Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 29
Y F I R L I T Vanræktir sjúkdómar þróunarlanda yfirlit Júlíus Kristjánsson' læknanemi, Siguröur Guðmundsson2 læknir ÁGRIP Vanræktir sjúkdómar þróunarlanda er eins konar samheiti fyrir fjölbreyttan hóp smitsjúkdóma, Þetta yfirlit lýsir stuttlega helstu smitleiðum, faraldsfræði og áhrifum þeirra ásamt helstu forvörnum og meðferð. Þeir sem helst smitast búa við lakar þjóðfélagsaðstæður og hafa sjaldan aðgang að viðunandi heilbrigðisþjónustu. Vanræktu sjúkdómarnir eru algengir og valda mikilli sjúkdómsbyrði. í samanburði við HIV, malaríu og berkla má í raun kalla sjúk- dómahópinn vanræktan en ákveðnir sjúkdómar innan hópsins eru vanræktari en aðrir. Fjármagn sem veitt er til rannsókna virðist ekki vera ákvarðað í hlutfalli við sjúkdómsbyrði og mikill ávinningur væri af útrýmingu þeirra. Lausn vandans felst í samþættingu eflingar lífskjara og baráttu við sjúkdómana. (sland hefur þar hlutverki að gegna. Skilgreining 'Læknadeíid, 2forseti Vanræktir sjúkdómar þróunarlanda (neglected tropical heilbrigðisvísindasviðs , . ...... , , Háskóla ísiands. diseases; VSÞ) er samnefnari fyrir fjolbreyttan hop smit- sjúkdóma sem algengari eru í hitabeltislöndum. Það er ekki til ein alþjóðleg skilgreining á því hvaða sjúk- dómum skuli skipa í þann hóp, en þeir sjúkdómar sem um ræðir eru oftast mun algengari og alvarlegra vanda- mál í þróunarlöndum en á Vesturlöndum.1'3 Þeir eiga það einnig flestir sameiginlegt að valda frekar lang- vinnum sýkingum og varanlegri örorku smitaðra, en síður dauðsföllum, þó bráð lífshætta geti verið raunin í kjölfar smits. Inn í hópinn falla því ekki sjúkdómar eins og HIV, malaría og berklar.4-5 Sjúkdómarnir kall- Fyrirspurnir: ast vanræktir vegna þess að þeir þykja fá minni athygli Júlíus Kristjánsson , . vestræns vismdasamfelags og minna fiarmagn til rann- ]uk2@hi.is . sokna, forvarna og meðferða ef miðað er við sambæri- lega sjúkdóma.6-7 í þessari grein er leitast við að kynna stuttlega hvaða sjúkdómar skipa þennan hóp, mismun- andi birtingarmyndir þeirra, faraldsfræði, forvarnir og meðferð. Einnig eru upplýsingar um sjúkdómsbyrði og fjárframlög til sjúkdómanna sem hóps teknar saman og bornar saman við HIV, malaríu og berkla. Reynt er að svara því hvort um vanrækslu er í raun að ræða og af hverju hún gæti stafað. Ef svo er, hvað er til bóta og hvers vegna kemur það okkur á íslandi við? Helstu sjúkdómar og birtingarmyndir í flokki VSÞ eru sjúkdómar sem orsakast af bakteríum, veirum, ormum og frumdýrum (tafla I). Af algengustu sjúkdómunum má sem dæmi nefna árblindu (onchocerciasis) og þráðormasýki (filariasis) af völdum þráðorma. Fullorðinn ormur getur lifað innan líkama manns í allt að 15 ár og framleiðir á þeim tíma Barst: 5. september 2011 mörS hundruð lirfur, en lirfurnar valda einkennum í - samþykkt tii birtingar: manninum, svo sem blindu og soeæðastíflu. Aleenei 30. október 2011. ° er að minnsta kosti 150 milljónir í 83 löndum.3'8'10 Aðrir Engin hagsmunatengsi aettbálkar þráðorma, svo sem ascaris oe necator, smitast tilgreind. með því að manneskja borðar þroskuð egg eða þá að ormar skríða í gegnum húðina. Þeir valda ýmiss konar meltingaróþægindum, en mun hættulegra er fyrir börn að smitast en fullorðna vegna meðfylgjandi næringar- skorts. Algengi þráðormasýkinga samanlagt er um 2,5 milljarðar, en einn einstaklingur getur verið smitaður af nokkrum mismunandi þráðormum á sama tíma.11-12 Schistosoma er agða sem syndir um í ferskvatni og smýgur í gegnum húð inn í blóðrásina. Þær þroskast í lifrinni og framleiða lirfur sem skiljast út með saur eða þvagi. Líkt og þráðormarnir geta fullorðnu lirfurnar Tafla I. Vanræktum sjúkdómum þróunarlanda skipt niður eftir því hvort sjúkdómsvaldur er baktería, sníkjudýr eða veira. Bakteríur Augnyrja (trachoma) Holdsveiki Buruli-sár Himberjasótt (yaws) Niðurgangur Sníkjudýr Leishmaniasis Trypanosomiasis brucei Trypanosomiasis cruzi (Chagas) Schistosomiasis Árblinda (onchocerciasis) Þráðormasýki (fiiariasis) Iðraormasýking Dracunculiasis Niðurgangur Veirur Beinbrunasótt (dengue fever) Mýgulusótt (yellow fever) Japönsk heilabólga Niðurgangur LÆKNAblaðið 2011/97 693
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.