, hvolfþaki safn- byggingarinnar, má heyra dauft tif í klukku sem ómögulegt er að staðsetja, enda brengl- ast hljóðskynjun gesta algerlega í þessu ein- staka rými. Þess utan er dimmt þegar upp er komið og allt leggst á eitt við að skapa sér- stök hughrif og færa áhorfandann inn í annan heim. Fyrir miðju er upplýst borð, afmarkað með köðlum svo áhorfendur hætti sér ekki of nærri, enda fínlegir glerskúlptúrar á því miðju. Það eru eins konartilraunaglös, tvær glærar kúlur með vökva og liggur flöskuháls í langan sveig út frá belgnum. Á þær er ritað heiti verksins. Um er að ræða endurgerð gamallar vísindatilraunar Louis Pasteurs frá því um 1860, þar sem hann sýndi fram á að lif kviknar ekki af sjálfu sér. Hann útbjó svanahálsflöskur, svipaðar þeim sem hér má sjá, með næringarríkum vökva sem hann sauð og enn í dag eru þær flöskur varðveittar með tærum og líflausum vökva. Örverur sem berast með loftinu myndu að óbreyttu menga vökvann en þær komast ekki inn um þröngan og langan stútinn, heldur setjast á hann innan- verðan. I sýningarrýminu ríkir samt sem áður spenna, rétt eins og maður eigi von á því að verða vitni að einhverju í flöskunum. Verkið leiðir hugann að list og sköpun, spurningum um hvort þar sé nokkuð sjálfsprottið að finna eða er öll list hluti samhangandi fram- vindu? I annarri flöskunni er vökvinn tekinn að gruggast, enda hvolfdi Magnús henni á opnun sýningar þannig að innihaldið komst í snertingu við það sem fyrir var í stútnum. Listamaðurinn fangar þannig augnablikið og hrindir ákveðinni framvindu af stað en vísar um leið bæði afturtil 19. aldar, sem og enn lengra aftur eða til upphafs lífs á jörðu fyrir um fjórum milljörðum ára. Þegar Pasteur hafði sannað að sjálfskviknun lífs væri ógerleg og Darwin um svipað leyti sett fram þróunarkenningu sína, vöknuðu spurningar um hvaðan lífsneistinn hefði komið i upphafi. Þeirri spurningu er enn ósvarað i dag og er vel við hæfi að velta fyrir sér á jólum. Gleðilega hátíð! Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijós- myndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík % © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2011/97 667
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.