Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 14
RANNSÓKN Tafla III. Sjálfstæð tengsl niu áhrífaþátta við lyfjanotkun úr fjórum algengustu ATC-lyfjaflokkunum. Fjölbreytulíkönin fjögur eru byggð á lógistískrí aðhvarfsgreiningu á vigtuðum gögnum. Meltingafæra- og efnaskiptalyf Blóðlyf Hjarta- og æðasjúkdómalyf Tauga- og geðlyf OR 95% Cl OR 95% Cl OR 95% Cl OR 95% Cl Kyn (0=kona, 1 =karl) 0,72 0,33 - 1,6 3,65" 1,53-8,71 1,11 0,47-2,63 0,91 0,37-2,22 Búseta (0=dreifbýli, 1=þéttbýli) 1,31 0,58-2,99 2,99* 1,16-7,71 2,18 0,85 - 5,58 2,12 0,83 - 5,42 Aldur, ár 1,04 0,97-1,12 1,15" 1,06-1,25 1,06 0,97-1,16 1 0,92-1,08 Vitræn geta (MMSE) 0,98 0,81-1,19 0,91 0,77-1,08 0,88 0,72-1,09 0,88 0,75-1,03 Þunglyndiseinkenni (GDS) 1,02 0,91 - 1,4 1 0,87-1,13 0,91 0,75-1,11 1,26" 1,09-1,45 Líkamleg færni (TUG) 0,92 0,81-1,06 1,01 0,89-1,15 1,01 0,85-1,17 1,02 0,87-1,21 Líkamleg áreynsla (PASE) 1 0,99-1,01 1 0,99-1,01 1 0,99-1,01 0,99* 0,98 - 0,99 Verkir (SF-36) 1 0,99 -1,01 1 0,99-1,01 1 0,99-1,01 0,99 0,98 -1 Fjöldi sjúkdómsgreininga 1,31 1-1,72 2,42* 1,06-1,81 1,97" 1,3-2,92 0,96 0,7-1,33 OR - Odds Ratio; Cl = Confidence Interval; MMSE = Mini-Mental State Examination; GDS = Geriatric Depression Scale; TUG = Timed Up and Go; PASE = Physical Activity Scale for the Elderly; SF-36 = Short-Form Health Survey; * p<0,05; " p<0,01. þessi lyf voru algengari meðal dreifbýlisbúa (n=5) en þéttbýlis- búa (n=l). Blóðlyf (B-flokkur) tóku 47% þeirra sem höfðu náð 75 ára aldri en einungis 29% þeirra sem voru 65-74 ára (p=0,013). Tauga- og geðlyf (N-flokkur) tóku 51% 75 ára og eldri á móti 28% þeirra sem yngri voru (p=0,002). Tauga- og geðlyf (N-flokkur) voru notuð af 46% kvenna á móti 29% karla (p=0,016). Að auki tóku 29% kvenna vöðvasjúkdóma- og beinagrindarlyf (M-flokkur) á móti 17% karla (p=0,040). Ekki reyndist marktækur munur á lyfjanotkun eftir aldurshópi eða kyni í öðrum lyfjaflokkum. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að meta sjálfstæð tengsl fjölda lyfja sem þátttakendur notuðu við búsetu, aldur, kyn, vit- ræna getu, þunglyndiseinkenni, hreyfifærni, líkamlega áreynslu, verki og fjölda sjúkdómsgreininga. í fyrstu var gengið úr skugga um að kröfum um normaldreifingu, línuleg tengsl, fjölfylgni og sjálfstæði leifar væri mætt. Þegar tillit var tekið til allra breytanna í líkaninu hafði fjöldi lyfja marktæk tengsl við búsetu (beta=0,28, p<0,001) og fjölda sjúkdómsgreininga (beta=0,41, p<0,001). Þannig tengdust fleiri lyf búsetu í þéttbýli og fleiri sjúkdómsgreiningum. Líkanið í heild sinni útskýrði 31% (aðlagað R2=0,31) í dreifingu breytunnar sem mældi fjölda lyfja, (F (9,170 ) = 7,53, p<0,001), en búseta útskýrði sjálfstætt 6% af þessari dreifingu meðan fjöldi sjúkdómsgreininga útskýrði sjálfstætt 10% af henni. Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að skoða líkurnar á fjöllyfjanotkun. í líkaninu voru notaðar sömu níu frumbreyturnar og í línulegu aðhvarfsgreiningunni. Að teknu tilliti til allra breyt- anna í líkaninu, jukust líkurnar á fjöllyfjanotkun með því að búa í þéttbýli (OR=2,76, 95% CI=l,15-6,60, p=0,023) og jafnframt með fleiri sjúkdómsgreiningum (OR=1,50, 95% CI=l,13-2,00, p=0,005). Pseudo R2=0,16. í töflu III eru fjögur líkön, fengin með lógistískri aðhvarfsgrein- ingu, sem sýna sambandið á milli notkunar á lyfjum úr fjórum algengustu ATC-lyfjaflokkunum og frumbreytanna níu. Engin af breytunum níu jók marktækt líkurnar á notkun meltingarfæra- og efnaskiptalyfja (A-flokkur) (pseudo R2=0,05). Að teknu tilliti til annarra breyta í hverju líkani fyrir sig, jukust líkurnar á; 1) töku blóðlyfja (B-flokkur) með búsetu í þéttbýli, hærri aldri, að vera karl og hafa fleiri sjúkdómsgreiningar (pseudo R2=0,17), 2) notkun hjarta- og æðasjúkdómalyfja (C-flokkur) með fjölda sjúk- dómsgreininga (pseudo R2=0,17) og 3) notkun tauga- og geðlyfja (N-flokkur) með fleiri þunglyndiseinkennum og minni líkamlegri áreynslu í daglegu lífi (pseudo R2=0,25). Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar gefa mikilvægar upplýsingar um lyfjanotkun eldri íslendinga sem búa heima og hvernig fjöldi lyfja, fjöllyfjanotkun og lyf úr mismunandi ATC-lyfjaflokkum tengjast búsetu. Þá sýna niðurstöðurnar fram á flókin tengsl lyfjanotkunar við mögulega áhrifaþætti sem endurspegla persónulega þætti (eins og aldur og kyn), umhverfisþætti, færni og heilsu eldra fólks. Miðað við eldra fólk í þéttbýli höfðu þátttakendur úr dreifbýli fleiri sjúkdómsgreiningar, meiri verki, minni líkamlega færni og fleiri þunglyndiseinkenni. Þrátt fyrir að koma verr út úr mæling- um á þessum heilsutengdu þáttum, reyndist eldra fólk í dreifbýli ekki taka fleiri lyf en jafnaldrar í þéttbýli, að undanskilinni meiri notkun á lyfjum úr ATC-flokki augn- og eyrnalyfja. Sterk tengsl á milli lyfjanotkunar og búsetu komu hins vegar í ljós við fjölbreytu- greiningu, þar sem tekið var tillit til aldurs, kyns, vitrænnar getu, þunglyndiseinkenna, hreyfifærni, líkamlegrar áreynslu, verkja og fjölda sjúkdómsgreininga. Að búa í dreifbýli tengdist færri lyfjum og minni líkum á fjöllyfjanotkun en þessar niðurstöður eru ekki í samræmi við erlendar rannsóknir á lyfjanotkun eldra fólks sem býr heima.1 Þar kemur ekki fram munur á lyfjanotkun eftir búsetu í dreifbýli eða þéttbýli og getur ástæðan fyrir því verið sú að oft er ekki tekið tillit til annarra áhrifaþátta en búsetu í greiningu gagna. Búseta í dreifbýli minnkaði einnig líkurnar á því að fólk tæki blóð- lyf (B-flokkur) en ekki fundust aðrar rannsóknir á notkun slíkra lyfja meðal eldra fólks. Þótt þátttakendur úr dreifbýli hefðu skemmri skólagöngu að baki en þéttbýlisbúar hafði skólaganga engin tengsl við þær breytur sem endurspegluðu lyfjanotkun. Það er í ósamræmi við erlendar rannsóknir, sem benda til þess að fólk með minnstu menntunina taki inn flest lyf að staðaldri.5 Um 11% þátttakenda voru án lyfja og er það samhljóma rann- sókn frá Kanada19 þar sem um 10% þátttakenda voru lyfjalausir þrátt fyrir hærri meðalaldur en í okkar rannsókn. f finnskri rann- sókn,2 þar sem stuðst var við lyfjakort til að meta fjölda lyfja, tóku þátttakendur inn 5,6 lyf að meðaltali. Þetta eru fleiri lyf en íslensku 678 LÆKNAblaðið 2011/97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.