Læknablaðið - 15.12.2011, Blaðsíða 14
RANNSÓKN
Tafla III. Sjálfstæð tengsl niu áhrífaþátta við lyfjanotkun úr fjórum algengustu ATC-lyfjaflokkunum. Fjölbreytulíkönin fjögur eru byggð á lógistískrí aðhvarfsgreiningu á
vigtuðum gögnum.
Meltingafæra- og efnaskiptalyf Blóðlyf Hjarta- og æðasjúkdómalyf Tauga- og geðlyf
OR 95% Cl OR 95% Cl OR 95% Cl OR 95% Cl
Kyn (0=kona, 1 =karl) 0,72 0,33 - 1,6 3,65" 1,53-8,71 1,11 0,47-2,63 0,91 0,37-2,22
Búseta (0=dreifbýli, 1=þéttbýli) 1,31 0,58-2,99 2,99* 1,16-7,71 2,18 0,85 - 5,58 2,12 0,83 - 5,42
Aldur, ár 1,04 0,97-1,12 1,15" 1,06-1,25 1,06 0,97-1,16 1 0,92-1,08
Vitræn geta (MMSE) 0,98 0,81-1,19 0,91 0,77-1,08 0,88 0,72-1,09 0,88 0,75-1,03
Þunglyndiseinkenni (GDS) 1,02 0,91 - 1,4 1 0,87-1,13 0,91 0,75-1,11 1,26" 1,09-1,45
Líkamleg færni (TUG) 0,92 0,81-1,06 1,01 0,89-1,15 1,01 0,85-1,17 1,02 0,87-1,21
Líkamleg áreynsla (PASE) 1 0,99-1,01 1 0,99-1,01 1 0,99-1,01 0,99* 0,98 - 0,99
Verkir (SF-36) 1 0,99 -1,01 1 0,99-1,01 1 0,99-1,01 0,99 0,98 -1
Fjöldi sjúkdómsgreininga 1,31 1-1,72 2,42* 1,06-1,81 1,97" 1,3-2,92 0,96 0,7-1,33
OR - Odds Ratio; Cl = Confidence Interval; MMSE = Mini-Mental State Examination; GDS = Geriatric Depression Scale; TUG = Timed Up and Go; PASE = Physical Activity Scale for
the Elderly; SF-36 = Short-Form Health Survey; * p<0,05; " p<0,01.
þessi lyf voru algengari meðal dreifbýlisbúa (n=5) en þéttbýlis-
búa (n=l). Blóðlyf (B-flokkur) tóku 47% þeirra sem höfðu náð 75
ára aldri en einungis 29% þeirra sem voru 65-74 ára (p=0,013).
Tauga- og geðlyf (N-flokkur) tóku 51% 75 ára og eldri á móti 28%
þeirra sem yngri voru (p=0,002). Tauga- og geðlyf (N-flokkur)
voru notuð af 46% kvenna á móti 29% karla (p=0,016). Að auki
tóku 29% kvenna vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf (M-flokkur)
á móti 17% karla (p=0,040). Ekki reyndist marktækur munur á
lyfjanotkun eftir aldurshópi eða kyni í öðrum lyfjaflokkum.
Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta sjálfstæð tengsl
fjölda lyfja sem þátttakendur notuðu við búsetu, aldur, kyn, vit-
ræna getu, þunglyndiseinkenni, hreyfifærni, líkamlega áreynslu,
verki og fjölda sjúkdómsgreininga. í fyrstu var gengið úr skugga
um að kröfum um normaldreifingu, línuleg tengsl, fjölfylgni og
sjálfstæði leifar væri mætt. Þegar tillit var tekið til allra breytanna
í líkaninu hafði fjöldi lyfja marktæk tengsl við búsetu (beta=0,28,
p<0,001) og fjölda sjúkdómsgreininga (beta=0,41, p<0,001). Þannig
tengdust fleiri lyf búsetu í þéttbýli og fleiri sjúkdómsgreiningum.
Líkanið í heild sinni útskýrði 31% (aðlagað R2=0,31) í dreifingu
breytunnar sem mældi fjölda lyfja, (F (9,170 ) = 7,53, p<0,001), en
búseta útskýrði sjálfstætt 6% af þessari dreifingu meðan fjöldi
sjúkdómsgreininga útskýrði sjálfstætt 10% af henni.
Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að skoða líkurnar á
fjöllyfjanotkun. í líkaninu voru notaðar sömu níu frumbreyturnar
og í línulegu aðhvarfsgreiningunni. Að teknu tilliti til allra breyt-
anna í líkaninu, jukust líkurnar á fjöllyfjanotkun með því að búa
í þéttbýli (OR=2,76, 95% CI=l,15-6,60, p=0,023) og jafnframt með
fleiri sjúkdómsgreiningum (OR=1,50, 95% CI=l,13-2,00, p=0,005).
Pseudo R2=0,16.
í töflu III eru fjögur líkön, fengin með lógistískri aðhvarfsgrein-
ingu, sem sýna sambandið á milli notkunar á lyfjum úr fjórum
algengustu ATC-lyfjaflokkunum og frumbreytanna níu. Engin af
breytunum níu jók marktækt líkurnar á notkun meltingarfæra-
og efnaskiptalyfja (A-flokkur) (pseudo R2=0,05). Að teknu tilliti
til annarra breyta í hverju líkani fyrir sig, jukust líkurnar á; 1)
töku blóðlyfja (B-flokkur) með búsetu í þéttbýli, hærri aldri, að
vera karl og hafa fleiri sjúkdómsgreiningar (pseudo R2=0,17), 2)
notkun hjarta- og æðasjúkdómalyfja (C-flokkur) með fjölda sjúk-
dómsgreininga (pseudo R2=0,17) og 3) notkun tauga- og geðlyfja
(N-flokkur) með fleiri þunglyndiseinkennum og minni líkamlegri
áreynslu í daglegu lífi (pseudo R2=0,25).
Umræða
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa mikilvægar upplýsingar um
lyfjanotkun eldri íslendinga sem búa heima og hvernig fjöldi lyfja,
fjöllyfjanotkun og lyf úr mismunandi ATC-lyfjaflokkum tengjast
búsetu. Þá sýna niðurstöðurnar fram á flókin tengsl lyfjanotkunar
við mögulega áhrifaþætti sem endurspegla persónulega þætti
(eins og aldur og kyn), umhverfisþætti, færni og heilsu eldra fólks.
Miðað við eldra fólk í þéttbýli höfðu þátttakendur úr dreifbýli
fleiri sjúkdómsgreiningar, meiri verki, minni líkamlega færni og
fleiri þunglyndiseinkenni. Þrátt fyrir að koma verr út úr mæling-
um á þessum heilsutengdu þáttum, reyndist eldra fólk í dreifbýli
ekki taka fleiri lyf en jafnaldrar í þéttbýli, að undanskilinni meiri
notkun á lyfjum úr ATC-flokki augn- og eyrnalyfja. Sterk tengsl á
milli lyfjanotkunar og búsetu komu hins vegar í ljós við fjölbreytu-
greiningu, þar sem tekið var tillit til aldurs, kyns, vitrænnar getu,
þunglyndiseinkenna, hreyfifærni, líkamlegrar áreynslu, verkja og
fjölda sjúkdómsgreininga. Að búa í dreifbýli tengdist færri lyfjum
og minni líkum á fjöllyfjanotkun en þessar niðurstöður eru ekki
í samræmi við erlendar rannsóknir á lyfjanotkun eldra fólks sem
býr heima.1 Þar kemur ekki fram munur á lyfjanotkun eftir búsetu
í dreifbýli eða þéttbýli og getur ástæðan fyrir því verið sú að oft er
ekki tekið tillit til annarra áhrifaþátta en búsetu í greiningu gagna.
Búseta í dreifbýli minnkaði einnig líkurnar á því að fólk tæki blóð-
lyf (B-flokkur) en ekki fundust aðrar rannsóknir á notkun slíkra
lyfja meðal eldra fólks.
Þótt þátttakendur úr dreifbýli hefðu skemmri skólagöngu
að baki en þéttbýlisbúar hafði skólaganga engin tengsl við þær
breytur sem endurspegluðu lyfjanotkun. Það er í ósamræmi við
erlendar rannsóknir, sem benda til þess að fólk með minnstu
menntunina taki inn flest lyf að staðaldri.5
Um 11% þátttakenda voru án lyfja og er það samhljóma rann-
sókn frá Kanada19 þar sem um 10% þátttakenda voru lyfjalausir
þrátt fyrir hærri meðalaldur en í okkar rannsókn. f finnskri rann-
sókn,2 þar sem stuðst var við lyfjakort til að meta fjölda lyfja, tóku
þátttakendur inn 5,6 lyf að meðaltali. Þetta eru fleiri lyf en íslensku
678 LÆKNAblaðið 2011/97